Varmint for score Húsavík.

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03
Varmint for score Húsavík.

Ólesinn póstur af gylfisig » 17 Mar 2013 22:21

Í dag var haldið Varmint for score riffilmót á Húsavík.
Í fyrsta skipti sem riffilmót er haldið þar, var loksins langþráð logn !
En þá fylgdi sá böggull skammrifi að mæting var afar dræm.
Reyndar má segja að fyrirvari á mótinu var frekar stuttur, eða 2 dagar.
Hefði samt ekki átt að koma í veg fyrir að fleiri myndu mæta.

Það var engu að síður kærkomin tilbreyting að skjóta í logni.

Þrjú fyrstu kaliber.
6 BR Norma Tight neck. Kúla 68 Berger
6 PPC . Kúla 68 Berger
308 Win. Kúla 155 A max.
Viðhengi
20130317_153353_resized_1.jpg
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Varmint for score Húsavík.

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Mar 2013 22:28

Flott hjá ykkur og sé að það er enn til smá af þessu hvíta :-) Minn dagur fór í að flá einn sel sem féll fyrir litlu en banvænu cal kjöti og spiki pakkað og verður notað í hákarlabeitu og klærnar á framhreifunum verða þessi fínu hálsmen. og svo fóru 6 Hrafnar í sefnin og öðlast framhaldslíf uppstoppaðir á vonandi góðum stöðum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Finnurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:15
Skráður:24 Ágú 2012 12:21
Staðsetning:Akureyri

Re: Varmint for score Húsavík.

Ólesinn póstur af Finnurinn » 19 Mar 2013 19:50

Koma ekki meiri upplýsingar, heildarlisti yfir keppendur og stig??
Finnur Steingrímsson
finnasig@simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Varmint for score Húsavík.

Ólesinn póstur af gylfisig » 19 Mar 2013 20:15

Sæll Finnur.
Keppendur voru aðeins fjórir.
Skandall vegna þess að eins og segir í byrjun, þá var dauðalogn, sem er nú ekki vaninn, þegar við Húsvíkingar höldum riffilmót.
Reyndar var talsverð snjókoma sem gerði skyggni ekki 100 %
Við létum því 3 skífur duga = 15 skot.
Tvö efstu sætin voru með 150 stig og 9 x.
Þá varð að fara í bráðabana, sem þú kannast nú við :D
4. sæti 22-250 AI Savage.
3. sæti 3o8 win Tikka Varmint

Bráðabani


2. sæti 50 stig o x
1. sæti 50 stig 4 x.
Það verður að segjast að það kom mjög á óvart að fleiri skyldu ekki mæta til leiks, og er þetta lélegasta mæting sem við höfum séð, en reyndar var mótið auglyst með aðeins 2ja daga fyrirvara.
Því miður man ég ekki skorið hjá hinum keppendunum.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara