Síða 1 af 1

Flottur völlur hjá Ósmann

Posted: 19 Jun 2013 12:02
af arrinori
Mig langar að segja aðeins frá heimsóknum mínum á völlin hjá Ósmann. Þannig er mál með vexti að ég hef verið hér í skagafyrðinum síðastliðinn mánuð vegna skóla hjá frúnni. Ég sá frammá það að skotæfingar á þessu sumri yrðu af skornum skamti þar sem ég kæmist ekki á skotvöll. Ég hef verið að æfa á velli skotreynar sem því miður á að fara að reka í burtu af þessu góða svæði sem það er á.

Heim keyrslan á svæðið er líkt og maður sé að koma uppí sumarbústað. Allt snirtilegt og fínt. Móttökurnar frábærar, heitt á könnuni og spjallað um heima og geima. Vallarstarfsmaður sá um að í á takkana á fjarstíringunni þannig að það var ekkert annað að gera en að taka í gikkin og drepa þessa leirfugla.

Ég vil þakka félögum í Ósmann kærlega fyrir mig.

Re: Flottur völlur hjá Ósmann

Posted: 19 Jun 2013 13:41
af Jón Pálmason
Sæll Arnór.

Takk fyrir góð orð í okkar garð.
Alltaf velkominn.