Skotkop -refur Rebbi er að dreifa sér um landið :-)

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Skotkop -refur Rebbi er að dreifa sér um landið :-)

Ólesinn póstur af E.Har » 28 May 2013 08:57

Refurinn breiðist um allt land, og að hætti Skaust manna þá var skotkóp
með sambærilega keppni. 8-)

http://www.skotkop.is/images/stories/sk ... urslit.pdf

Glæsilegt framtak :mrgreen:
gaman að sjá kvaða græjur menn eru að nota og einnig gaman að sjá skorin.
Kannski að maður treysti sér til að skjóta á móti þessum í góðu tómi. :oops:

Í það minnsta frábært, svo þarf þetta að breiðast um landið bæði norður og vestur og enda sem landsmót ;)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Skotkop -refur Rebbi er að dreifa sér um landið :-)

Ólesinn póstur af johann » 30 May 2013 22:48

Hvernig í ósköpunum fór þetta fram hjá mér? ***facepalm***
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

GummiValda
Póstar í umræðu: 1
Póstar:17
Skráður:05 Mar 2013 20:31
Fullt nafn:Guðmundur Valdimarsson

Re: Skotkop -refur Rebbi er að dreifa sér um landið :-)

Ólesinn póstur af GummiValda » 31 May 2013 22:14

Mér lýst vel á það Einar að það verði sett upp landsmót í þessu. Þetta er alveg þrælskemmtilegt. Við verðum með vísir að svona móti í sumar.
Guðmundur Valdimarsson
Ísafirði
Sími 8614694
g.valda@simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotkop -refur Rebbi er að dreifa sér um landið :-)

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 31 May 2013 23:40

Smá leiðrétting Einar, þó þetta skipti náttúrulega engu máli þannig séð. En réttara væri að segja að skaust menn héldu mótið að hætti skotkóp manna.

Þetta mót er hugarfóstur varaformans Skotfélags Kópavogs, Jóns Péturssonar mínka og refabana. Ég hef verið viðloðandi þetta mót allt frá upphafi og skrifaði upphaflegu reglurnar eftir spjallfund þeirra sem stóðu að fyrsta mótinu.

Skaust menn höfðu svo samband við Jón Pétursson til þess að fá upplýsingar um mótið og upphaflegu skífuna. Þeir hafa svo þróað sínar reglur eftir sínu höfði en mér sýnist textinn minn vera á heimasíðu þeirra með örlitlum breitingum.

Þeir hafa t.d. þróað annað stigakerfi sem er kannski sanngjarnara fyrir þá sem hitta vel á lengri færunum, skotið standandi í eitthverjum mótana á tveimur færum ef ég man rétt o.s.frv. á meðan við höfum haldið meira í einfaldleikan og breitt reglunum mjög lítið frá fyrsta mótinu.

Ef menn hefa áhuga á því að halda svona landsmót þá er ég til í þá umræðu, en Jón Pé hefur oft talað um að það væri gaman að halda svona mót á sama tíma í öllum landshlutum, eftir sömu reglum.

Gallinn er að erfitt getur verið að samræma veðurskilirði.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotkop -refur Rebbi er að dreifa sér um landið :-)

Ólesinn póstur af E.Har » 02 Jun 2013 17:39

Þarf nokkuð að samræma veðrið :mrgreen:

svo mætti þetta vera mótaröð, þannig að hörðustu fíkklarnir gætu fundið tilliástæðu til að þvælast landshluta á milli :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara