Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Feb 2011 08:18

Á síðasta þingi Benchrest-sambandsins eða IBS var samþykkt að leyfa hlaupbremsur (muzzle brakes) á riffla í þungum flokki. Áður hafði verið leyft að nota hlaupbremsu í léttum flokki en þetta var gert m.a. af þeirri ástæðu að menn gætu notaði léttari rifflana til keppni í þungum flokki og því keppt í báðum flokkum með sama rifflinum og því ekki þörf á að eiga tvo dýra riffla.

Einnig voru reglur hertar í kringum vindflögg og reglum breytt með met sem eru slegin.

Fundargerðina má nálgast hér.

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 14 May 2013 23:41

Nú væri gaman að velta þessu betur fyrir sér. Sérstaklega af því að það sem gert er í BR skilar sér oftar en ekki til okkar almennu skotmanna.
Sjálfur ég gaman af 222rem og oft velt því fyrir mér hvort að hlaupbremsa yrði til þess að ég ætti auðveldara með að sjá ákomuna. Mig langar sem sagt að sjá gatið koma á pappann og halda rifflinum í miði þegar skotið er á bráð. Nú eru þessi minni cal. 22 og 6mm sem hafa oftar en ekki hafa verið notuð í BR á umliðnum áratugum ekki þekkt fyrir að slá og allra síst með þungum rifflum.

Er kannski einhver hér á spjallinu búinn að prófa þetta :?:

Sjálfur hef ég prófað hlaupbremsu á 6,5x55 og fékk meiri hávaða og miklu minna bakslag. Nú fæ ég þá tilfinningu að ég sé ekki vinsæll í skothúsi og ekki eftirsóttur sessunautur.
Nú vantar okkur snilling sem hannar hlaupbremsu á smærri cal sem minkar bakslag og losar okkur við þessar aukaverkanir sem gera okkur óvinsæla í skothúsum. Með öðrum orðum þá ég við hlaupbremsu sem ekki eykur hávaða.

Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki að tala um hljóðdeyfir því að þeir eru ekki leyfðir.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

bjarniv
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af bjarniv » 15 May 2013 00:35

Þeir eru búnir að gera eitthvað svona í Ameríkunni sem á eiginlega ekkert að auka hávaðann.
http://www.muzzlebrakes.com/Default.aspx

Og hérna er einhver sem prófaði þetta með dB mæli.
http://forums.accuratereloading.com/eve ... /803107706
Kveðja Bjarni Valsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af gylfisig » 15 May 2013 01:01

Ég hef notað, og á muzzle brake á TRG 42.
Í stuttu máli, þá gafst ég algjörlega upp á því að nota þetta á rifflinn. Algjörlega ónothæft inni í riffilhúsum, og svo ég tali nu ekki um, á veiðum. Mér nægði ekki að vera með eyrnahlífar, heldur varð að nota eyrnatappa líka, þegar skotið var inni í riffilhúsinu. Kunningi minn gleymir því líklega seint þegar hann skaut úr rifflinum úti, með breikið á. Hann notaði ekki heyrnaskjól.
Í dag nota ég hljóðdeyfi, meðal annars á 6,5x47, og það er algjör bylting.
Þarf ekki svoleiðis á riffil í 6 BR með hv hlaupi. Hann haggast ekki.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af karlguðna » 15 May 2013 15:21

sælir allir , eg verslaði á netinu teikningu af hljóðdeyfandi hlaupbremsu af íslenskum hönnuði en hafði ekki vit á að prenta teikninguna út úr tölvunni sem hrundi með látum og þessi teikning var eitt af því sem glataðist, ég man bara ekki kvað kappinn heitir sem seldi mér þessa hönnun en mig minnir að hann heiti Birgir , eru ekki einhverjir sem þekkja þetta mál ? ég verð nú að segja að ég er ekki viss um að þetta virki en kannski er einhver þarna úti sem hefur prófað þetta og þekkir af reynslu ? ef satt reynist þá er þetta tær snylld.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af Björn R. » 15 May 2013 15:41

Birgir Rúnar Sæmundsson?
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 May 2013 19:42

Einhversstaðar á ég þessa teikningu og reyndar dempara líka eftir henni.

Þetta er ekki gáfuleg útfærsla af dempara, einfaldlega of flókin án gagns. Eins og einn góður maður sagði: "Hann ætti nú bara að halda sig við það sem kann, hann Birgir".

Muzzlebrake í hljóðdeyfi gerir ekkert gagn, demparinn sjálfur er muzzlebrake.

Ekki það að bakslagið úr 7mm rem mag er svona eins og úr .222 þegar búið er að skrúfa demparann á.
Sindri Karl Sigurðsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af karlguðna » 15 May 2013 20:06

Sindri þú hefur sem sagt prófað þessa útfærslu??? mér fannst hún reyndar of góð til að vera sönn en maður veit ekkert um málið nema að prófa !! ég segi reyndar ef bakslagið minkar eitthvað að ráði og óhljóðin líka þá þætti mér heilmikið unnið, enþað væri gaman að "heyra" frá fleirum ef einhver hefur reynslu af apparatinu.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 15 May 2013 22:05

Smá ótengt BR en tengt bremsu/deyfi umfræðunni.
Þá er til deyfir sem er hannaður fyrir .50 og er hann s.s. deyfir fyrst og svo kemur bremsa á endann.
Mynd
-Dui Sigurdsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 May 2013 23:20

Það er hægt að lesa sig vitlausann í þessum fræðum. Það hlýtur að vera ástæða fyrir þessari útfærslu á .50 cal, í þeirri sem ég er að tala um er bremsan inni í kútnum. Hún hefur ekkert þar að gera.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 15 May 2013 23:42

Nei ég vissi einmitt hvaða útfærslu þú varst að tala um, en svona útfærslu væri gaman að prufa á centerfire riffli.
-Dui Sigurdsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af E.Har » 17 May 2013 09:23

Valur Ricter og Gummi valda hönnuð mjög skemtilega bremsu sem var lokuð og hennti hljóðinu fram.
Uppbyggingin var að sumuleiti lík mini hljóðdeyfi og minkaði hljóðið til skyttunnar en ekki bráðarinnar, svo það er ervitt að skilgreina braikið, það hafði deyfandi áhrif í skothúsinu en ekki framan við hlaup! :?

Hvenær er brake brake og hvenær deyfir!
Ég vil meina að þeirra vertion sé brake, en svo hitt að ef Ögmundur hefði ekki farið að breyta löggjöfinni og þrengja að markbyssum og söfnurum þá hefðum við fengið nýja skotvoppnareglugerð, þar sem deyfar eru leifðir! :evil: :twisted: :twisted:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

SPP
Póstar í umræðu: 1
Póstar:13
Skráður:17 May 2012 20:03

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af SPP » 17 May 2013 13:25

Sælir

Er þá búið að taka dempara útúr reglugerð núna?

Þessi teikning af sambyggðri hlaupbremsu og dempara, þ.e. þessari íslensku, er einhver ykkar með hana á tölvunni og getur sent á mig?

svavar.pall@gmail.com
Svavar Páll Pálsson
Redneck

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af sindrisig » 17 May 2013 18:52

Ég er með hana en er lítið fyrir það að setja annara manna verk á netið. Meðfylgjandi er mynd af te-síunni en ef þið viljið komast nær þessu þá farið þið bara inn á byssur.com.
Síðast breytt af sindrisig þann 11 Apr 2015 18:02, breytt í 1 skipti samtals.
Sindri Karl Sigurðsson

agustbm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:38
Skráður:31 May 2012 16:52

Re: Hlaupbremsur leyfðar í Benchrest

Ólesinn póstur af agustbm » 20 May 2013 12:08

Sælir félagar,
Hérna kemur ein útfærsla, reyndar bara hefðbundið Muzzle break. Annars eru þessir hlutir ekkert sérstaklega skemmtilegir að minni reynslu ;)
Viðhengi
m.break.png
m.break.png (37.86KiB)Skoðað 1870 sinnum
m.break.png
m.break.png (37.86KiB)Skoðað 1870 sinnum
Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon

Svara