Framundan í haglagreinum

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator:Jón Kristinsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós
Framundan í haglagreinum

Ólesinn póstur af 257wby » 08 May 2015 13:31

Þar sem lítil hreyfing hefur verið inni á þessum hluta spjallsins,þá datt mér í hug að setja inn smá pistil um hvað framundan er í sumar :)

Nú hafa farið fram úrtökumót fyrir Smáþjóðaleikana sem haldnir verða í byrjun júní. Fulltrúar okkar í Skeet verða Örn valdimarsson og Sigurður Unnar Hauksson, báðir úr SR, varamaður er Guðlaugur Bragi Magnússon Skotf.Akureyrar.

Fyrir nokkrum dögum varð ljóst að Hákon Þór Svavarsson SFS mun keppa á fyrstu Evrópuleikunum sem fram fara í Baku í Azerbaijan dagana 12-28 júní.
Þá fara Hákon, Örn Og Sigurður Unnar á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Maribor í Slóveníu í lok júlí.

Væntanlega verða einnig sendir keppendur á heimsmeistaramótið sem verður í Lonato á Ítalíu í september en það skýrist betur þegar nær dregur.

Þá eru allavega 3 konur á leið út á Ladies International Grand Prix í ágúst en það mót verður haldið á Álandseyjum að þessu sinni.

Hér heima má nefna 50 ára afmælismót SIH, SIH-OPEN sem fram fer fyrstu helgina í júlí, þar verður keppt bæði í skeet og nordisk trap.
Íslandsmót í Nordisk trap fer fram í Hafnarfirði 25-26 júlí.
Íslandsmótið í Skeet fer fram á Akureyri 8-9 ágúst,
Norðurlandsmeistaramótið NLM-OPEN fer fram á glæsilegu skotsvæði skotfélagsins Ósmann á Reykjaströnd 15 ágúst.
Bikarmót STÍ og SR-OPEN verða svo haldin á skotsvæði SR 29-30 ágúst.
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Svara