Skemmtilegur dagur á skotvellinum.

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator:Jón Kristinsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Skemmtilegur dagur á skotvellinum.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 18 May 2014 01:55

Nú þegar tvö af þremur mótum í Ellingsen mótaröðinni eru búin er nokkuð ljóst að keppnin um fyrstasætið í A-flokki verður hörð.

Jón Valgeirs leiðir listann eftir daginn í dag í hæla Jóns narta þeir Jóndi,Doddi, Svavar S,Arrnar Óli,Stefán Gaukur og Róbert.

Þessir piltar eru allir eru góðir skotmenn og kæmi mér ekki á óvart þó að Jóndi brýni ljáinn vel fyrir næstu keppni ásamt því að lauma í hann sleipiefni.

Þess ber einnig að geta að það er alveg óráðin gáta hver fer heim með Browning A5 þegar kemur að fyrsta sæti í B-flokki. Þar getur allt gerst eins og þeir vita sem hafa fylgst með þessari keppni á upplýsinga miðlum Skotreynar.

Þar sem undirritaður er einstaklega laginn við að forðast Fésbók og myndavélar get ég því miður ekki deilt með ykkur öðrum samtímaheimildum um þennan góða dag.

Vissulega voru menn með þess háttar skrásetningartæki á svæðinu og vonast ég til þess að einhver sjái aumur á mér og bæti við þessa frásögn myndum.

þrátt fyrir slaka ástundum við skotæfingar náði karlinn að bæta sig um 5 dúfur frá fyrsta móti og því gríp ég til kunnuglegra frasa sem heyrast gjarnan í óðamála þjálfurum í boltaíþróttum og læt þess getið að ég eigi talsvert inni. Þrátt fyrir að hafa mist tempóið í byrginu um tíma. Vissulega var trappið krefjandi og var ég nokkuð sáttur við minn hlut þar miðaða við aldur og fyrri mót.

Piltarnir hjá Skotreyn eiga heiður og þökk fyrir góða framistöðu og hefur það verið ánægjulegt að fá að skjóta með þeim.

Ég vill svo að lokum hvetja menn til að koma klipptir og vel til hafðir í næsta mót. Því hjá því verður ekki komist að mynda væntanlega Browning eigendur og færa verslunarstjóra Ellingsen myndir af borsleitum vinningshöfum.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Svara