Vindrellur.

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03
Vindrellur.

Ólesinn póstur af gylfisig » 17 Jun 2013 12:15

Skotfélag Húsavíkur festi nýlega kaup á vindrellum fyrir riffilsvæðið, og voru þær prófaðar í morgun.
Við Kristján mættum á riffilbrautina, í strekkingsvindi, og talsvert mikilli tíbrá.
Svona vindrellur eins og félagið keypti, gefa hugmynd um hvað vindurinn er stór faktor í riffilskotfimi, og eru nauðsynlegar þegar skotið er úr nákvæmum rifflum,m.a. í grúppu og skor keppnum.
Skotið var á 100 m. með Artic Eagle cal 6 PPC og Sako/krieger 6 B-R tight neck.
Sjónaukar: Nightforce 8-32 BR og Sightron 10-50x 60.
Báðir með 68 grs Berger kúlur.
Grúppurnar okkar voru ekki á heimsmælikvarða í þetta skiptið :D en auðvitað var ekkert að marka, þar sem við vorum að læra á rellurnar, vindurinn talsverður, og mikil tíbrá... sem sagt.. bara svindl, og ekkert að marka :D
Í leiðinni lögðum við drög að innanfélagsmóti, sem bera mun heitið, "Einn mávur yfir" og mun það vonandi verða haldið í kringum 20. júli.
Allir rifflar leyfilegir nema Bench rest rifflar.
Fyrirkomulag: Skotið samkv. hreindýraprófi á 100m. 200m. og 285 m.
5 Skot á hvert færi.
ATH. Innanfélagsmót.
Viðhengi
16062013452.jpg
16062013452.jpg (122.64KiB)Skoðað 1356 sinnum
16062013452.jpg
16062013452.jpg (122.64KiB)Skoðað 1356 sinnum
Síðast breytt af gylfisig þann 17 Jun 2013 13:05, breytt í 1 skipti samtals.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vindrellur.

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Jun 2013 12:18

Glæsilegt og til hamingju með flottan búnað. Væri gaman að vita hvaðan þig pöntuðuð og á hvað mikið.

Verður gaman að heyra af þessari nýju keppni hjá ykkur svo :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Vindrellur.

Ólesinn póstur af gylfisig » 17 Jun 2013 12:29

.
Viðhengi
17062013454.jpg
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vindrellur.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jun 2013 14:20

Flottir Húsvíkingar

Það verður gaman að sjá þetta mót þróast hjá ykkur, öll mót sem eru skotin svona á nokkrum færum án sighterskota eru til þess að menn pæla meira hvernig græjur og vindur virka.

Þetta verður væntanlega skotið á UST skífur?

Maður er strax orðinn spenntur að sjá hvernig þetta fer hjá ykkur...

Ég fór í Hafnir um daginn í góðu veðri að prófa Sierra ProHunter á bæði 300 og 400 metrum, skotið á UST æfingarskífur. Í stuttu máli var fall á báðum færum hjá mér. 4 af 5 á 300 metrum inná skífunni og 3 af 6 á 400 metrum. Öll voru þau samt à blaðinu en gekk misjafnlega að reikna vindinn.

Ég verð mjög sáttur þegar ég næ prófinu á 3, 4 og 500 metrum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

kra
Póstar í umræðu: 2
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Vindrellur.

Ólesinn póstur af kra » 17 Jun 2013 17:52

Sæll Magnús. Vertu í sambandi við mig í 8655060.
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

kra
Póstar í umræðu: 2
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Vindrellur.

Ólesinn póstur af kra » 17 Jun 2013 18:01

Hér er Arctic Eagle minn í 6mm PPC. Sprautaður af Ýrr Baldurs. Hann er ekki fullkláraður, verður kláraður í haust. Nánar síðar
Viðhengi
Arctic Eagle 002.JPG
Arctic Eagle 002.JPG (184.07KiB)Skoðað 1278 sinnum
Arctic Eagle 002.JPG
Arctic Eagle 002.JPG (184.07KiB)Skoðað 1278 sinnum
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

Svara