Facebook könnun um áhuga á skotíþróttum

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator:Jón Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Facebook könnun um áhuga á skotíþróttum

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Feb 2012 19:29

Ég gerði óformlega könnun á síðu félagsins á facebook þar sem spurt var út í hvaða skotíþróttagrein menn hefðu mestan áhuga á.
Margir eru ekki með facebook svo að ég birti þessar óformlegu niðurstöður hér.

Mynd

Niðurstöður könnunarinna komu á suman hátt á óvart. Tekið skal fram að könnunin er ekki fullkomin, í fyrsta er spurningin villandi en hægt var að kjósa fleirri en eina skotíþróttagrein og því átt við hvað greinar menn hefðu mestan áhuga á en ekki hvaða grein.

Möguleikarnir sem hægt var að kjósa um eru allar viðurkenndar keppnisgreinar hér á landi. Allar ISSF greinarnar voru sundurliðaðar en svo setti ég inn alþjóðasamtök fyrir aðrar greinar. T.d. eru nokkrar greinar innan FITACS sem eru heildarsamtök sporting íþrótta. Benchrest inniheldur nokkra flokka o.s.f.v.

Til að fólk átti sig á fjöldanum þá kusu flestir eða 49 manns Skeet shooting. Það kemur ekki á óvart þar sem það eru flestir vellir til hér heima fyrir Skeet. Double Trap og Olympiskt trap var mjög neðarlega en það eru hinar ISSF haglabyssugreinarnar. Það eru hinsvegar fáir ef einhverjir svoleiðis velli hér á landi.

Í öðru sæti kemur 300 metra riffill en 41 völdu hann. Það kom mér mjög á óvart hversu margir hafa áhuga á því. Í fyrsta eru mjög fáar riffilbrautir sem hægt er að keppa í því og svo held ég að það séu líka mjög fáir sem eiga riffla með diopter sigtum. Þetta er án efa mjög erfið grein, en væri gaman að koma upp aðstöðu fyrir þessa grein.

Næst kom svo gróf skammbyssa með 24 atkvæði. Það kemur svosem ekki á óvart en sú grein er held ég að sækja í sig veðrið núna.

50 metra liggjandi riffill og silhouette með 21 og 18 atkvæði koma svo á eftir því.

13 völdu Benchrest

11 völdu Sporting

1 valdi Double trap

Könnunin er hér:
Viðhengi
konnun.jpg
Facebook könnun
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara