SKAUST, Refur 2013 úrslit

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 May 2013 23:24

Ég tek mér það bessaleyfi að stela þessu og setja hérna inn 8-) Góð vísa er sjaldan of oft kveðin :D

Þá hefur SKAUST Refurinn 2013 verið krýndur eftir æsispennandi og fjölmennt mót á skotsvæðinu að Þuríðarstöðum í dag. 19 keppendur mættu og skutu á refalíkön og skífur í sól og vindi.
Karl Jónsson frá Akureyri stóð uppi sem sigurvegari, Kristján Arnarson, Húsavík var í öðru sæti og Eyjólfur Skúlason hélt uppi heiðri Héraðsmanna og varð í því þriðja. Sigurður Aðalsteinsson, Fljótsdalshérði skaut best á lengsta færinu og fékk verðlaunapening fyrir vikið.
Frábært mót með góðu fólki. Úrslit og myndir væntanleg á heimasíðu SKAUST fljótlega!
Skrifað af Hjalta Stefánssyni mótsstjóra.

http://skaust.net/refurinn-2013-urslit/
Viðhengi
Refur2013_heidur_osk.jpg
Frá vinstri: Sigurður Aðalsteinsson, Kristján Arnarson, Karl Jónsson og Eyjólfur Skúlason. Mynd Heiður Ósk aðstoðarmótsstjóri/stigavörður
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 May 2013 23:47

Til hamingju með þetta Sigurður, ekki dónalegur titill að vera langdrægasta skyttan austan alpana árið 2013!

Gaman að sjá hvað margir mæta þarna fyrir austan og Norðlendingar að vanda duglegir að leggja land undir fót!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 May 2013 01:20

Flottur og til hamingju með skotið :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af jon_m » 26 May 2013 02:02

Svona á að skjóta ref á 400 metra færi í strekkings vindi.
Viðhengi
IMG_6116-001.JPG
Sigurður Aðalsteinsson Refabani
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af sindrisig » 26 May 2013 08:55

Ekki var hann vambaður þessi.... var ekki vindur frá snoppu að rófu?
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 May 2013 15:32

Ég held að þetta heppnisskot sé alfarið Krístjáni Arnarsyni að þakka 8-) Þessi öðlingur reiknaði út fyrir mig rétt fyrir keppnina hvað kúlan í rifflinum hjá mér félli mikið á 400 metra færi og reyndar fleiri færum, miðað við gefnar forsendur, kúluþyngd (95 gr.) hraða (3400 fet p. sek.) og núllstillingu (160 m.).
Útkoman var að kúlan félli 53 cm. á 400 metra færi, svo ég tók bara nokkra máva yfir og það dugði mér vel ;)
Takk kærlega fyrir aðstoðina Kristján :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

kra
Póstar í umræðu: 2
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af kra » 26 May 2013 20:14

Verði þér að góðu Sigurður. Hefði betur lesið rétt af minu appi :) fyrir 280 mtr. Kvikindið. En held það se skýring a þvi. Var að reikna með feitri og pattaralegri tófu á Þeistarreykjum þá hefði kúlan verið vel inni :D en þetta var austfirsk horrengla og þvi straukts kúlan við hrygginn... En mjög gaman a þessu móti. Takk fyrir mig.
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 May 2013 21:16

Það er komið myndband frá Hjalta og Heiði á youtube.
http://skaust.net/refurinn-2013/
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 27 May 2013 20:16, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af jon_m » 26 May 2013 22:15

Hvað voru menn að reikna með miklum vindi ? Þ.e. þeir sem hittu eitthvað.
Mér sýnist á mínu skori að ég hafi eitthvað misreiknað vindinn.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

kra
Póstar í umræðu: 2
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af kra » 26 May 2013 22:20

Ekkert mjög mikið, nema kannski uppá 300 mtr, þar skildist mér að slái niður vindstreng :?:
300-400 kannski ca 10-15 cm
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 May 2013 23:13

Á tófumótinu hjá okkur í morgun, skutum við lengst á 561 metra færi við afar erfiðar aðstæður í hliðarvindi sem var mjög misjafn alla leið og rigningu. Ég reiknaði vindin rétt en vantaði nokkra cm upp á hæðina. Vindrek rétt um 1 meter á þessu færi með mínu litla cal.

Menn eru alltaf að nálgast löngu færin betur og voru nokkuð margir sem voru á blaði á þessum færum, en reiknuðu ýmist með of miklum vindi eða ekki réttu falli.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 2
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 26 May 2013 23:31

Hrikalega eru þetta skemmtileg mót alltaf já. :D
Jón Magnús. Kúlurnar mínar (6mm/87grain á 3143fs) voru að reka vel undan vindi á stuttu færunum og þar var ég feila mest.
td. á 135m miðaði ég á miðjuna en kúlan rétt slapp inni þar, svo það hafa verið 8-10cm eða meira rek.
Ef götinn rétt utan við línuna á 222 og 270 metrunum voru eftir mig, þá rak kúluna yfir allan refinn 20-25cm. Maður var bara svo vitlaus að gleyma því að miða bara vel upp í vindinn, til að kúlan væri örugglega inni.. Það þarf ekkert að hitta miðjuna á plastrebbunum !! :x
Var með ca.35 sm þar sem ég hitti í miðjuna á 390m. Var svoldið hissa samt að sjá ekki neitt kúlugat á blaði á 400. :roll: það var eina færið sem sást ekki gat.
Miðað við þetta allt þá var meiri vindur nær skothúsinu á meðan seinasti riðillinn var að skjóta!
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af E.Har » 27 May 2013 00:02

Frabært og til lukku :-) :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 2
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 27 May 2013 20:47

Nú jæja! það er kominn eðlileg skíring á þessu með stuttu færin hjá mér.. Var að stilla sjónaukan til baka á núll áðan og hann var á 8 klikkum L, en hefði átt að vera á R.
Ég gafst upp á að klikka vindinn á 222metrum og fór að nota mildot krossinn eftir það, þá hef ég farið að leiðrétta vitleysuna sem ég byrjaði á ! Svo vindrekið á 390 metrunum hefur eftir allt ekki verið nema ca.15-20cm.
Hefði kannski betur notað mildot krossinn í allt, eins og í fyrra.
Allt fer þetta í reynslubankan hjá mér og vonandi ykkur sem lesa þetta ;)
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af jon_m » 16 Jun 2013 21:42

Þeir sem vilja fá sendar myndir af sínum skotskífum geta sent mér netfangið sitt.
Ef þið vitið netföng annarra keppenda þá megið þið senda mér þau líka.

kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 17 Jun 2013 08:45

Frábært framtak Jón, gaman að velta sér upp úr eigin mistökum og kanski getur maður lært eitthvað af þeim, td að lesa vind án flagga.
Viðhengi
3-3-400-Siggi Kári.JPG
400 m rebbi, vindur stórkoslega ofmetinn.
3-3-400-Siggi Kári.JPG (83.68KiB)Skoðað 2347 sinnum
3-3-400-Siggi Kári.JPG
400 m rebbi, vindur stórkoslega ofmetinn.
3-3-400-Siggi Kári.JPG (83.68KiB)Skoðað 2347 sinnum
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jun 2013 10:50

Sæll Jón, best að nýta sér þína góðu þjónustu!
Mitt netfang er sa1070(at)simnetis
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

KarlJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: SKAUST, Refur 2013 úrslit

Ólesinn póstur af KarlJ » 17 Jun 2013 11:24

Sæll Jón, það væri gaman að sjà skífurnar.
moasida(att)gmail.com
Kveðja Karl Jónsson.
Karl Jónsson. Akureyri.

Svara