Innanfélagsmót - skeet-létt sumarmótið

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator: Jón Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Innanfélagsmót - skeet-létt sumarmótið

Ólesinn póstur af maggragg » 19 May 2016 22:16

Innanfélagsmót - skeet-létt sumarmótið

Þetta er mót þar sem keppt er með Skeet-létt fyrirkomulaginu. Hafa félagsmenn möguleika á því að skjóta 10 hringi en þrír bestu telja. Einn hring hvert miðvikudagskvöld í sumar.

Fyrirkomulagið er þannig að einungis má taka einn hring, á hverju opnu kvöldi og verður að tilkynna það áður en leikurinn hefst. Alltaf þarf að vera annar á vellinum til að staðfesta hringinn.

Eftir sumarið eru teknir saman 3 bestu hringirnir og heildarstigin telja.

Til að geta keppt til verðlauna þarf að mæta minnst á þrjú miðvikudagskvöld í sumar sem verða auglýst, og vera félagsmaður hjá Skotfélaginu Skyttur.

Verð fyrir hringinn í keppninni er 1000 kr. og borgast í merkt ílát.

Í fyrstu verðlaun verður kassi af leirdúfuskotum og farandbikar. Einnig verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sæti og svo hvatningaverðlaun fyrir lægstu stigin.

Þetta er sjálfstætt skeet-létt mót sem telst sem eitt mót.

Stigataflan verður hengd upp í félagshúsinu og þar verður hægt að fylgjast með framgangi mótsins jafn óðum í sumar.

Hægt að sjá frekari upplýsingar hér:
http://skyttur.is/skeet-lett-sumarmotid-2016
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara