Spurning til skyttana

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator: Jón Kristinsson

arrinori
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 28
Skráður: 30 Ágú 2010 22:47

Spurning til skyttana

Ólesinn póstur af arrinori » 04 Feb 2013 20:13

Ég skráði mig hér inn fyrir löngu eða þegar að vefurinn fór í loftið, þar sem að ég er frá Hellu og á allar rætur þangað að rekja. Ég hef ekki mikið skrifað hér en svona fylgst með hvað hvað er að gerast. Þegar að ég hef séð tilkinningar um vinnudaga hefur mig klæað í puttana að koma austur fyrir fjall og hjálpa til og byggja upp skemmtilega skotvöll á mínum heima slóðum.

En nog um það. Ég hef ekki skoðað völlin eða það sem er komið. Er á planinu að setja upp sporting völl eða einhverja aðra leirdúfu velli aðra en skeet?
Mest hef ég skotið í álfsnesi hjá skotreyn og finnst mér vellirnir þar mjög skemmtilegir. Birgið er líka svakalega skemmtilegur völlur sem margir sækja í þegar að það fera að hausta. Sá völlur æfir mjög vel forgang á targeti og samhæfni veiðifélaga s.s hver tekur hvaða target. Enn sem komið er hef ég ekki verið að skjóta úr riffli en vonandi kemur að því með meiri reinslu og þekkingu á því sviði. Ég er aðalega að skjóta til æfinga en ekki til að keppa en stefni á að keppa í sumar og þess vegna keypti ég marocchi first í haust sem er svosem ekki nein svakaleg skeet/sporting byssa en ég ætla að láta hana duga!

Takk fyrir frábært spjall allir og vonandi verður það langlíft, flottasta spjall að mínu mati sem er í boði hér á klakanum.
Með kveðju.
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Spurning til skyttana

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Feb 2013 14:06

Sæll Arnór

Þú verður endilega að fara að kíkja á völlinn. Núna erum við að stefna á að opna skeet völlinn og að koma vellinum almennilega af stað. Að sjálfsögðu er það stefnan að opna fleirri brautir þegar hægt verður og hefur nordiskt-trap komið sterkt inn sem næsta braut og svo einhver af sporting greinunum. Það kemur þó ekki fyrr en það sem núna er í framkvæmdum verður klárt. Við erum langt komin með skeet völlinn og púst verður sett í riffilbrautina í sumar ásamt silhouettu braut.

kv.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Spurning til skyttana

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Feb 2013 14:15

Hérna er svo mynd sem sýnir hvernig völlurinn var skipulagður en IPSC brautin var sett á hold þar til yfirvöld myndu leyfa þá grein, sem n.b. er stunduð í öllum löndum Evrópu nema Bretlandi og Íslandi.
vollur.png
Skotvöllur
vollur.png (69.42 KiB) Skoðað 765 sinnum
vollur.png
Skotvöllur
vollur.png (69.42 KiB) Skoðað 765 sinnum
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

arrinori
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 28
Skráður: 30 Ágú 2010 22:47

Re: Spurning til skyttana

Ólesinn póstur af arrinori » 05 Feb 2013 15:20

Þetta lítur rosalega vel út hjá ykkur. Já ég ætla að reina að vera eins mikið fyrir austan og ég get í sumar og reini þá að skjóta hjá ykkur eins og hægt er. Stefni á að reina að keppa í sumar svo það veitir ekki af æfinguni. Og svo líka bara gaman að skjóta með gömlum vinum og kunningjum!
K.v Arnór Óli Ólafsson

Svara