Reglur í ýmsum skotgreinum

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator:Jón Kristinsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur
Reglur í ýmsum skotgreinum

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 25 Apr 2012 21:50

Sælir.
Þarf að sjóða samann kynningu á íþróttaskotfimi og vantar svona info svipað og er á sti síðunni um skambyssur, um riffil og haglabyssugreinar Á ÍSLENSKU helst hef ekki tíma tilað vinna þetta úr ensku.
Ef þið vitið um góðar heimildir þá endilega látið ljós ykkar skýna.
(helst Copy/paste dæmi, heimilda getið)
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Reglur í ýmsum skotgreinum

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Apr 2012 22:58

Sæll

Ég er búin að lesa hinar ýmsar reglur varðandi mismunandi skotgreinar þegar ég hef verið að hanna og koma með hugmyndir varðandi skotsvæðið hjá okkur. Þetta eru oft miklir doðrantar og kannski svolítil vinna að setja niður heildar reglurnar. Þær reglur sem ég hef verið að skoða eru meðal annars reglubók ISSF sem fjallar um skeet, double trap, trap, 50 riffil, 300m riffil, skammbyssugreinarnar og loftbyssugreinar ásamt running target en þessi bók telur rúmlega 400 bls. Einnig reglubók um silhouette skotfimi, IBS eða benchrest, nordisk trap og svo reglur FITASC sem inniheldur flestar greinar sporting skotfimi.

Ég get sett link á þetta ef þú vilt en ég hafði í huga þegar meiri tími gæfist að sjóða saman svona samantekt á íslensku um þær greinar sem verður hægt að stunda á skotsvæðinu eins og þú ert að leita eftir.

Í þessum reglum kemur fram hvaða skilyrði vellir þurfa að uppfylla, ýtarlegar reglur um skotvopn og annan búnað sem má nota, reglur fyrir keppnina sjálfa, skotmörkin, hvernig dæma, hvernig á að kæra úrslit og margt fleirra.

Spurningin er hvaða grein maður á að taka fyrir fyrst og þýða? :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Reglur í ýmsum skotgreinum

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 26 Apr 2012 00:23

Sæll Magnús.
Ég er nú meira að leita að eh. svona hraðsoðnu til að stiðjast við í power point glærugerð.
En hitt er vissulega mjög verugt verkefni til að takast á við síðar.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Reglur í ýmsum skotgreinum

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Apr 2012 11:35

Á íslandi eru allar greinar ISSF viðurkenndar ásamt Silhouette skotfimi og Benchrest.

ISSF greinarnar eru sennilega vinsælastar hér heima og þá aðalega Skeet en ég held að engin ein skotgrein hefur tærnar þar sem Skeet hefur hælana í vinsældum. Þú hefur örugglega nóg um þá grein að fjalla. Svo eru hinar tvær, doubletrap, sem tvær dúfur fara í einu frá skotmanni og eru notaðar þrjár velar í það og svo olympic trap en í þeirri grein er notast við 15 leirdúfuvélar.

Hérna er mjög góð umfjöllum um silhouette skotfimi

Varðandi 50 metra riffilinn þá skiptist sú grein í annaðhvort liggjandi 60 skot eða þriggja stöðu, þ.e.a.s. liggjandi, krjúpandi og standandi og er skotið 3x40 skotum. Þessi grein er mjög lík enskum riffli. Þessar greinar eru einnig útfærðar fyrir 300 metra riffla.

Skammbyssugreinarnar eru nokkrar og er fríbyssan erfiðust allra en þar er skotið fríhendis á 50 metrum. Hinar greinarnar eru allar á 25 metrum og flokkast í nokkra flokka, m.a. hvort um 22lr eða stærri cal er að ræða en þá er það kallað gróf byssa. Svo eru loftgreinarnar smækkaðar útgáfur af 22lr riffil og skammbyssugreinunum.

Þetta var bara svona í mjög stuttu máli :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara