US vs Ensk haglastærð

Allt um Skeet, Trap, Sporting og aðrar haglabyssurgreinar

Moderator:Jón Kristinsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
US vs Ensk haglastærð

Ólesinn póstur af Sveinn » 10 Sep 2012 23:22

Núna er tími leirdúfna og gæsa og svo fer rjúpan að detta inn, vonandi :D

Eins og margir vita er haglastærð mikilvæg eins og margt fleira, t.d. samspil þrenginga og haglastærðar. Blý vs stál (sem er efni í aðra umræðu). Ég ruglast ævinlega á enskri og US haglastærð og býst við að fleiri séu þannig. Þulan sem ég fer með í skotveiðibúðum, þegar sölumenn eiga ekki það til sem ég vil en reyna að selja mér það sem ég kannski get notað er þessi:

"Enskur þrír er þrír komma þrír í millimetrum. Enskur er einum minni."

Enskur þrír (US 4) er að vísu 3,25 mm en nógu nálægt. Eina kerfið sem ég hef séð er US kerfið, þar er 0,01 tomma milli haglastærða, þ.e. ca 0,25 mm. Þar sem tomman er 25,4 mm þá er þetta ekki alveg rétt heldur, en kannski nógu rétt. Þá er US 4 (enskur 3) 3,25 mm en US 2 3,81 mm (ætti að vera 3,75 mm samkvæmt þumlinum og þulunni :D )

Allavega ætti taflan að neðan, þó hún sé ekki fullkominn (vantar t.d. enskan 1 sem er 3,6 mm) að hjálpa mönnum.
Viðhengi
pellet size.jpg
pellet size.jpg (41.87KiB)Skoðað 3990 sinnum
pellet size.jpg
pellet size.jpg (41.87KiB)Skoðað 3990 sinnum
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: US vs Ensk haglastærð

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Sep 2012 10:48

Sæll ég spyr alltaf líka til að vera viss en er samt ánægður að sjá eins og í veiðihorninu svona uppsetningu.
http://www.veidimadurinn.is/Default.asp ... 42&vID=733
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: US vs Ensk haglastærð

Ólesinn póstur af konnari » 11 Sep 2012 13:00

Hér kemur gott og læsilegt Word skjal með haglastærðum:
Viðhengi

[The extension docx has been deactivated and can no longer be displayed.]

Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: US vs Ensk haglastærð

Ólesinn póstur af 257wby » 20 Sep 2012 09:52

meðan framleiðendur koma sér ekki saman um að merkja sínar stærðir í mm þa verður þetta alltaf á reiki :)
Læt fylgja með töflu yfir haglastærðir sem ég fékk hjá Ítölskum framleiðanda.
Eins og sést þá ber engum töflum saman sem er aldeilis dásamlegt :lol:
Viðhengi

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]

Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Svara