Caliber fyrir lengri færinn?

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Benni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík
Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af Benni » 15 Mar 2012 18:36

Sælir

Nú er planið að fjárfesta í nýju hlaupi fljótlega og er farið að langa að prófa að reina við lengri færi.

Planið var að fá sér 6mm BR með twisti fyrir 100gr+ kúlur en er orðinn hrikalega heitur fyrir 284win með löngu sveru hlaupi 1-8" twist fyrir 160-180gr kúlur.

Spurning hvort það eru einhver önnur cal sem maður ætti að skoða áður en maður pantar draslið?
Þarf að passa á .473" bolta og lás er stuttur en verður eins skota svo magasín lengd er ekki aðal atriði.

Endilega hendiði fram einhverjum hugmyndum ef þið hafið einhverjar(=

Kv Benni

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af Pálmi » 15 Mar 2012 19:51

Sæll Benni

Hvað eru lengri færi? Hérna er síða þar sem þú getur leikið þér með kúlur ,hraða og vindrek.
http://www.jbmballistics.com/cgi-bin/jbmtraj-5.1.cgi
vona að þetta hjálpi þér eitthvað.

KV Pálmi
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Mar 2012 20:47

Myndi segja að 6.5 og 7 mm séu ráðandi í lengri færin vegna kúluúrvalsins og flugstuðlana sem þar eru í boði. .284 finnst mér mjög spennandi en einnig er ég spenntur fyrir .260 Rem en það slær aðeins minna en .284 og maður ætti að koma 140 gr. kúlu á rúmlega 2800 fps með því. Einnig virðist 6.5x47 Lapua spennandi. Annars held ég að það það sé best að finna kúluna fyrst sem þú vilt skjóta. Síðan skoða hleðslubækur og setja það í jbmballistics eins og Pálmi bendir á. Þá geturðu fundið út hvaða hylki nær því sem þú vilt með kúlunni. Svo má ekki gleyma að meira bakslag er oft á kostnað nákvæmni og hefur áhrif á úthald.

Setti fyrir einhverju inn leiðbeiningar um jbmballistics:
graejur/ad-nota-jbm-ballistics-t137.html
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af Benni » 15 Mar 2012 21:30

Sælir jú hef notað JBM, magnað forrit

180gr Berger VLD á nærri 3000 fetum með sinn 0,659 BC hefur all svakalegan feril sem erfitt er að toppa án þess að fara í magnum hylki.
Því meir sem ég les um 284win því betur lýst mér á það(=

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Mar 2012 21:51

Hvað þá 180 gr. Berger hybrid með .674 BC :) Það er fátt sem getur toppað þetta í kúluferli. Líst einmitt hrikalega vel á .284 og hef oft sagt að það sé eitt vanmetnasta caliber sem um getur.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af Benni » 16 Mar 2012 00:11

Já þessi er helvíti flott, þeir eru að gera magnaða hluti þeir hjá Berger!

Eina sem fælir mig frá þessu caliberi er að bara Winchester framleiðir brass í .284 win svo að annahvort verður maður að nekka upp 6,5-284 lapua brass og vona að maður lendi ekki í veseni með "kleinuhringi" við hálsinn eða nota Winchester brass sem er nú ekki alveg það besta.

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af konnari » 16 Mar 2012 09:53

Það er til fullt af góðum caliberum fyrir "lengri" færi t.d.:
260 rem
6.5x55
6.5x47 lapua
6.5-284 (veit ekki með bolta stærðina hér, þarf kanski long action)

Nú eða eitthvað öðruvísi t.d. 243 AI, 6mm XC
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Mar 2012 09:54

Ég er sammála ykkur félögunum um 284, það er vanmetið kaliber, ég er alsæll með það sem viðikaliber í 6,5 en er lítið inni í 1000 m. long range shoting en það er fjölbreytt þegar upp er staðið, fínt veiðikaliber og líka notað í benc rest.
Ég er allavega alveg hættur þessum pælingum um kaliber bara ánægður með minn 6,5-284 riffil.
Hef hins vegar gaman af að stríða mönnum á 308 það virðist sumum svo viðkvæmt mál :twisted:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Benni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af Benni » 16 Mar 2012 10:43

Veiðimeistarinn skrifaði: Hef hins vegar gaman af að stríða mönnum á 308 það virðist sumum svo viðkvæmt mál :twisted:
Haha já hef séð það :mrgreen:
konnari skrifaði:Það er til fullt af góðum caliberum fyrir "lengri" færi t.d.:
260 rem
6.5x55
6.5x47 lapua
6.5-284 (veit ekki með bolta stærðina hér, þarf kanski long action)

Nú eða eitthvað öðruvísi t.d. 243 AI, 6mm XC
Jú þessi eru öll flott fyrir lengri færinn en jú 6,5-284 þarf langan lás til að virka almennilega með löngu kúlunum en það skiptir ekki öllu máli fyrir mig því minn verður eins skota.
Er eiginlega alveg kominn inná .284 win.

Hef svosem takmarkaða reinslu af lengri færunum en langar mikið að hella mér í þetta.
Er ekki með einhverjar grillur um súper grúppur, bara gaman að leika sér og það hjálpar að hafa kúlur með þetta háan flugstuðul á þokkalegum hraða í vindinum á lengri færunum.

Kv Benni

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Caliber fyrir lengri færinn?

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Mar 2012 00:12

Þú verður allavega ekki svikinn af .284 Win. Virkilega spennandi kostur. Næsti riffill hjá mér verður annað hvort í .260 Rem eða .284 Win, nema að ég verði svo brattur að fara í .284 Shehane ;)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara