Skotfimi fyrir alla

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 01 Apr 2013 22:19

Skotfimi fyrir alla er eitthvað sem við eigum að geta sameinast um. Vissulega eru áhugasviðin mismunandi og ekki sjálfgefið að allir vilja vera á sama stalli. Það er í þessu sem og öðru sporti alltaf einhverjir sem vilja gera betur og eru tilbúnir til að ganga alla leið til þess.

Gott dæmi um það eru menn sem stunda Benchrest skotfimi. Í dag fékk gott tækifæri til að fylgjast með því og deildi ég skothúsi með þremur Benchrest skyttum. Eitt gekk þó jafnt yfir okkur alla sem vorum að skjóta í Hafnarheiði og gerði Kári ekki mannamun þar. Vindur var af Suð-Austri og missterkar hviður með.

Það voru ekki kjör aðstæður til að slá met eða reyna nýjar hleðslur. En ég fékk góða upprifjun á því hvernig veiðihleðslan mín færir sig til undan vindinum og er sáttur með mitt.
Ég gaf mér góðan tíma til að fylgjast með því sem skotfélagar mínir voru að gera ásamt því að gefa græjum þeirra góðan gaum. Ekki get ég annað sagt en að ég dáist af eljusemi og búnaði Bensaranna. Það er talsvert á sig lagt til að gera gott betra og í stuttumáli og einfaldaðri mynd þá voru þeir að gera á 300 metrum það sem ég er sáttur með á 100 metrum. Reyndar færi ég þetta aðeins í stílinn :lol:

Enda tel ég sanngjarnt að þeir fái eitthvað fyrir aurinn og alla þá vinnu sem liggur þar að baki. Svo kom mér Það Spánskt fyrir sjónir að horfa á þá góna á vindrellu og taka skotið á sama tíma. Fyrir utan mun á græjum og tilfæringum við skotfimina áttum við það allir sameiginlegt að setjast reglulega niður með heitt í bolla. Gleyma amstri dagsins og hafa gaman að því að skjóta hver með sínu nefi.

Ekki á ég von á því að ég komi til með að hella mér í þessa dellu og held mig áfram við veiðiriffla með það fyrirheit að fara oftar og æfa meira. Samt er það nú svo að þeir sem eru tilbúnir til að fara alla leið ryðja brautina fyrir okkur hina. Það má kannski líkja þessu við Formúluna þar sem vélar, smurolíur og hjólbarðar þróast svo yfir í að vera aðgengileg vara fyrir okkur hina. Við skotmenn fáum betri lása, gler og ný skothylki til að leika okkur með.

Þegar ég var krakki fékk ég ásamt systir minni að skjóta af gömlum 22 Rússa sem afi okkar átti. Sjónaukin var undarleg smíð og í grennsta lagi. En það skipti okkur ekki máli því að við höfðum ánægju af því að hitta eitthvað og ég játa það glaður í dag að systir var betri skytta. Með það að leiðarljósi hvet ég alla til að taka vel á móti þeim sem eru að taka sín fyrstu skref og samgleðjast hverjar svo sem græjurnar eru. Svo eru það þeir sem vilja fara alla leið og feta ekki alltaf slóð samferðamanna. Vekja jafnvel upp öfund þeirra sem fyrir eru og lenda á kannt við þá sem fyrir eru fyrir þær sakir einar að vilja gera betur en meðal Jón.
Síðast breytt af Sveinbjörn þann 01 Apr 2013 23:20, breytt í 1 skipti samtals.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Apr 2013 22:26

Þetta er hverju orði sannara.Og Kára gleyma byrjendurnir oft.Ég hef enn ekki orðið svo góður að skjóta á alvöru riffilbraut ennþá.Það er bara meid in sveitin :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af gylfisig » 01 Apr 2013 22:35

Fínn pistill Sveinbjörn.
En það er ekkert að því að sameina þessa tvo þætti, þ.e. nákvæmnisskytterí, og svo veiði.
Ég get alveg hugsað mér að betri árangur náist í veiði, með því að æfa/stunda bench rest lika.
Gaman hefði verið að sjá myndir frá deginum.
Reyndar held ég að ég hafi heyrt skvaldrið í ykkur í símanum í dag :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Bc3
Póstar í umræðu: 2
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af Bc3 » 01 Apr 2013 23:27

Flottur pistill :) en hvernig voru þessir rifflar á lítin sem voru þarna?
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 01 Apr 2013 23:37

Ég var með svartan með brúnni spýtu og hinn er SS með ljótu plasti.

Það var mun fallegri og betri litagleði hjá skotfélögunum og stóðu eigendunum sínum mun framar í útliti og glæsileika.

En því miður Gylfi þá er ég ákaflega ómyndarlegur og tregur til að brúka myndavélar.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af Bowtech » 02 Apr 2013 00:08

Flottur pistill hjá þér Sveinbjörn, sammála því sem þú segir. Of oft hefur maður heyrt og séð ríg af því að menn falla kannski ekki inn í þennann hóp eða hinn og menn gleyma aðal atriðinu að Skotfimi er fyrir alla óháð hvernig og í hvaða formi hún er stunduð. Ég hef gaman að öllu í kringum þetta sport en það er ekki þar sem sagt að maður fari alla leið eins og sumir gera alveg í minnstu smáatriði en það er líka bara fínt og ekkert að því.. Það sem skiptir mestu máli er að hafa gaman af og sjá aðra hafa gaman í því sem þeir eru að gera.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Bc3
Póstar í umræðu: 2
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af Bc3 » 02 Apr 2013 00:09

Hehe var einn gulur og einn grænn sem skiptist um lit i bláan og síðan fjólubláan?
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 02 Apr 2013 01:46

Já.. það er hægt að læra mikið af flestum benchrest mönnum og virkilega gaman af "bullinu" í þeim ;)
Vindur hefur meiri áhrif á kúluna heldur en flestir gera sér grein fyrir !
Sveinbjörn V. Jóhannsson

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af johann » 02 Apr 2013 09:33

Það var einn svona bennsari með vindrellur þarna suðurfrá þegar ég var að prófa hleðslur. Þá verður manni ljóst í hverju það felst að skjóta af einhverri nákvæmni við íslenskar aðstæður - að lesa vind. Það ættu allir sem eftir sig leggja að geta skotið með nokkurri nákvæmni á lóðréttan ás, en til að ná nákvæmninni á láréttum þarf læsi á vindinn. Rellurnar gerðu manni það kristalljóst hvað vindurinn getur verið breytilegur, hávaðarok á 120 m en logn á 50m og 200m.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 02 Apr 2013 22:01

Sæll Sveinbjörn.
Kærar þakkir fyrir skemmtilegan, góðan og málefnalegan pistil.
Að taka vel á móti nýliðunum og þeim sem eru að kynnast sportinu er það sem við á Króknum höfum lagt áherslu á, mörg undanfarin ár. Það skilar sér vonandi síðar, okkur öllum til hagsbóta.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Lundakall
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Skotfimi fyrir alla

Ólesinn póstur af Lundakall » 03 Apr 2013 22:06

Sæll Sveinbjörn
Skemmtilegir og vel skrifaðir pistlar sem þú ert að setja inn.
Meira svona. Takk.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

Svara