Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator: Jón Kristinsson

Svara
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Mar 2013 13:54

Ég er búin að vera að dunda mér við að búa til þráðlausa stýringu fyrir skeet. Hún er ennþá á tilraunastigi og ekki búið að tengja hana við kastvélarnar þar sem ég á eftir að fá relay borðið en ég hef í staðin forritað virknina út frá hermun.

Í þessu er notað Arduino uno sem er forritanleg iðnaðartölva ef svo má segja og fjögurra rása þráðlaus fjarstýring og móttakari ásamt einhverju af led ljósum. Því verður svo skipt út fyrir relay sem stýra ljósum á turni og mótorum á kastvel til að trekkja upp á nýtt. Í stað skynjara á kastvél sem lætur arminn stoppa á réttum stað forritað ég timer sem stoppar "mótorinn" eftir 4 sekúndur.

Lituðu ljósin merkja ljósin á turninum þegar ýtt er á hnappinn og slokknar á þeim þegar handahófskenndur tími (0 - 3 sek) er liðinn og þá fer "mótorinn" af stað. Blár fyrir mark, rauður fyrir turn og fjólublár fyrir báða (double). Gula ljósið er "mótorinn" á vélinni.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=gIPRdThrAX4[/youtube]

Hérna er svo það sem forritið keyrir út á skjá hjá mér en ég nota þetta til að villuprófa og þessháttar:
Button pushed for Mark
Delay in ms: 2151
CLAY GOES OFF!! mark
Delay betwen timer and real time: 0
Mark ready again!
Button pushed for Tower!
Delay in ms: 1860
CLAY GOES OFF!! tower
Delay betwen timer and real time: 0
Tower ready again!
Button pushed for double!
Delay in ms: 1177
CLAY GOES OFF!! mark
CLAY GOES OFF!! tower
Delay betwen timer and real time: 14
Mark ready again!
Tower ready again!
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 88
Skráður: 26 Mar 2012 17:50
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af Garpur » 05 Mar 2013 15:12

Sæll, þetta lofar góðu. Þú getur fengið stýriliða hjá Fálkanum sem vinna þráðlaust á rofa, það er magnetta í rofanum þannnig að rafhöður eru óþarfar. Liðinn er svo forritaður samkvæmt þeirri virkni sem á að nota hann í. Start og stopp ofl. það er líka einfalt að tengja tímaliða við þá virkni.
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Mar 2013 15:30

Er semsagt að fá svona relay borð:
Mynd
Tvær rásir fyrir sitthvorn mótorinn og tvær fyrir sitthvort ljósið á turninum.

Það sem ég er að velta fyrir mér er varðandi skynjarana. Núna er 5V spenna á kerfinu en lítill straumur. Spurningin er hvort að þunnur kapall, t.d. cat5 vír yfir í turninn og til baka, ca. 80 metra leið nái að koma spennunni í gegn þannig að tækið merki straumrof í rofa leirdúfukastarans í turninum, eða er þetta of langt?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 88
Skráður: 26 Mar 2012 17:50
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af Garpur » 05 Mar 2013 16:31

Sæll, cat 5 dugar ekki, þú þarft allavega 4q eða sverara til að vega á móti spennufallinu.
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Mar 2013 16:37

Takk, eru til einhverjar aðrar lausnir, eins og einhverskonar magnarar til að koma spennuni yfir?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 05 Mar 2013 16:54

Sæll Magnús.

Setti upp þráðlausan búnað hjá okkur í Ósmann fyrir 10 árum síðan.
Hann samanstóð af rafhlöðudrifnum sendi og 2 móttökurum. Þeir voru settir upp við hliðina á stjórnbúnaði vélanna og tengdir við 220 volt. Svo var stýribúnaður vélanna tekinn í gegnum snertur í móttökurunum. Þeir voru frá Berker og voru yfirleitt notaðir í sambandi við ljósastýringar í íbúðarhúsum.
Búnaðurinn reyndist óaðfinnanlega þangað til að bilun varð í rafstöðinni okkar og of há spenna brenndi móttakarana. Erum núna komnir með ríkisrafmagn og eigum von á nýjum móttökurum í þessari viku.
Höfum trassað það um nokkurn tíma að lagfæra þetta hjá okkur, en þægindin eru umtalsverð.
Ætti að smella saman aftur, þ.e.a.s. ef við finnum hnappaboksið og sendinn :D :D
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 193
Skráður: 21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af 257wby » 05 Mar 2013 20:04

Er að skoða svona system frá Clay delay, http://claydelay.com/wirelessbuttonrelease.html
Er með raddstýrðan búnað frá þeim sem er alger snilld :)
http://claydelay.com/skeet.html
kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Mar 2013 20:53

Hef verið að skoða þennan búnað sem er seldur fyrir þessar græjur. Gallinn er að þær kosta ansi mikið miðað við hvað þær eru oft einfaldar og þar sem ég var að læra aðeins á arduino og átti eitt borð langaði mig að prófa mig áfram. Þannig væri hægt að koma þessu upp fyrir brot af kostnaðinum.

Það sem kemur reyndar líka inní er að stjórnbúnaðurinn fyrir kastvélarnar er kominn til ára sinna og notast við 24v AC en það fæst ekkert í þannig rafkerfi í dag. Að auki er ekki gert ráð fyrir ljósabúnaði í því rafkerfi. Það væri því snilld ef hægt væri að mixa eitthvað skemmtilegt úr þessu, bæði krefjandi og skemmtilegt fyrir mann sjálfan, er mikill tölvu grúskari, og svo einnig að koma upp flottri stýringu fyrir lítið með möguleika á endalausum viðbótum, ef allt fer eins og maður vonar :)

Relayborðið kostar um þúsund kallinn og þráðlausi búnaðurinn eitthvað helmingi meira. Svo væri svosem líka hægt að gera þetta mechaniskt frá grunni líka. En ætla að sjá hvort þetta sé ekki hægt svona
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 250
Skráður: 02 May 2012 14:21
Staðsetning: Ungverjaland

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af gkristjansson » 05 Mar 2013 22:14

Ég bara rétt svona sé þig, Magnús, fyrir mér með lóðboltann í höndunum og tinið við hliðina, flott framtak!!!
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 193
Skráður: 21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af 257wby » 05 Mar 2013 22:17

maggragg skrifaði:Hef verið að skoða þennan búnað sem er seldur fyrir þessar græjur. Gallinn er að þær kosta ansi mikið miðað við hvað þær eru oft einfaldar og þar sem ég var að læra aðeins á arduino og átti eitt borð langaði mig að prófa mig áfram. Þannig væri hægt að koma þessu upp fyrir brot af kostnaðinum.

Það sem kemur reyndar líka inní er að stjórnbúnaðurinn fyrir kastvélarnar er kominn til ára sinna og notast við 24v AC en það fæst ekkert í þannig rafkerfi í dag. Að auki er ekki gert ráð fyrir ljósabúnaði í því rafkerfi. Það væri því snilld ef hægt væri að mixa eitthvað skemmtilegt úr þessu, bæði krefjandi og skemmtilegt fyrir mann sjálfan, er mikill tölvu grúskari, og svo einnig að koma upp flottri stýringu fyrir lítið með möguleika á endalausum viðbótum, ef allt fer eins og maður vonar :)

Relayborðið kostar um þúsund kallinn og þráðlausi búnaðurinn eitthvað helmingi meira. Svo væri svosem líka hægt að gera þetta mechaniskt frá grunni líka. En ætla að sjá hvort þetta sé ekki hægt svona
Ef þetta tekst hjá þér Maggi þá eiga flest skotfélögin eftir að kaupa svona stýringu hjá þér :)

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Mar 2013 08:14

Eins gott að þetta virki hjá mér :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Mar 2013 13:46

Þá er ég búinn að fá relay borðið og bæta því við. Virkar allt voða vel svona. Spurning hvernig það mun svo virka þegar ég tengi það við vélina sjálfa. Fer í það eftir helgi vonandi :)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=9FtcsUFxVFQ[/youtube]
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 88
Skráður: 13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn: Dúi Sigurðsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 10 Mar 2013 13:05

Þetta er magnað.
-Dui Sigurdsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 16 Mar 2013 11:46

Sæll Magnús.
Hvernig gengur? Ertu búinn að prófa stýringuna?
Var að enda við að skifta móttökurunum út hjá okkur. Sem betur fer virkaði allt eins og það átti að gera.
Mun spara okkur mikla vinnu í vor :D
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 16 Mar 2013 21:42

Sæll aftur.
Ekkert að frétta? Hef mikinn áhuga á að vita hvernig gengur hjá þér?
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Frumútgáfa að þráðlausri skeet stýringu

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Mar 2013 10:52

Sæll Jón

Höfum ekki komist ennþá í framhaldsþróun en stefnan er tekin á það í kvöld. Mun koma með uppfærslur hér um leið og eitthvað gerst.

Ein hugmyndin sem ég fekk var að bæta þessu við núverandi kerfi, þ.e. þráðlausa hlutanum ásamt timer og ljósabúnaði en nota 24vac kerfið áfram fyrir samskiptin á milli véla og peningavélina.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara