Síða 1 af 1

US vs Ensk haglastærð

Posted: 10 Sep 2012 23:22
af Sveinn
Núna er tími leirdúfna og gæsa og svo fer rjúpan að detta inn, vonandi :D

Eins og margir vita er haglastærð mikilvæg eins og margt fleira, t.d. samspil þrenginga og haglastærðar. Blý vs stál (sem er efni í aðra umræðu). Ég ruglast ævinlega á enskri og US haglastærð og býst við að fleiri séu þannig. Þulan sem ég fer með í skotveiðibúðum, þegar sölumenn eiga ekki það til sem ég vil en reyna að selja mér það sem ég kannski get notað er þessi:

"Enskur þrír er þrír komma þrír í millimetrum. Enskur er einum minni."

Enskur þrír (US 4) er að vísu 3,25 mm en nógu nálægt. Eina kerfið sem ég hef séð er US kerfið, þar er 0,01 tomma milli haglastærða, þ.e. ca 0,25 mm. Þar sem tomman er 25,4 mm þá er þetta ekki alveg rétt heldur, en kannski nógu rétt. Þá er US 4 (enskur 3) 3,25 mm en US 2 3,81 mm (ætti að vera 3,75 mm samkvæmt þumlinum og þulunni :D )

Allavega ætti taflan að neðan, þó hún sé ekki fullkominn (vantar t.d. enskan 1 sem er 3,6 mm) að hjálpa mönnum.

Re: US vs Ensk haglastærð

Posted: 11 Sep 2012 10:48
af Gisminn
Sæll ég spyr alltaf líka til að vera viss en er samt ánægður að sjá eins og í veiðihorninu svona uppsetningu.
http://www.veidimadurinn.is/Default.asp ... 42&vID=733

Re: US vs Ensk haglastærð

Posted: 11 Sep 2012 13:00
af konnari
Hér kemur gott og læsilegt Word skjal með haglastærðum:

Re: US vs Ensk haglastærð

Posted: 20 Sep 2012 09:52
af 257wby
meðan framleiðendur koma sér ekki saman um að merkja sínar stærðir í mm þa verður þetta alltaf á reiki :)
Læt fylgja með töflu yfir haglastærðir sem ég fékk hjá Ítölskum framleiðanda.
Eins og sést þá ber engum töflum saman sem er aldeilis dásamlegt :lol: