Þrífa Skothylki

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:
Þrífa Skothylki

Ólesinn póstur af atlimann » 21 Jan 2013 19:41

Sælir,
ég var að velta fyrir mér hvernig menn þrífa skothylki án þess að nota tumbler, eru ekki til einhverjir vökvar eða góð heimilisráð til að þrífa þetta svo þetta verði ekki eins og andskotinn :)
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Þrífa Skothylki

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Jan 2013 20:30

Ég nota bara wd40 og spreyja í klút og nudda með klútinum og það virkar vel hjá mér en ég er ekki nema að skjóta ca 20-30 skotum á mánuði.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Þrífa Skothylki

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 21 Jan 2013 22:08

Ég hef notað autosol massa þegar patrónurnar eru orðnar ljótar og tumblerinn ræður ekki við þær. Nota borvél og millistykki til að snúa þeim. Mjög fljótlegt en frekar sóðalegt.
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Fiskimann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Þrífa Skothylki

Ólesinn póstur af Fiskimann » 22 Jan 2013 08:59

Sælir félagar
Ég las e-r staðar að sumir þrífa hylkin ekki að innan öðruvísi en að bursta hálsin með koparbursta. Þurrka af þeim með olíu að utanverðu strax eftir notkun. Vilja meina að þannig sé minna viðnám og kúlan renni betur út. Virðist rökrétt en ég hef ekki fundið mikið um þetta. Hvernig eru menn annars að gera þetta.
Kv. Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Þrífa Skothylki

Ólesinn póstur af Bc3 » 22 Jan 2013 10:04

Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Þrífa Skothylki

Ólesinn póstur af atlimann » 23 Jan 2013 20:37

Birgir stranda skrifaði:Ég hef notað autosol massa þegar patrónurnar eru orðnar ljótar og tumblerinn ræður ekki við þær. Nota borvél og millistykki til að snúa þeim. Mjög fljótlegt en frekar sóðalegt.
já Mér datt í hug að nota autosol massa líka, en hvernig millistykki eru með?
áttu kannski mynd?
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Þrífa Skothylki

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 24 Jan 2013 19:08

Þetta eru nú ekki merkileg millistykki.
Ég nota reknagla, skrúfa naglan aðeins inn í plastið þannig að það sé smá átak að renna patrónunni uppá, klippi hausin af naglanum, þá er allt klárt og áður en maður getur sagt, það er fallegt í Árneshreppi er maður búinn með fyrstu patrónuna. ;)
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Svara