Það er alltaf jafn gaman að prófa eitthvað nýtt og gefur það tilefni til þess að skjóta fleiri skotum. Það er ekkert launungar mál að mér finnst gaman að skjóta og alveg sérstaklega af rifflum. Eftir að hafa eignast riffil í cal 308 hefur hann verið í uppáhaldi hjá mér og er nú hafin leitin endalausa að réttri hleðslu.
Gallinn við 2506 er lúxusvandamál og felst það í því að nánast allt sem í hann fer er þokkalega gott. Sama má segja um 6.5x55 og fleiri riffla sem ég hef haft tækifæri til að skjóta af.
Svo er sumt betra en þokkalegt. Stundum rata kúlur mis vel á fyrirfram ákveðinn stað. Þegar það gerist bregð ég fyrir mig þjálfara klisju. Þá er dagsformið ekki gott og vallaraðstæður hefðu mátt vera betri, áhorfendur til vandræða og dómgæslan til skammar.
Það þíðir á mannamáli að ég er að skjóta illa og stundum gerist það bara.
En aftur að 308 og til stendur hjá mér að hlaða 123gr Sako kúlur og N-133 þar á bakvið. Sako skot í 308 með 123gr kúlu hafa verið ákaflega vinsæl í Ellingsen og margur hreindýraveiðimaðurinn velur sér þau skot til veiða.
En í mitt pappaskytterý kem ég til með að nota heilakúlu. Það verður að segjast eins og er að í mínum augum er kúlan ljótt. Stutt og feit eins og einhver myndi segja. Ólíkt mörgum kúlum sem rata í 6.5 calibera riffla sem eru ávalt rennilegar og ákaflega sannfærandi því tel ég mér trú um slík kúla hljóti að hafa verulega góðan flugstuðul og grúppa vel.
Því tel ég það vera fyrirtaks áskorun að eiga við kúlu sem mér finnst ekki hafa neinn þokka og er hæfilega vantrúaður á að geti skilað þokkalegri ákomu í samanburði við margt annað sem í boði er.
308win 123gr FMJ fær því að taka flugið á um eða yfir 3000 fetum svo er bara að bíða og sjá hver útkoman verður.
Stuttar og feitar
- Sveinbjörn
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:251
- Skráður:17 Jun 2012 23:49
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson
Sveinbjörn Guðmundsson
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Stuttar og feitar
Flottur Sveinbjörn
Ég tek eftir því að æ fleiri nota léttar kúlur í 308, það er vel.
Ég tek eftir því að æ fleiri nota léttar kúlur í 308, það er vel.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
- Sveinbjörn
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:251
- Skráður:17 Jun 2012 23:49
Re: Stuttar og feitar
Já Veiðimeistari. Eftir æfingar kvöldsins í góðu veðri kom það í ljós að stuttar og feitar voru hvorki betri eða verri en aðrar kúlur í 308Win.
Dagsformið ekkert sérstakt en þó marktækt og til að sannreyna var félagi minn sem einnig er með 308win tilbúinn að prófa stuttar og feitar.
Þar grúbbaði ljómandi vel og í báðum rifflum var ákoman nokkrum cm hærri en með þyngri kúlum.
Þetta gefur tilefni til frekari nammidaga á laugardags kvöldum og prófunum á ýmsum kúlum í 308Win.
Dagsformið ekkert sérstakt en þó marktækt og til að sannreyna var félagi minn sem einnig er með 308win tilbúinn að prófa stuttar og feitar.
Þar grúbbaði ljómandi vel og í báðum rifflum var ákoman nokkrum cm hærri en með þyngri kúlum.
Þetta gefur tilefni til frekari nammidaga á laugardags kvöldum og prófunum á ýmsum kúlum í 308Win.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson
Sveinbjörn Guðmundsson