Innanfélagsmót - GæsaSkyttu mótið 2016

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator:Jón Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Innanfélagsmót - GæsaSkyttu mótið 2016

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Ágú 2016 22:33

GæsaSkyttu mótið er innanfélagsmót í haglaskotfimi. Núna styttist í gæsatímabilið og margar gæsaskyttur eru í félaginu. Því setjum við upp keppni þar sem skotið er á 25 dúfur úr turninum af palli 7 (Pallurinn við litla húsið).

Skotið verður í 5 skota lotum, 5 sinnum. Fyrstu þrjú skotin eru úr turni og svo kemur double og þarf að skjóta úr turninum fyrst og svo úr markinu. Allir klára eina lotu og svo byrjar röðin upp á nýtt.

Aðeins má setja eitt skot í byssu í einu fyrir fyrstu þrjú skot og svo tvö fyrir double.

Í fyrstu verðlaun eru 5 pakkar af pro-steel leirdúfuskotum, í önnur verðlaun eru 3 pakkar af pro-steel leirdúfuskotum og í þriðju verðlaun eru 2 pakkar af pro-steel leirdúfuskotum.

Mótsgjald er 1.500 kr og eru allir félagsmenn gjaldgengir.

Skylt er að nota heyrnaskjól og hlífðargleraugu. Aðeins má nota 24 eða 28 gr. stálskot.
Það má mæta í gæsagallanum!

Skráning hér: http://skyttur.is/gaesaskyttumot2016
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara