Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator:Jón Kristinsson

Nýliðinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:9
Skráður:24 Apr 2013 22:40
Fullt nafn:Andri Jónsson
Staðsetning:Reykjavík
Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af Nýliðinn » 24 Apr 2013 23:06

Sælar skyttur

Nú er ég alveg nýr í þessu sporti og á enga ættingja sem ég get snúið mér að með þessum spurningum að svo ég læt þær flakka hérna á ykkur.

1.Eru einhverjir staðir sem ég má æfa mig að skjóta leirdúfu í nágrenni höfuðborgarinnar. Semsagt ekki á svokölluðu skotsvæði.
2. Eru fjörur alltaf í einkaeigu? Hef heyrt af mönnum sem hafa farið í fjörur t.d. að skjóta leirdúfur og jafnvel máva.

Vona að ég sé ekki að spyrja alveg eins og asni.
Með bestu kveðju!
Andri Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Apr 2013 23:16

Sæll Andri og velkominn á spjallið.

Ég þekki nú ekki vel til nálægt höfuðborginni en hversu langt frá höfuðborginni kallar þú nágrenni?

Ég er nokkuð viss um að allar fjörur landsins séu í einkaeigu, eða geri ráð fyrir því. Það má skjóta á landi í einkaeigu með leyfi landeiganda. Einnig má skjóta í þjóðlendu, nema um friðland sé að ræða þar sem tekið er fram að ekki megi vera með byssur.

Að sjálfsögðu skiptir þá máli að ganga vel um eftir sig því sóðaskapur kemur slæmu orði á okkur alla ef það er skilið illa við þjóðlendur.

Að sjálfssögðu mæli ég með skotsvæðunum til að æfa sig en mönnum er þó heimilt að æfa sig sjálfir við ofangreindar aðstæður.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Björninn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af Björninn » 24 Apr 2013 23:20

Af hverju viltu ekki skjóta leirdúfur á svokölluðu skotsvæði? Þar færðu leirdúfur á fínu verði, góða aðstöðu, kaffi, og hittir karla sem eru tilbúnir að leiðbeina þér. Ekki æfa þig með því að skjóta máfa.
Síðast breytt af Björninn þann 24 Apr 2013 23:23, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja,
Björn Gíslason

Nýliðinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:9
Skráður:24 Apr 2013 22:40
Fullt nafn:Andri Jónsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af Nýliðinn » 24 Apr 2013 23:22

Takk kærlega fyrir þetta Magnús
Nágrenni tel ég nú vera kannski hálftíma 40 mínútur frá Rvk :) komst nefnilega yfir kastara og þetta væri töluvert ódýrara fyrir mig. Vesen að vera námsmaður
Með bestu kveðju!
Andri Jónsson

Nýliðinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:9
Skráður:24 Apr 2013 22:40
Fullt nafn:Andri Jónsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af Nýliðinn » 24 Apr 2013 23:23

Já Björn þetta er kannski bara steypa í mér.
Með bestu kveðju!
Andri Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Apr 2013 23:31

Best er að hafa aðgang að einkalandi, t.d. hjá einhverjum bónda ef maður vill nota sinn eiginn kastara en svo er það rétt hjá Birni að það fylgir ýmislegt með því að fara á skotsvæði, m.a. aðstoð og leiðbeiningar sem gott er að nýta sér, allavega í og með :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Nýliðinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:9
Skráður:24 Apr 2013 22:40
Fullt nafn:Andri Jónsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af Nýliðinn » 24 Apr 2013 23:34

Já ætli maður verði ekki bara að koma sér í samband við ættingja í Landeyjum og undir Eyjafjöllum og kynna sér svo einhverja góða skotvelli í Borginni og völlinn ykkar þarna fyrir austan
Með bestu kveðju!
Andri Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Apr 2013 23:46

Það er mjög gott að vera í Landeyjunum að æfa :) Og svo kíkja við hjá okkur í leiðinni :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Apr 2013 09:58

Sæll Andri, velkominn hérna á spjallið.
Finnst þér of langt upp í Kjós?
Þú gætir reynt að hringja í 661-1511 Elías.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Nýliðinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:9
Skráður:24 Apr 2013 22:40
Fullt nafn:Andri Jónsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af Nýliðinn » 25 Apr 2013 13:55

Kjósin er bara hin fullkomna vegalengd þakka þér kærlega fyrir þessa ábendingu Sigurður.
Með bestu kveðju!
Andri Jónsson

arrinori
Póstar í umræðu: 1
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af arrinori » 25 Apr 2013 16:03

Ég mundi segja að það sé dýrara að vera að keira uppí kjós eða austur fyrir fjall til að æfa sig. Ef að þú ert meðlimur í skotfélagi þá ertu að borga ca. 600 kall fyrir hringinn og inní því er flott aðstaða, dúfurnar sjálfar og eins og strákarnir segja þá eru flestir til í að leiðbeina þér. Þú ert að borga 3600kr fyrir 200 dúfur í veiðiverslun ef ég man rétt en 4800kr fyrir 200 dúfur á skotvelli. Ég er alveg til í að borga 1200 kalli meira fyrir aðstöðuna.
K.v Arnór Óli Ólafsson

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af Árni » 25 Apr 2013 17:22

Inní þessu reiknidæmi er nú samt ekki ársgjaldið.
Annars eru margir fleiri vinklar á þessu, sumum finnst bara skemmtilegra að fara með kastara með vinum á góðan stað í góðu veðri.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hvar má skjóta nálægt höfuðborgarsvæðinu

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 25 Apr 2013 21:13

Síðan geturu auðvitað farið líka með þinn eigin kastara upp á svæði eins og t.d. hjá Keflavík.
-Dui Sigurdsson

Svara