Browning X Bolt

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47
Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 07 Feb 2013 23:16

Ég hef aldrei átt "stóran" riffil en mig langar svona á komandi misserum að fjárfesta í riffli. Ég hef verið að lesa um og skoða þenna X Bolt og líst nokkuð vel á hann. Ég veit að hann er ekki sá flottasti og nákvæmasti sem til er en hann kostar líka mun minna en hinir.

En ég er að pæla, planið er að ganga í lið með rjúpuni og reina að halda refnum í skefjum. Og svo vill maður að sjálfsögði eiga möguleikan á að fara á hreindýr þegar að framm líður. Einnig hef ég aðgang í sel þannig að þetta þarf að vera svona alhliða verkfæri.

X Boltinn er til í cal 243, 270win og 308 í ellingsen, hver er munurinn á þessum caliberum og hversvegna ætti ég að velja 243,270 eða 308.

K.v einn sem veit ekkert um riffla (ennþá).
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Feb 2013 23:38

Okey ég miða bara út frá þinni hlið að valið verði X Bolt og þetta er bara mitt mat engin heilagur sannleikur
243 er sá takmarkaðasti hann er rétt nó á hreindýrið fínn í hausin á sel eða með varmit kúlu á ref.
270 er sá flatasti og er almennt talið gott veiðikaliber þó hann sé ekki sá nákvæmasti
308 er sá nákvæmasti og það er mest til af upplýsingum um kúluval og hleðslur fyrir það cal en er dálítið overkill að mínu mati en þarf þó ekki að vera.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af TotiOla » 07 Feb 2013 23:44

Ég veit svo sem ekkert um X Bolt en ég get mælt með Tikka rifflum. Auk þess sem ég held að þú þurfir á frekar mikilli nákvæmni að halda ef þú ætlar í ref með riffil. En eins og ég sagði þá hef ég þó ekki reynslu af Browning til þess að dæma um það hvort X Bolt hefur það sem til þarf.

Sjálfur var ég í þínum sporum í fyrravor og fór í Tikka Varmint fyrir tæpar 200 þús. Sé alls ekki eftir því ;) Ég mæli ég með því að þú skoðir það, að því gefnu að þú hafir það fjármagn undir höndum eða hafir tök á að safna aðeins lengur :)

*Bætt við* Ég tel, út frá því sem ég hef séð, heyrt og lesið, að Þorsteinn fari með rétt mál hér að ofan varðandi kalíberin. Þó finnst mér 308 ekki endilega vera over kill. T.d. fór ég á hreindýraveiðar í sumar með frænda mínum sem skaut tarf með 123 gr. .308 kúlu, á meðan ég skaut minn tarf með 140 gr. 6,5mm kúlu.

Svo að lokum, þá má auðvitað benda á Rem700 línuna sem er þarna mitt á milli Tikka og Browning. Mikið af aukahlutum og lestrarefni til um þá riffla.
Mbk.
Þórarinn Ólason

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 08 Feb 2013 00:06

Takk fyrir góð svör.
Ég svo sem ekki um nákvæmni á X boltinum en ég las pistil á enski sem einhver snillingur sem ég þekki ekkert skrifaði. Hann var að veiða í skógum white buck og fleirri dýr og hann hafði verið að nota sako og var þarna búin að skipta yfir í X Bolt og sagði hann vera mikklu betri að nánast öllu leiti.

http://www.youtube.com/watch?v=jC0D94fZzJM
Þetta er hund leiðinlega langt video en það segir vonandi það sem segja þarf um riffilinn.
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af TotiOla » 08 Feb 2013 12:44

Ég verð að segja að seinustu tvær grúppurnar finnst mér mjög impressive, fyrir hunter riffil með léttu hlaupi. Reyndar er hann með hann í fastann í rest-i en það sýnir bara fram á það að riffilinn er mjög nákvæmur, með þessum skotum, þegar áhrif frá skyttunni eru tekin út.

That being said, þá held ég að Tikkan mín gæti líklega skotið "gat í gat" í svona rest-i á 100m :) en það verður þó að taka tillit til þess að hún er með þyngra hlaupi og breiðara skepti.

Niðurstaðan er því, að mínu mati, að hvort sem þú ferð í X Bolt, Rem700 eða Tikku T3 þá ertu í þokkalegum málum :D Bara spurning hvað þú ætlar að nota riffilinn í og velja týpu (Hunter/Varmint/Etc.) út frá því. Og muna svo að eyða líka í glerið ;) Góður riffill með lélegum sjónauka hittir illa.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Feb 2013 15:23

Arnór, miðað við þau kaliber sem þú nefnir ráðlegg ég þér að kaupa 270, vegna þess að út úr því kaliberi er hægt að ná flötustum kúluferli, það er nauðsinlegt þegar verið er að skjóta til dæmis refi og hreindýr sem geta komið snöggt í færi á mjög mismunandi löngum færum.

Hérna eru tvö myndbönd með 270 WSM á löngu færi, bæði geitin og kiðið skotnar í hjartað.
http://www.youtube.com/watch?v=UxihqWao6AE

og þessi hjörtur fékk lúngnaskot.
http://www.youtube.com/watch?v=gzF4CDnlTW4
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 08 Feb 2013 15:37, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 08 Feb 2013 15:25

Já svo er það glerið, það er líka eitthvað sem að þarf að skoða. Hvað þarf maður að eiða í sjónauka til að vera með okkalegt gler? Ég var að skoða sjónauka á ellingsen.is og þar eru þeir frá 20 þús uppí 200 þús. En það er svo sem alltaf hægt að kaupa betra gler seinna meir eða hvað? Ég var að hugsa um 3-12x50 er það ekki þokkalega bjartur og góður kíkir frá hverjum sem hann er? Það er allvega hægt að fá einhverja kíkja í þerri "stærð" á 30 til 60 þús er það of lélegt gler eða?

Flott þegar að menn vilja ausa visku sinni í óreindari menn.
K.v Arnór Óli Ólafsson

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 08 Feb 2013 15:29

Veiðimeistarinn skrifaði:Arnór, miðað við þau kaliber sem þú nefnir ráðlegg ég þér að kaupa 270, vegna þess að út úr því kaliberi er hægt að ná flötustum kúluferli, það er nauðsinlegt þegar verið er að skjóta til dæmis refi og hreindýr sem geta komið snöggt í færi á mjög mismunandi löngum færum.
Já ég var búin að heira það einhverstaðar að 270 væri með flatasta kúluferilinn. Og einnig að það væri svona skemmtilegasti refa caliberið en það var svosem bara skoðun eins manns og þarf ekki endilega að vera rétt en með því að fá fleirri umsagnir eins og hér þá tekur maður upplístari áhvörðun.

Takk fyrir þetta Sigurður, ég tel miðað við það sem ég hefið lesið hér eftir þig að þú vitir um hvað þú ert að tala.
K.v Arnór Óli Ólafsson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Kristmundur » 08 Feb 2013 16:07

Hér er hafsjór af fróðleik um byssur og hleðslur http://www.realguns.com/loads/270wsm.htm
Hvað varðar sjónauka þá er 3-12x í það minnsta fyrir ref en feyki nóg fyrir stærri dýr,
eg hef verið með Hawke 8.5-25x42 Sidewinder frá Ellingsen í á annað ár og hann kemur vel út
trakkar 100% og er með mjög þokkaleg gler en ódýrustu sjónaukarnir frá þeim eru ekki merkilegir.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af TotiOla » 08 Feb 2013 16:31

arrinori skrifaði:Já svo er það glerið, það er líka eitthvað sem að þarf að skoða. Hvað þarf maður að eiða í sjónauka til að vera með okkalegt gler? Ég var að skoða sjónauka á ellingsen.is og þar eru þeir frá 20 þús uppí 200 þús. En það er svo sem alltaf hægt að kaupa betra gler seinna meir eða hvað? Ég var að hugsa um 3-12x50 er það ekki þokkalega bjartur og góður kíkir frá hverjum sem hann er? Það er allvega hægt að fá einhverja kíkja í þerri "stærð" á 30 til 60 þús er það of lélegt gler eða?
Nokkrir punktar varðandi gler hérna:
- Það eru allar líkur á að 200 þús. kr. 3-12x50 séu bjartari (betra gler og hönnun) en 50 þús. kr. 3-12x50, þó auðvitað sé það ekki algilt.
- 12x stækkun ætti að vera nóg á flest en það er þó mín skoðun að gott/gaman sé að hafa möguleikann á meiri stækkun. Í flestum tilfellum þarftu þó að borga svolítið aukalega fyrir það.
- Ég mundi frekar safna mér lengur og gráta bara einu sinni (eins og nokkrir hafa komist svo vel að orði) en vera ánægður það sem eftir er. Í stað þess að kaupa eitthvað ódýrt og taka áhættuna á því að vera aldrei ánægður með glerið NÉ riffilinn (Ég tala af reynslu þarna ;) ).
Sjálfur fór ég, við síðustu sjónaukakaup, milliveginn og eyddi um 160 þús. kalli í sjónauka og er mjög sáttur í dag :) Ef ég ætti að mæla með einhverju fyrir þig þá mundi ég segja þér að skoða dýrari línurnar hjá Meopta og Vortex.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Silfurrefurinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:9
Skráður:14 Ágú 2012 15:26

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Silfurrefurinn » 08 Feb 2013 17:26

Heill og sæll.

Ég er á svipuðum slóðum og þú. Er "vanur "að skjóta úr Sako 85 .308 en það er lánsriffill með góðum Zeizz kíki. X-bolt hefur aldrei komist inní myndina hjá mér en þeir sem koma til greina hjá mér (og eru um það bil hérna megin við 200.000).

Remington 700, Howa, Wheatherby seria II, Tikka. Hlað er t.d að selja Wheaterby með góðum festingum og Meopta kíki á ca 200.000 þetta er ekki beint á heimasíðunni hjá þeim en með spjalli þá komst ég að því að þetta er í boði. Tæki riffilinn í hunter útfærslu sem þýðir skilst mér léttara hlaup en eru líka léttari að bera. Cal yrði líklega .308 EKki eins flatur ferill og 270 eins og áður hefur komið fram. Reyndar er líka til eitthvað sem heitir 6.5 x 55, sænskt kaliber og þeir sem ég hef talað við líkar það.

Annars vil ég taka fram að ég er engnn snillingur í þessum efnum. Vildi bara henda inn mínum pælingum þar sem ég er á svipuðum slóðum og þú, byrjandi.

Kveðja,
Silfurrefurinn

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 08 Feb 2013 18:12

Ég er að drekka í mig upplýsingar frá ykkur en það er alltaf þannig að þegar að maður veit meira áttar maður sig á því hvað maður veit lítið. Mig langar að vita hvað Hunter, Varmint og Etc þíðir nákvæmleg.
Hunter segir sig eiginlega sjálft en hver er munurinn á þessu.

Mér líst vel á þennan vortex viper, það er alveg rétt, það er sennilega betra að hafa möguleikan á meiri stækkun þegar að verið er að skjóta smærri dýr á lengri færum. En það þíðir að ég þarf að safna aðeins lengur áður en ég fer í að versla þetta allt þar sem að þetta er þá að verða komið í 360 kall ef við reiknum með að riffillinn kosti um 200 kall.

En svo með Tikkurnar, mér líst ekki síður á þær eða aðrar tegundir og flott þegar að menn opna á manni augun. Ég hafði algerlega horft framm hjá þeim þó þær séu seldar á sama stað.
Svona þráður hjálpar vonandi örðum sem eru í sömu hugleiðingum.
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af gkristjansson » 08 Feb 2013 18:31

Veiðimeistarinn skrifaði:
og þessi hjörtur fékk lúngnaskot.
http://www.youtube.com/watch?v=gzF4CDnlTW4
Ég kíkti á þetta myndband og mér sýndist hann vera að skóta upp í móti og á sjóndeildarhringinn.....

Einhvers staðar hef ég heyrt að maður eigi nú ekki að skjóta nema að maður hafi bakstopp fyrir kúluna :?
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af konnari » 08 Feb 2013 20:15

X bolt eða Tikka í 270win með 3-12x50 eða 3-12x56 væri hörku góð samsetning sem veiðiriffill. Það er ekkert að gera með meiri stækkun í veiði....sjónaukar á verðbilinu 30-60þ. enda fyrir rest á 22LR hjá þér ! Skoðaðu Meopta í hlað.....þú færð mikið fyrir peninginn...verðbilið er frá 69-130þ. Ef þú splæsir í Dýrari Meostar línuna (kostar um 129þ.kr) ertu kominn með toppkræju fyrir lífstíð !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Feb 2013 21:16

,,Já ég var búin að heira það einhverstaðar að 270 væri með flatasta kúluferilinn. Og einnig að það væri svona skemmtilegasti refa caliberið en það var svosem bara skoðun eins manns og þarf ekki endilega að vera rétt en með því að fá fleirri umsagnir eins og hér þá tekur maður upplístari áhvörðun".

Þarna segir að þetta sé skemmtilegasta refakaliberið, ég er sammála því.
Ég get jafnframt sagt þér að þetta er langbesta hreindýrakaliberið af þessum þremur.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Silfurrefurinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:9
Skráður:14 Ágú 2012 15:26

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Silfurrefurinn » 08 Feb 2013 21:26

Sæll aftur Þráðarhöfundur

Ég spurði einmitt um muninn á þessu á Hlaðvefnum. Fékk fín svör. Skoðaðu það sem td valdur hafði um málið að segja
http://hlad.is/index.php/spjallbord/alm ... um-riffla/

Með kveðju
Silfurrebbi

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Feb 2013 21:33

Silfurrefur!
Hér eru menn vanir að kynna sig áður en þeir fara að fílósófera :evil:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 08 Feb 2013 21:40

Já skemmtilegur þráður á hlað og segir manni helling. Ég sé ekki frammá að fara að skjóta fleirri tugum skota á stuttum tíma. En ég held að ég sé að fara að labba og bíða lengi áður en ég tek skotið. Þannig að ég held að Hunter hlaupið henti mér mjög vel.
Takk fyrir þetta Silfurrefur
K.v Arnór Óli Ólafsson

Silfurrefurinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:9
Skráður:14 Ágú 2012 15:26

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Silfurrefurinn » 08 Feb 2013 21:46

Takk en nei takk Sigurður. Ég kýs að njóta nafnleyndar en um leið virði ég þá miklu ábyrgð sem fylgir því. Hef sum sagt ekki fyrir sið að vera með skítkast út í menn og málefni eins og stundum virðist vera vinsælt hjá nafnlausum.
Auk þess skrifa ég nær aldrei hér en les þeim mun meira þannig að ég held að nærvera mín verði varla íþyngjandi :)
Hitt er annað mál að maðurinn spurði ákveðinnar spurningar og ég svaraði með sama svari og ég fékk fyrir stuttu, vildi bara deila því. En nei nafnið togið þið ekki uppúr mér :) :)

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Spíri » 08 Feb 2013 22:15

Arnór, ef þú ert að spá í virkilega góðan riffil þá skaltu fá þér Tikka, og ef þú býrð í góðum efnum þá jafnvel Sako. Þetta eru mjög góðar byssur enda náskyldar :D og eflaust er hægt að mæla með fleirum.
En af hverju Tikka/sako fram yfir Browning? skoðaðu myndbandið hér að neðan 8-)

http://www.youtube.com/watch?v=e4AqMl1A4aQ

Svo er það hvað villtu stóran riffil. Einu sinni ætlaði ég bara að eiga einn riffil til að nota í allt og pældi mikið hvað skyldi vera "the" caliberið, ég fékk mér sako 75 í 300wsm og fljótlega fór dellann að banka á ný og nú eru komnir 6,5x55,243,308,300winmag,30.06,6mm284 ofl, ofl. En ef þú ert alveg að byrja frá grunni byrjaðu á að fá þér 22long og lærðu að skjóta úr riffli, ódýr skot og þú áttar þig á eiginleikum riffilsins og kúluferlum miðað við fjarlægð frá skotmarki.
Vonandi er þetta ekki til að rugla þig, en það er nú bara þannig að við val á cal þykir hverjum sinn fugl fegurstur og mælir með því cal sem viðkomandi á :lol:
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Svara