Útreikningur á skori

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Útreikningur á skori

Ólesinn póstur af Björn R. » 16 Apr 2013 16:31

Góðan og blessaðan daginn

Getur einhver útskýrt fyrir mér eða bent á vefslóð þar sem útreikningur á skori er kenndur þegar verið er að skjóta í mark með riffli.
Ég á einfaldlega við þegar skotið er á skotskífu, hvernig er þetta reiknað?

Með fyirfram þökk
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Björninn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Útreikningur á skori

Ólesinn póstur af Björninn » 16 Apr 2013 20:00

Ég er nú enginn sérfræðingur, en skilst þetta sé ákaflega einfalt. Skífan hefur 10 misstóra hringi þar sem innsti hringur gefur 10 stig, og sá ysti 1. Þú færð svo stig fyrir minnsta hringinn sem skotgatið snertir fyrir hvert skot. Stigin eru svo lögð saman, sem gefur heildarskor. T.d. gefur skífan hér að neðan 49 stig þar sem 4 göt snerta innsta hring, og 1 þann næst innsta:
hreindyr/skotprofin-t1250.html

Svo getur vel verið að þetta sé mismunandi eftir greinum. :p
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Útreikningur á skori

Ólesinn póstur af Björn R. » 17 Apr 2013 08:45

Ok ekki flóknara en það. Ég hélt kannski að það væri einhver stuðull til margföldunar eftir færum. Gaf mér að það væri erfiðara að skjóta svona á 300m en 100m og því fengju menn ákveðið "handikapp" fyrir lengra færi. En það er kannski ekki

Takk fyrir þetta
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Baldvin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Útreikningur á skori

Ólesinn póstur af Baldvin » 17 Apr 2013 09:03

Skífur eru venjulega hafðar stærri eftir því sem færið lengist, þar með er svona forgjöf óþörf.

Eða þá að það er hluti keppninnar að hitta sama skotmark á lengri færum eins og í refakeppnunum t.d.

Svo er til í því að færinu sé haldið því sama en skotmörkin sköluð til til að líkja eftir mismunandi færum, þetta er t.d. mjög hentugt innanhúss þar sem löngum færum er ekki til að dreifa.
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Útreikningur á skori

Ólesinn póstur af Björn R. » 17 Apr 2013 12:31

Það hlaut að vera. Kærar þakkir
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Svara