Taka bróðir minn með á skotvöll.

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator:Jón Kristinsson

arrinori
Póstar í umræðu: 3
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47
Taka bróðir minn með á skotvöll.

Ólesinn póstur af arrinori » 22 Apr 2013 23:08

Svona lyggur í því. Bróðir minn er 19 ára og þess vegna ekki komin með leifi en hefur þvílíkan áhuga á skotveiði og öllum hliðum sem snýr að því sporti. Ég hef verið að taka hann með mér að skjóta leirdúfur heima í sveitinni og hann er mjög góð skytta miðað við hve litla þjálfun hann hefur og hve langt líður á milli þess sem að hann fær að skjóta.

Nú búum við báðir í bænum í sumar og vildi ég spurja ykkur lögfróðu menn, má ég taka hann með mér á skotsvæði og skjóta leirdúfur. Ég tek það framm að hann hefur verið að skjóta úr tvíhleipu sem að ég á sem hann fær í sitt leifi um leið og hann er búin með það og best væri ef hann gæti haldið áframm að skjóta úr henni.
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Taka bróðir minn með á skotvöll.

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 22 Apr 2013 23:21

Svona er reglugerðin varðandi þetta, lagalega séð er þetta í lagi ef farið er eftir reglugerðinni, en best er að ræða við aðila hjá því félagi sem þú ert að skjóta hjá og jafnvel tala við yfirvaldið í þínu umdæmi.

reglugerð
12. gr.

Skotfimi yngri flokka.

Lögreglustjóra er heimilt að veita viðurkenndu skotfélagi leyfi til æfinga og keppni í yngri flokki (16-20 ára), enda tilnefni félagið sérstaka leiðbeinendur sem ábyrgð beri ásamt stjórn félagsins á viðkomandi flokki. Leiðbeinandi skal vera handhafi leyfis fyrir samskonar vopni og hann leiðbeinir um notkun á.

Leyfi samkvæmt 1. mgr. er bundið við eftirtalda flokka og vopn:

1. Riffill: markloftriffill, cal. 4,5.

2. Haglabyssa: tvíhleypt markhaglabyssa, nr. 12 eða minni.

3. Skammbyssa: markloftskammbyssa, cal. 4,5.

Leyfi samkvæmt grein þessari er bundið við æfingar og keppni á viðurkenndum skot-svæðum. Skotvopn samkvæmt ákvæði þessu skulu vera í eigu viðkomandi félags
-Dui Sigurdsson

arrinori
Póstar í umræðu: 3
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Taka bróðir minn með á skotvöll.

Ólesinn póstur af arrinori » 23 Apr 2013 21:25

Takk kærlega fyrir þetta.
K.v Arnór Óli Ólafsson

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: Taka bróðir minn með á skotvöll.

Ólesinn póstur af EBJ » 24 Apr 2013 12:53

Góðan daginn..

Það er rétt að geta þess að reglurnar sem gilda í dag eru rímri en þessar hér ofanvið ef skotfélögin vilja..

Semsagt svona...

Lögreglustjóri má veita umsækjanda undanþágu frá aldursskilyrði a- liðar 1. mgr. til
þess að fá skotvopnaleyfi, uppfylli umsækjandi eftirtalin skilyrði:
1. hafi náð 15 ára aldri,
2. æfir skotfimi á viðurkenndu æfingasvæði skotíþróttafélags eða skotveiðifélags
með skotvopni af þeim flokki vopna sem heimilt er að veita byrjendum leyfi fyrir,
3. hafi til þess leyfi forráðamanns og telst sá vera ábyrgur fyrir vopninu, hafi hann
skotvopnaleyfi,
4. taki við skotvopninu úr hendi forráðamannsins á félagssvæðinu, hafi hann
skotvopnaleyfi, en ella úr hendi félagsmanns, enda sé vopnið þá geymt á
félagssvæðinu,
5. noti vopnið þar undir umsjón forráðamannsins eða félagsmanns og skili því þar,
að notkun lokinni.
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

arrinori
Póstar í umræðu: 3
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Taka bróðir minn með á skotvöll.

Ólesinn póstur af arrinori » 05 Jun 2013 22:33

Er ég að skilja þetta rétt? Má hann þá fara í skotvopna leifið núna 19 ára gamall og hafa þá mömmu sína sem forráða mann yfir byssuni. Mamma okkar er með skotvopna leifi þannig að það er ekki vandamál. Og byssan sem að um ræðir er tvíhleipa þannig að ég sé ekkert þessu til fyrirstöðu.
K.v Arnór Óli Ólafsson

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: Taka bróðir minn með á skotvöll.

Ólesinn póstur af EBJ » 06 Jun 2013 17:44

Sæll..

Hér er aðeins um æfingaleyfi að ræða,unglingar meiga koma á skotvellina 15 ára til æfinga undir leiðsögn forráðamans/ foreldris hafi viðkomandi byssuleyfi eða skipuðum leiðbeinanda frá skotvellinum...Einnig þarf unglingur leyfi forráðamanns/foreldris til 18 ára aldurs til að skjóta undir leiðsögn...Eftir það hefur hann sjálfræðið sjálfur...

Það er síðan undir hverju skotfélagi komið hvort þeir leyfa þennan aldur á sínum skotvelli...

Eigið byssuleyfi fæst ekki fyrr en 20 ára eftir skotvopnanámskeið...
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

Svara