Browning X Bolt

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Silfurrefurinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:9
Skráður:14 Ágú 2012 15:26
Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Silfurrefurinn » 10 Feb 2013 20:09

Ágæti Guðmundur,
Ég gerði nú ekki annað en að svara fyrir mig. Á mig var ráðist og þó ég sé dagfarsprúður að upplagi þá svara ég fyrir mig, nafnlaus eða ekki. Hitt er svo annað mál að kannski mun ég taka uppá því að skrifa undir nafni einn daginn en það verður þá á mínum forsendum en ekki annarra. Það hlýtur að teljast eðlilegt. Hér er leyft að tala nafnlaust og spjallið er öllum opið eins og stendur í hausnum á vefnum.
Mér er hins vegar nokk sama hvort þeir sem mín skrif lesa taka mark á þeim eða ekki. Ef ég get aðstoðað einhvern eða bent á vinkil eins og með flútunina þá geri ég það. Ef ekki er tekið mark á mér vegna þess að ég er nafnlaus þá missi ég ekki svefn yfir því.

Hitt er svo allt annað mál að skrifa undir nafnleynd krefst mikillar ábyrgðar. Ef í hart fer er afar einfalt að komast að hver IP talan er og hver er skráður fyrir símanúmerinu.

Ég get vel viðurkennt að stundum fer umræðan yfir strikið á Hlaðvefnum. En satt best að segja eru það ekki endilega nafnlausir sem eru verstir. Þar hafa menn komið undir nafni og haft uppi ýnis fúkyrði.

Þeir sem virkilega eru til leiðinda eru aðilar sem koma nafnlaust fram til þess eins að eyðileggja og skemma fyrir öðrum og hverfa svo eins og vindurinn hafi gleypt þá.
Ég tel mig ekki til þeirra, þó nafnlau sé.

En tölum nú um byssur og veiðar, það er skemmtilegra :)

Með kveðju
Silfurrefurinn

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Spíri » 10 Feb 2013 20:27

Þegar hlaup er flútað er verið að auka yfirborðsflatarmálið á hlaupinu og þegar flatarmálið eykst er hlaupið fljótara að kólna. Svo verða hlaupin flottari að mínu mati ;)

En talandi um nafnleysi! Ef menn vilja ekki skrifa undir nafni þá er upplagt að menn skrifi bara áfram á hlað vefinn! hérna þarf enginn að vera hræddur við að koma fram undir nafni.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Silfurrefurinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:9
Skráður:14 Ágú 2012 15:26

Re: Browning X Bolts

Ólesinn póstur af Silfurrefurinn » 10 Feb 2013 20:35

Takk fyrir þessar upplýsingar Spíri. Allt svona fer í þekkingarbankann okkar hinna sem kunnum minna fyrir okkur.

Kv
Silfurrefurinn

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af gkristjansson » 10 Feb 2013 20:42

Sæll Silfurrefur,

Ég man, hérna í gamla daga, þegar að ég var að fylgjast með Hlað spjallvefinum þá sá ég pósta frá þér.

Ég man lika að mín tilfinning þá var sú að þú værir einn af þeim fáu sem virtust hafa eitthvað vitrænt að segja án nokkurra leiðinda. Þannig séð, þá ber ég fulla virðingu fyrir þér, þinni þekkingu og því að þú sért dagfarsprúður maður.

Það er mikið rétt hjá þér að það er enn leyft að koma fram nafnlaus á þessu spjallborði og það er að sjálfsögðu komið undir ákvörðun stjórenda spjallborðsins og er alls ekki mitt að efast um þá ákvörðun.

Ég veit það hins vegar að ég var að leyta að íslensku spjallborði, þar sem ég, hinum megin við hafið, gæti svona aðeins reynt að hafa puttan á púlsinum um hvað Íslenskir skotveiðimenn og skyttur væru að gera. Ég reyndi fyrst að gera það í gegnum Hlað vefinn en, sannast best að segja, þá fór mér að ofbjóða ósköpin og, að því að mér virtist, keimur af fjandskap á milli manna og ég hrökklaðist burt frá því spjallborði.

Þegar að mér var síðan bent á þennan vef og ég fór að fylgjast með honum, þá fannst mér fara að vera gaman að fylgjast með.

Mín von er einfaldlega sú að það geti verið raunin áfram og ég held að grundvöllurinn að því sé að menn séu ekki hræddir við að koma fram undir nafni og geri það. Enda hefur það sýnt sig að hér þarf akkúrat enginn að vera hræddur við að menn viti hver skrifandinn er.

En, eins og ég benti á áður, þá er þetta ekki hlutur sem ég hef hina minnstu stjórn á ég bara vona að ég hafi áfram ánægju að því að fylgjast með þessum vef og hrökklist ekki frá eins og varð um Hlað spjallborðið.

Jæja ég held að við séum búnir að "stela" þessari umræðu um "Browning X Bolt" nóg að sinni og kannski best að láta gott kyrrt liggja.

P.S: Guðfinnur, ekki Guðmundur ;)
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 11 Feb 2013 00:21

Jæja strákar þetta var fallegt allt saman. Ég tek undir með þeim sem skrifa undir nafni þó svo að ég ætli ekki að taka reglur þessa spjalls í mínar hendur. Þetta er búin að vera frábær þráður og þvílígt af fróðleiksmolum sem hafa komið framm hérna. Silfurrefur, Ég hef ekkert slæmt um þig að segja enda þekki ég mannin á bak við tölvuna ekki neitt. þessi vinkill sem að þú komst með í sambandi við flúttunina var góður og fengust skír og flott svör við honum sem að við sem ekki vitum getum lagt í reinslu bunkann.

Mér finnst flott að sjá hvað menn heita og hvað þeir eru að gera. Mögulega kanski hittir þannig á að ég hitti einhvern af ykkur á veiðislóð eða bara á skotvelli einhversstaðar á landinu á ferðalögum mínum. Þá er gaman að geta áttað sig á hver maðurinn er og manni finnst þá eins og maður þekki viðkomandi á litlu leiti og á því auðveldara með að spjalla um heima og geima.

Ég þekki engan sem er að vegleiða(guida) á hreindýr og væri það sennilega fyrsti maður sem ég mundi hringja í hann Sigurður, af því að ég veit að hann er hoginn af reinslu og mundi sennilega gera veiðiferð mína minnisstæða með sögum og öðru.

En eins og ég sagði í byrjun þá var ég að leita mér að mínum fyrsta riffli eða upplísingum um hvernig hann væri heppilegastur miðað við í hvað ég ætla að nota verkfærið. Ég hef fengið góð svör varðandi það og í kaupbæti hvernig gler væri heppilegt að setja ofan á hann.

Mín niðurstaða er að riffillinn verði annaðhvort 270 win eða 6.5-55 og að glerið sé heppilegt með 50mm linsu eða stærri og allavega getu uppá 12 í súmmi eða meira. Ekki að spara neitt í festingar og njóta verkfærisins til hins ýtrasta.

Takk fyrir strákar, ég kem til með að leita mér ráðlegginga hér í frammtíðinni.
Strúkiði hviðinn og elskiði friðinn.
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af E.Har » 11 Feb 2013 10:24

Til að fjalla um mál sem nafnleysinginn minnist á......... flutun. :lol:
Hver er tilgangurinn, kostir og gallar. :?

Því breiðara sem rörið er því hægara breytir það sér hita og því stífara verður það.
Það tirar / sveiflast minna og einfaldlega stífara. Þetta er einhvað sem þarf kannski ekki að
eyða mikklum tíma í að skýra út. Stífni á stáli, svona burðarþolslega er ó duffranlegu falli frá miðlínu rörsinns. Það er að segja í veldishlutafalli (Myndar logaritmiskan skala ) frá miðlínu. Þið þekkið þetta.
það er erviðara að beygja reglustiku upp á rönd en á hlið.
Gallin er hinnsvegar þyngd. Markrifflar eru t.d þungir en þar leitast menn við að hafa eins stíft hlaup og þeir geta miðað við flokkin sem þeir keppa í.

Létt hlaup verður einfaldlega aldrei eis nákvæmt. Tirar meira og er viðkvæmara fyrir hita. Hætta á að það mishittni örlítið og þá fer gruppan. Hætta á að ef borunin er ekki hundraðprósen þá fer gruppan við mishitnun.
´
Miðað við þetta myndi maður hlada að menn vildu bara hevybarrel riffla. Nákvæmari. Þungur hókur slær líka minna ( Önnur teorýa splæsi kannski í hana seinna :mrgreen: )

Gallin er bara sá að það er hundleiðinlegt að vera að labba með of þunga járnkalla á fjöll. Sérstaklega á bakaleiðinni ef t.d eitt - tvö hreindýr hafa bæst í burðinn! :twisted:
Gleymi aldrei túr á svæði 3 þar sem gguðsmaður var með Bóbó markriffil (stutt fyrir jumbó) með sér, rysugur rör að sverleika 32x föst stækkun og sér burðarmaður undir riffilinn :roll:

Flutun er svoan aðferð til að reyna að ná fram kostum báðum kostunum.
Flutað hlaup er stifara en jafnþungt hlaup sem er óflutað.
Flutað hlaup er léttara en jafnbreytt óflútað hlaup en ekki jafn stíft. (Buið að taka soldið af málmi úr því)
Það kolnar hinsvegar nokkð hratt þar sem yfirborðflatarmálið eykst. Með auknu yfirborði verður meiri snerting við kalt loft og kólanar hraða. Heiit getur það samt skotið verr en óflutað þar sem flutun veldur smá stressi og minkar því jafnvægi hlaupsinns. :P

Þetta er orðið soldið langt .-)

Stutta pælingin er:

Veiðiriffill sem á að labba með taka létt hlaup. Ættu í flestumtilfellum að vera nógunákvæm.
Veiðiriffill sem burðast á með mest í skothús eða svona stutt labb, sennilega sniðugur flutaður.
Markrifill, ef ekki er verið að koma þyngdinni niður fyrir einhvern flokk þá því þyngri því betra

En ens og venjulega þá er þetta auðvitað allt rétt og allt rangt í þessu.
Einn rifill dugar seint sem bestur í allt.
Ég nota t.d 3 hlaup á minn uppáhaldsriffil.

6,5-284 langt og flutað. Fuglar, refi, hreindur á heiðunum ( oftast 6,5-24 zeiss)
300 wsm styttra og léttara. t.d hreindyr niðri á fjörðun, seli ofl (oftast 3-12 zeiss)
9,3-62 Mauser stysst, léttast (mætti alveg vera þyngra) Rekstrarveiði (Aimpoint)
Dettur allt ofan á sama Blaserinn.
Svo langar mig auðvitað í 223 og 338 á hann líka og Lrs skefti og ........ :mrgreen:

Komnir soldið út fyrir efnið x-bolt :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Feb 2013 23:54

Ég skora á alla notendur á þessu spjalli að tilkynna strax sem óviðeigandi öll nafnlaus koment hérna á spjallinu, það er bara að klikka á rauða þríhyrninginn, einfalt og fljótlegt, hægt að setja einfaldlega ,,Nafnlaust" í athugasmdaramman.
Stöndum saman um að halda þessu spjalli á vitrænum grunni áfram!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Silfurrefurinn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:9
Skráður:14 Ágú 2012 15:26

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Silfurrefurinn » 12 Feb 2013 11:35

Ágæti Sigurður.
Annað hvort er maður nafnlaus eða ekki. Það stoðar lítt að þora ekki að bendla nafn sitt við eina litla kvörtun. Annars er hún jafn marklaus og annað nafnlaust hjal, er það ekk? Skil þó ekki hvað það er við mín skrif sem fara svona í taugarnar á þér en hafðu ekki áhyggjur af því. Ég ætla ekki að ógna tilvist þessa spjalls nú og eða þinni meira en komið er og kveð ykkur með kurt og bí. (Enda eru þó nokkrir hér einnig á Hlaðvefnum sem talandi er við þótt þeir séu jafnvel nafnlausir þar)
Ég veit þú kemur ekki til með að sakna mín ljúfur

Over and out
Silfurrefurinn

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 12 Feb 2013 12:57

Aðeins að leggja orð í belg í þessari umræðu sem því miður er aðeins farin að lykta af Hlað spjallinu.

Til að byrja með - mæli með 270 Win. Á einn svoleiðis léttan veiðiriffil og hann er frábær í akkúrat það - að veiða. Hann refsar mér nokkuð vel ef ég fer með hann út á skotsvæði og skýt nokkrum tugum skota í röð en þannig er það bara. Ég veit af því og er í raun hættur að nota hann þannig.

Síðan varðandi það að skrifa undir nafni eður ei. Nafn takk fyrir - ekki spurning. Og ekki bara vegna þess að menn séu ekki marktækir ef þeir skrifa ekki undir nafni. Hitt er bara svo miklu skemmtilegra. Ég skrifa undir nafni, birti óhikað myndir af mínum græjum (hef engar áhyggjur af því að þeim sé stolið - tryggi það örugglega með þjófavörn og góðum skáp) og af mér sjálfum - meira að segja með Veiðimeistaranum :) Það sem er m.a. skemmtilegt við það er að menn koma til mín úti á skotsvæði - starta að spjalla óhikað - hafa skoðun á mínum græjum og spyrja og spyrja. Bara gaman.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

KOH

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af KOH » 13 Feb 2013 20:57

Silfurrefurinn skrifaði:Ágæti Sigurður.
Annað hvort er maður nafnlaus eða ekki. Það stoðar lítt að þora ekki að bendla nafn sitt við eina litla kvörtun. Annars er hún jafn marklaus og annað nafnlaust hjal, er það ekk? Skil þó ekki hvað það er við mín skrif sem fara svona í taugarnar á þér en hafðu ekki áhyggjur af því. Ég ætla ekki að ógna tilvist þessa spjalls nú og eða þinni meira en komið er og kveð ykkur með kurt og bí. (Enda eru þó nokkrir hér einnig á Hlaðvefnum sem talandi er við þótt þeir séu jafnvel nafnlausir þar)
Ég veit þú kemur ekki til með að sakna mín ljúfur

Over and out
Silfurrefurinn

Silfurrefur ég hvet þig til að vera ennþá á þessu spjalli, við nafnlausu erum hér í fullum rétti ;) meðan reglurnar breytast ekki 8-) , en munum að vera kurteysir og glaðir. :P
Svo lærir maður fljótt að leiða hjá sér sum innlegg :lol:

PS. Þetta er nú allavega annar þráðurinn á stuttum tíma þar sem spurt er um eitthvað :?: og þeir sem skrifa undir nafni skemma þráðinn með tali um nafn og nafnleysi :?

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Feb 2013 21:04

,,Blikkið"
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Feb 2013 21:11

Það má snúa öllu kæri KOH en því miður eru það þið sem gárið vatnið með því að virða að vettugi einlæga ósk um nafnbirtingu en það er rétt að enn er ekki skilda að skrifa undir nafni enn en ég hvet stjórnanda síðunar að gera það fyrr en seinna.
Ég hef gefið mér það sjálfur að ef 2 þræðir enn fara í vitleysu vegna nafnleyndarvesens þá mun ég þakka fyrir mig því það er gefið að þessi spjallsíða dettur niður á hlaðplanið fyrr en síðar eins og stjórnandinn ætlar að eyða óviðkunnlegum orðaskiptum þá eru margir sem munu vera búnir að sjá þau og gleyma ekki eins og ég veit mímörg dæmi um á hinni síðuni og Hjálmar hefur ekki undan að eyða.
Svo í stuttu máli fullt nafn takk eða rest er í höndum stjórnandans ég bara nenni ekki öðrum hlað vef .
Síðast breytt af Gisminn þann 13 Feb 2013 23:26, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Feb 2013 21:31

Mæl þú manna heilastur Gisminn :!: :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is


User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af TotiOla » 14 Feb 2013 01:09

Þetta er nú meiri dramatíkin!

Hvernig væri að búa til sér þráð þar sem nornaveiðar á nafnlausum geta haldið áfram.

Hér er verið að ræða um Browning auk annara riffla og aukahluta!
Mbk.
Þórarinn Ólason

KOH

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af KOH » 14 Feb 2013 08:56

TotiOla skrifaði:Þetta er nú meiri dramatíkin!

Hvernig væri að búa til sér þráð þar sem nornaveiðar á nafnlausum geta haldið áfram.

Hér er verið að ræða um Browning auk annara riffla og aukahluta!


VEL MÆLT, GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMMÁLA ;)


En fyrir þann sem stofnaði þráðinn finnst mér þetta miður og viðurkenni hér fávisku mína á Browning og skal hætta að setja fleiri innlegg á þennan þráð. :roll:

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Feb 2013 20:30

Þórarinn, af gefnu tilefni vil ég taka fram, til að taka af allan vafa!
Á þessu spjallborði eru, ekki stundaðar nornaveiðar,
ég endurtek, EKKI STUNDAÐAR NORNAVEIÐAR.
Misgáfuleg ummæli nafnlausra kýs ég að eyða eigi orðum á!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

arrinori
Póstar í umræðu: 11
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af arrinori » 14 Feb 2013 21:05

Ég sem þráðarhöfundur er löngu búin að gefa þennan þráð uppá bátin. Þetta var flottur þráður og í raun búin að segja allt sem að segja þurfti þó það sé alltaf gaman að fá fleirri álit og reinslusögur.

En það var skanski þarft að taka upp þessa umræðu sem í kjölfarið kom, en reindar ekki fyrsti þráðurinn sem að endar þannig. Ég lít svo á að það sé mjög gott að benda mönnum sem eru að skrá sig hér inn að skrifa undir nafni en ef að menn vilja það ekki þá er það í höndum vefstjóra að taka á því. Það út heimtir bara leiðindi ef að við ætlum alltaf að vera að jagast í mönnum sem að ekki skrifa undir nafni. Þeir sem það kjósa skulu frekar líta framm hjá innleggjum sem eru skrifuð af nafnlausum mönnum og láta vefstjóra sjá um rest.
Ég tók líka eftir því að ef menn ætla að skrifa inná "hleðslu" hluta spjallsins þá er skilda að skrifa undir nafni.
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Browning X Bolt

Ólesinn póstur af Morri » 14 Feb 2013 21:43

Væli um nafnleysi verður að linna! Annars er þetta búið.

Ef stjórnendur spjallsins koma ekki á nafnleysi, verðum við hinir að hætta að tala við þá sem ekki skrifa undir nafni ef við kjósum það.

Hver þráður af öðrum fer langt útfyrir sitt upphaflega svið, og þá alltaf í hundleiðinlega umræðu, sem virðist alls ekki geta linnt!
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Svara