Browning X Bolt

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ
Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af TotiOla » 09 Feb 2013 01:02

arrinori skrifaði:Mér líst vel á þennan vortex viper, það er alveg rétt, það er sennilega betra að hafa möguleikan á meiri stækkun þegar að verið er að skjóta smærri dýr á lengri færum. En það þíðir að ég þarf að safna aðeins lengur áður en ég fer í að versla þetta allt þar sem að þetta er þá að verða komið í 360 kall ef við reiknum með að riffillinn kosti um 200 kall.
Vortex Viper er vafalaust fín græja. Hef ekki heyrt neitt slæmt um hann. Hann Árnmar (Iceboy) ætti að geta frætt þig betur um þá. Ef ég man rétt þá er hann með svoleiðis á Mauser-num sínum.

Ég er svo með Vortex Viper PST sem er næsta lína fyrir ofan og býður m.a. upp á turna í stíl við kross. S.s. 0.1 MRAD færslu og MRAD kross. Það gerir mælingar og stillingar á sjónaukanum mjög auðveldar og þægilegar.

Annars tek ég undir með Konnaranum með Meopta. Top sjónaukar fyrir peninginn og aðeins ódýrari en Vortex-inn, en þó ekki með alla (óþörfu?) fítusana :)

Hér er stutt myndband um Vortex (og nóg af þeim á Youtube) ef þú vilt kynna þér þetta betur og svo myndir fyrir neðan.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=RKcsQX3yUB4[/youtube]

Mynd
Mynd
Mbk.
Þórarinn Ólason

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Sveinn » 09 Feb 2013 10:05

270Win er flott kaliber. Gallarnir við 270W eru tveir 1) minna kúluval en í 6,5 eða 308 (30) og 2) í léttum riffli slær það meira en graðfoli á amfetamíni. Það seinna er hægt að lækna með hlaupbremsu (25-30 Kkr) en hún framleiðir mikinn hávaða.

Hér er góður linkur um bakslag, þar sérðu að 270W getur jafnvel slegið meira en 308. Bakslag fer eftir þrennu: 1) þyngd riffils (með kíki og tvífæti) 2) þyngd kúlu 3) upphafshraða kúlu. Síðan er þetta allt einstaklingsbundið. Góður LimbSaver púði (Hlað) gerir líka kraftaverk.

http://www.chuckhawks.com/recoil_table.htm

Hér fyrir neðan er þráður um Browning X-Bolt, menn yfirleitt ánægðir en nokkrir gefa upp „skráargat“ þ.e. kúlan kemur á hlið á mark. Það geta verið mánudagseintök – eða twist ekki í samræmi við þyngd kúlu. Ég myndi ekki taka Browning X-Bolt út af gikknum, hann er stillanlegur frá 3-5 pundum, 3 pund getur verið of þungt. Menn kvarta að gikkurinn sé ekki „crisp“, of loðinn. Tikkan er stillanleg frá 2-4 pundum, kemur 3 pund frá verksmiðju, stilling í 2,5 gerði heilmikið upp á nákvæmnina. Of léttur gikkur getur hins vegar verið hættulegur á veiðum. Hér á spjallinu eru menn hrifnir af 6.5 hlaupvídd í ýmsum hylkjum (6,5x55, 6,5-284, 260 Rem, 6,5x47L o.fl.), þar er venjulegast minna bakslag en góð nákvæmni.

http://www.nodakoutdoors.com/forums/vie ... hp?t=69585

Varðandi gler, þá er hægt að fá fín gler í gegnum Opticsplanet.com eða Cameralandny.com, fyrir 60-80 þús (heimkomið með vsk) færðu fín gler frá Nikon (Buckmaster eða Monarch), Vortex (Diamondback eða plain Viper), Minox eða Leopold VX-3. Bættu við 50 þús og þá færðu gler sem þú þarft aldrei að endurnýja. Ef þú vilt versla heima í þessum verðklassa þá er það Meopta eða Zeiss Duralyt í Hlað, Weaver eða dýrari Bushnell í Vesturröst, eða dýrari Hawke í Ellingsen. Ekki kaupa ódýrt 6-24x hér heima, það er ávísun á leiðindi. Og ekki spara í festingum.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

agustbm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:38
Skráður:31 May 2012 16:52

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af agustbm » 09 Feb 2013 12:25

Sæll Arnór,

Mitt innlegg í þessa pælingu hjá þér:
Ef þú ætlar að einbeita þér að hreindýraveiðum er 270win best að gera uppá fall á kúlu á lengri færum. Persónulega tæki ég það kaliber síst af þessum 3 sem þú nefnir.
Ef þú ætlar þér hins vegar að veiða hérna innanlands, allt uppað hreindýrum svona 95% tæki ég í þínum sporum .243 - hann er flatur og mjög flottur í ref, fugl og sel. Og annað, sem Sveinn nefnir - hann slær mun minna en 308win og 270win. 243win er áberandi þægilegast að skjóta úr.

Ég er búinn að eiga 3 riffla í 243win og einn í 308win. Hef einnig skotið hreindýr með 270win þannig að ég byggi þetta á minni reynslu og skoðun. Það er mikill munur á 243win og 270win.

Ef þú ætlaðir að skjóta nákvæmnisskotfimi uppað 300m tæki ég 308win, en kannski síður í alhliða veiði. Ég hef notað 6.5x55 mikið síðan 2006 og tæki ég hann fram yfir þessi 3 fyrrnefndu.

Til að ráðleggja þér heilt, myndi ég í þínum sporum reyna að fá að taka nokkur skot úr þessum kaliberum til að fá tilfinningu fyrir þessu sjálfur. Skoðanir þeirra mörgu manna sem ráðleggja eru misjafnar og byggðar á eigin tilfinningu og því sem "mér þykir best". Ég gæti reynt að kippa þessum 3 kaliberum með mér á skotsvæðið næst þegar ég fer - svona ef þú hefur áhuga. Er í RVK.

Í sambandi við tækin sjálf myndi ég velja Tikkuna eða athuga þessa nýju Weatherby sendingu í Hlað.
Í sjónauka myndi ég reyna að teygja mig í Zeiss Duralyt 3-12x50, Meopta eða Vortex sjónauka.
Er sjálfur með einn Duralyt og er hann mjög flottur fyrir peninginn.

Kær kveðja og gangi þér vel að velja,
Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Feb 2013 13:06

Já vel á minnst, reynsla hún er af hinu góða.
Ég hef stundað skotveiðar í 40 ár, skotið fugla, minka, refi, hreindýr, ásamt nokkrum rollum, og ýmsum húsdýrum sem hafa lagst út.
Svo við tökum hreindýrin sem dæmi, þá telst mér til að ég hafi skotið öðru hvoru megin við 500 hreindýr um dagana, sú tala er að vísu áætluð en mjög nærri lagi hins vegar, það er farið að fyrnast yfir þetta.
Eftir að ég varð leiðsögumaðir fyrir 22 árum hef ég leiðsagt á veiðar á vel yfir 1000 hreindýrum, það er tryggari tala vegna þess að það er allt til skráð.
Ég hef skotið hreindýr með öllum mögulegum og ómögulegum riffilkaliberum, þegar upp er staðið finnst mér ekki mikill munur á hvað þessi kaliber eru að skila miklu bakslagi.
Svo við tökum dæmi 270 og 243 er ekki mikill munur á bakslagi þeirra þegar 270 er með létta kúlu og 243 til dæmis þunga.
Ég hef líka skotið hreindýr með haglabyssu GA 12 og 22 lr. og 22 mag og séð hreindýr skotið með 17 Hmr.
Ég hef líka séð hreindýr skotið með 375 H&H með 300 gr. kúlu og 243 með 70 gr kúlu.
Ég hef líka skotið nokkur hundruð hreindýr með 222 og 50 gr kúlu og nokkur með 40 gr. ball. tip.
Ég byrjaði að skjóta hreindýr með 22 lr, fór síðan í 222, þar næst notað ég lengi 243 með kúlu á bilinu 70 til 100 gr. Síðstu tæpu 10 árin hef ég notað 6,5-284.
Þetta er mikil flóra skotvopna og mjög misjöfn en eitt eiga þau þó sammerkt, hreindýrin voru öll jafn steindauð eftir þau.

Þessar hugleiðingar setti ég hér inn fyrir tæpu ári síðan, allt í lagi að minna á það.
hreindyr/hugleiding-um-vopnaval-til-hre ... -t222.html
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af E.Har » 09 Feb 2013 22:15

Engin rosaleg geymvísindi.
Til veiða á Íslandi lágmark 6 mm ef hreyndýr er inn í myndinni.
Bea að nota meira en minna þannig að ef hreidýr er planið frá 6,5 mm og upp.
Hrin er soldið atriði hér. Hér eru engin tré flatara er betra.
Stundum löng færi og oft vindur.
Fint að skríða yfir 3000 fet / sec

25,06 er svon tisku cal
6,5-284 margreynt.

Annars virkar allt vel.
Ekkert rétt og ekkert rangt!

Varmin, hunter!
Varmint er bara mikklu þyngra hentar vel á pappír, ekki jafn vkvæmt fyrir hita, venjulega nákvæmara.
Hundleiðinlegt að labba langt með járnkall, en betra ef ekki þarf að rölta!

Hunter venjulega léttara liprara.

Sjónaukar.

Dyrara betra, skarpara beyra. Bjartara beyra rökkvar hér og skjótum t.d rebba oft í glætu.
Engin tré svo skógarstækkanir þarf ekki.
Þurfum í raun ekkert undir 6
Fastir finir fra ca 8 til 12
zoom 3-12 4-16. 6-24
Virka allir.
Safngler að framan, stærra er betra. :-)
Ljós í krossi kostur fyrir rebba, ekkert aðalatriði.

Krossar, aftur smekksayriði. Nota grófan kross á zeiss 3-12 sem ég nota í svona bras.
Mildott og turna og ljós á Zeiss 6-24 sem er svona ef þú ert að teygja þig einhvað :-)

:geek: :mrgreen: :x :twisted: 8-) :?

Einfalt allt rett og allt rangt:-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Feb 2013 23:54

þetta er snildar svar Einar minn ;-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 10 Feb 2013 00:14

Takk fyrir þetta Þórður. Ég á 22 long en hef ekki mikið skotið ú honum. Dellan er rétt að byrja. En ég er ekki að fara að kaupa riffil alveg í þessum mánuði og mögulega á næstu mánuðum. Hafði hugsað mér að senda nokkur hundruð skot í gegnum 22 í sumar og átta mig á hvernig glerið er að virka og eins og þú segir bara hvernig riffill hagar sér yfir leitt. Ég er bara einn af þessu mönnum sem þarf að hugsa allt í ræmur áður en ég fer að kaupa eitthvað fyrir 2-300 þúsund. Allavega með veiði verkfæri. Ég var búin að ganaga á milli búða í 9 mánuði áður en ég keypti mér hálfsjálfvirka haglabyssu og ég sé ekki eftir neinu.
Það er glatað að vera búin að eiða fullt af peningum í eitthvað sem maður er svo ekki ánægður með.

Ef ekki væri fyrir ykkar svör hér þá væri ég sennilega að fara að kaupa einhverja vitleisu sem ég yrði aldrei ánægður með!
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af sindrisig » 10 Feb 2013 01:31

Ég myndi nú skoða þennan Sako85 í 7mm rem mag. Ef þú villt einn riffil í allt sem hægt er að drepa (fyrir kannski utan spendýr með sporð). Svipað bakslag og í 270 +-5cm fall út á 270-300m með völdum kúlum.

Annars er þetta einn alsherjar frumskógur af sérvisku.

Af þessum þremur sem rætt var um í byrjun myndi ég taka 6,5x55. Það fer vel með öxlina og tilfellið er að þegar verið er að hlamma úr axlarbrjótum er mun meiri hætta á feilskotum en úr þeim sem nettari eru. Þetta atriði þarf að taka með í reikninginn.
Sindri Karl Sigurðsson

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 10 Feb 2013 01:36

Flott svör frá ykkur strákar. ok 6.5mm er málið. Hilki er svo annað mál. Það ætti bara að vera einn ríkis riffill og þá væri þetta enginn hausverkur. En það sem þið eruð að segja mér með tikkuna þá virðist það vera mjög flott græa. En á venjulegum hunter þá er ekki endilega fljótandi hlaup og lásinn beddaður í skeftið eða hvað. Það er betra mundi ég halda en er það nauðsinlegt.

En eins og staðan lítur út núna þá held ég að ég sé að fara að kaupa Tikka t3 hunter eða álíka í 6.5-55 eða 6.5-284
K.v Arnór Óli Ólafsson

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 10 Feb 2013 01:44

http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/f ... vara/92863

Þetta er þá eitthvað sem að ég er að lenda á held ég. Ég kem sennilega ekki til meða að skjóta yfir 300 skotum á ári úr riffli, eða ég held ekki. Veit ekki hvernig það verður þegar að maður á orðið verkfærið.
K.v Arnór Óli Ólafsson

Silfurrefurinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:9
Skráður:14 Ágú 2012 15:26

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Silfurrefurinn » 10 Feb 2013 10:33

Örugglega fín græja. En lestu þér til með flútuð hlaup eða fáðu einhvern okkur vitrari til að kommenta á það. Mér skilst að þá verði kólnun hlaups hraðari (sem ætti að vera betra) en mig minnir að ég hafi lesið inná vef Shilen eða á álíka slóðum að menn væru ekki hrifnir af þessu. Það getur vel verið að ég hafi alrangt fyrir mér í þessu. Ég er bara byrjandi í rifflunum eins og þú þó ég hafi 20 ára reynslu af haglabyssum. Ég myndi allavega staldra við áður en ég keypti eitthvað með fluted barrel.
Bara mín pæling.

Silfurrefurinn (Sem telur sig ekki minni ref ef hann hefur rangt fyrir sér ef einhver nennir að ómaka sig við leiðréttingar :P )

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Feb 2013 13:49

,,Þar gall í þeim skjá sem þúsund voru götin á"! Silfri minn, hlífðu okkur við svona kommentum, þau eru ekki mikils virði, fyrst kemur fróðleikurinn, einkennileg fræði um flútuð hlaup sem ég hef aldrei heyrt, síðan kemur skýringin ,,ég er bara byrjandi í rifflum og hef kannski alrangt fyrir mér".
Sem sagt þú gengur útfrá því að þessi fræði sem þú varst að deila með okkur séu alröng, þá er miklu betur heima setið en af stað farið.
Endilega hlífðu okkur við þessum nafnlausa villuboðskap þínum.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 10 Feb 2013 16:00, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Kristmundur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Kristmundur » 10 Feb 2013 15:34

Eg hef notað flutuð hlaup í ca.30 ár bæði frá verksmiðju og eins hefur snillingurinn Arnfinnur
flutað tvö hlaup fyrir mig, eg hef engan mun séð á nákvæmni en töluverðan mun hvað varðar kælingu, sem þýðir að maður getur skotið fleiri skotum áður en það hefur áhrif á nákvæmni
og svo léttist það smávegis.Keppnis skyttur væru ekki með flutuð hlaup ef það væri vafasamt upp á nákvæmni.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af skepnan » 10 Feb 2013 15:57

Sæll Arnór og til hamingju með "vandamálið" :lol: það er bara gaman að spá og spekúlera í þessu.

[quote="Sveinn"]270Win er flott kaliber. Gallarnir við 270W eru tveir 1) minna kúluval en í 6,5 eða 308 (30) og 2) í léttum riffli slær það meira en graðfoli á amfetamíni. Það seinna er hægt að lækna með hlaupbremsu (25-30 Kkr) en hún framleiðir mikinn hávaða.quote]
Það eru til fleirri úrræði til þess að minka bakslag eins og kvikasilfursstautar í skeptin, púðar og hitt og þettað annað :roll: Svo er líka hægt að fá Howa í skeptum frá Blackhawks sem að eru sögð geta tekið allt að 80% af bakslaginu. Ég lét Óla í Veiðihorninu sérpanta fyrir mig Howa Talon með léttu flútuðu hlaupi í einmitt .270 og hann slær bara ekkert í þessu skepti,rétt aðeins meira en 6,5x55. Og eins og sést þá er hlaupið algerlega frífljótandi.
IMG_4598.JPG
Þetta er bara til að koma með enn einn vinkilinn á þetta :twisted: algerlega gert til að æra óstöðugan :twisted: svo að menn þurfi að klóra sér enn meira í skallanum og hugsa sig bláa í framan vegna valkvíðanns :lol:
Svo er ég með Leupold 4,5-14x50 á gripnum og er meira en sáttur :D

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Silfurrefurinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:9
Skráður:14 Ágú 2012 15:26

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Silfurrefurinn » 10 Feb 2013 16:04

Kurteisin að drepa þig "Veiðimeistari"?

Hér er þráður sem ég las um þessa tegund hlaupa:
"Fluting is a service we neither offer nor recommend. If you have a Shilen barrel fluted, the warranty is void. Fluting a barrel can induce unrecoverable stresses that will encourage warping when heated and can also swell the bore dimensions, causing loose spots in the bore. A solid (un-fluted) barrel is more rigid than a fluted barrel of equal diameter. A fluted barrel is more rigid than a solid barrel of equal weight. All rifle barrels flex when fired. Accuracy requires that they simply flex the same and return the same each time they are fired, hence the requirement for a pillar bedded action and free floating barrel. The unrecoverable stresses that fluting can induce will cause the barrel to flex differently or not return from the flexing without cooling down a major amount. This is usually longer than a shooter has to wait for the next shot. The claim of the flutes helping to wick heat away faster is true, but the benefit of the flutes is not recognizable in this regard until the barrel is already too hot. "


Tekið af: http://shilen.com/faq.html#question8

Það var nú bara þetta sem ég meinti "Veiðimeistari" Hrokafyllri andskota en þig hef ég sjaldan fyrihitt á spjallþráðum innlendum sem erlendum.
p.s þú ert læs á ensku er það ekki, ef ekki þá skal ég snara þessu fyrir þig á íslenskuna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Feb 2013 16:16

,,Blikkið"!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af skepnan » 10 Feb 2013 17:13

Jæja Silfurrefur, er þetta stemmingin sem að þér líst vel á?
Ef að þú kæmir fram undir nafni, þá mættir þú kalla menn hrokafulla andskota og standa eða falla með því enda værir þú þá nafngreindur.
Þetta er ekki Hlaðvefurinn og við viljum halda honum þannig, hér viljum við flestir að menn komi fram undir nafni svo að svona rugl haldi ekki áfram og vefurinn endi eins og áðurnefndur sandkassavefur. Það að halda fast í það að "þið fáið ekki að vita hvað ég heiti-nananabúbú" er ekki líklegt til vinsælda hér inni. Það að kalla menn svo nöfnum í skjóli nafnleyndar er ekki líðandi.
"BLIKK"

Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Silfurrefurinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:9
Skráður:14 Ágú 2012 15:26

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Silfurrefurinn » 10 Feb 2013 18:53

Ja ég veit ekki hvað skal segja. Sá ykkar sem hefur lesið Hlaðvefinn undanfarið ætti að sjá að þar skrifa ég stundum, einungis til að viða að mér þekkingu eða gefa af mínum fróðleik. Þar hef ég ávallt komið fram af fyllstu kurteisi. Menn eru að vísu miskurteisir þar, (alveg eins og hér?) það verður að játast. Höfum samt hugfast að þráðarhöfundur hér var að spyrja um ákveðið efni og fékk svör. Ég gerði ekki annað en benda á það sem ég hef lesið og hef nú bent á þá slóð. Ég tel að Shilen sé áreiðanlegur pappír.
Það að menn eins og sá sem kallar sig "veiðimeistarinn" verður ekki maður að meiri og hefur ekkert leyfi til að vera með skítkast og sleggjudóma bara af því hann er með mynd af sér órökuðum og skrifar undir sínu nafni. Eina sem hann hafði upp úr því er að nú veit ég hvern á örugglega ekki að tala við ef ég þarf guide á hreindýr. Enda úrvalið gott jafnvel þó maður vilji guide sem hendir manni ekki beint í biðröðina og er til í smá labb. Ég hef ekki hug á að trollast á þessum vef frekar en öðrum og læt því staðar numið. Ég verð víst að vera án visku sumra hér og þykir mér það miður því hér eru margir aðilar að Sigurði meðtöldum sem hafa mikla þekkingu á skotveiði og virðast almennt til í að gefa af sér til byrjenda, þótt ég falli ekki í náðina

Góðar stundir
Silfurrefurinn

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 10 Feb 2013 19:17

Ég er mjög mikill prinsipp maður og átti þess vegna í smá orðaskiptum við nokkra hér um daginn hvað nafnleynd varðar og við fengum það þá á hreint að ekki er nauðsynlegt að koma fram undir nafni.

Hins vegar eru þessi orð þín í garð Sigga hér með dæmd dauð og ómerk Silfurrefur, einmitt vegna þess að þú kemur ekki fram undir nafni, þannig að þau þýða í rauninni ekkert hér inni og eru í raun hunsuð af flestum (vonandi öllum) sem hér skrifa undir nafni.

Það kemur mér reyndar líka talsvert á óvart að þú skulir ekki frekar velja að koma fram undir nafni eins og aðrir hér, því ég hef einmitt sjaldnast séð annað en kurteis og hófsöm skoðanaskipti á milli þín og annara á hlað vefnum.

Ég er alveg á sömu línu og Siggi og lang, lang flestir hér að menn ættu að koma fram undir nafni á þessum vef og ég sé í rauninni ekki fram á annað en að þess verði á endanum krafist ef það fer að bera á svona orða skiptum.

Mér finnst Siggi nú o.fl. samt kannski full hranalegir í garð sumra sem ekki láta nafns síns getið, en engu að síður hefur hann á réttu að standa varðandi þetta.

Hvað þetta varðar sem þeir félagar hjá Shilen segja um flútun á hlaupi, þá leyfi ég mér að gera ráð fyrir því að þetta sé vegna hættu á því að menn ofhiti og skemmi þannig hlaupið þegar þeir eru að fræsa úr því.
The unrecoverable stresses that fluting can induce will cause the barrel to flex differently or not return from the flexing without cooling down a major amount
Ég hef átt tvo flútaða riffla um æfina sem báðir skjóta ágætlega og báðir flútaðir af Finna, þó er sá nýrri sínu betri en sá gamli.

Ég held líka að þú sért ekki með Sigga á réttum stað eftir svona stutt orðaskipti við hann... hann er bara eins og hann er, ég hef rifist við hann um hitt og þetta hér og stundum erum við ósammála... en ég held myndi samt alveg örugglega hafa mjög gaman af því að fara í veiðitúr með honum!

Náungi eins og hann er bara svo hrikalega hokinn af reynslu!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af gkristjansson » 10 Feb 2013 19:28

Mér finnst ég vera farinn að sjá svolítinn keim af Hlað spjallborðinu hér, vonandi verður tekið á þessu áður en allt fer í ógöngur.

Ég er ekki að efast um spekina, þekkingu og/eða reynslu sem þessir ónafngreindu menn hafa en það hefur sýnt sig að ef menn koma ekki fram undir nafni þá virðist stundum vera stutt í stóru orðin......
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Svara