Stí að skoða FITASC

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator:Jón Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Stí að skoða FITASC

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Apr 2011 10:52

Mynd
Þann 8. maí 2011 var samþykkt að Stí myndi skoða og taka inn nokkrar nýjar skotgreinar (eða gerast aðili að samböndum) ef grundvöllur væri fyrir því. Ein af þeim er FITASC en það er alþjóðlegt skotsamband sem heldur utan um sporting haglabyssu og riffilgreinar. Það snýst um að notuð séu veiðivopn og eru þessar greinar allar settar upp með það fyrir augum að líkja eftir veiðum. Þetta er til þess að auka flóruna í þessum efnum og vonandi gengur þetta eftir.

Í dag er aðalega stundað Skeet sem er ólympísk grein undir ISSF eða ein af þremur greinum sem eru undir hatti ISSF. Þetta yrði viðbót við það sem stundað er hér á landi en þetta er meira miðað að veiðimönnum.

Þær greinar sem eru undir hatti FITASC eru Combak sporting, universal trench, sporting, Helices shooting og combined game shooting. Sjá reglur fyrir greinarnar hér.

Auðvitað stefnir Skotfélagið Skyttur á að geta boðið uppá löglega keppnisaðstöðu í einni eða fleirri af þessum greinum og er gert ráð fyrir sporting velli á deiliskipulagi skotsvæðisins.

Einnig var sett upp könnun til að kanna áhuga manna á hinum mismunandi haglabyssugreinum og væri gott að fá álit ykkar á því þegar þið hafið kynnt ykkur greinarnar með því að svara þessari könnun.

Þinggerð Stí er hér.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara