Fyrsta æfingin í 50 metra riffli

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Fyrsta æfingin í 50 metra riffli

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Jul 2013 00:07

Eftir mótið þá smitaðist maður svolítið og dróg fram Otteruppinn sinn í 22.LR til að taka smá æfingu

Eftir að ég var búin að stilla hann inná 50 metra með resti tók ég tvær seríur eða 20 skot. Ég var ekki með ól eða neinn stuðning, aðeins liggjandi á tjalddýnu. Held að ég sé bara þokkalega sáttur miðað við fyrstu skotin en greinilegt að maður þarf æfingu og leiðsögn til að hækka skorið. Og auðvitað ólina.

Notaði svo TargetScan appið til að reikna út scorið og búa til þessar myndir. Maður einfaldlega tekur mynd af skífunni þannig að ljós komi í gegnum götin og appið sér um rest.
Image-1.png
Fyrsta sería
Image-1.png (414.73KiB)Skoðað 898 sinnum
Image-1.png
Fyrsta sería
Image-1.png (414.73KiB)Skoðað 898 sinnum
Image-2.png
Önnur sería, 20 skot á henni
Image-2.png (415.81KiB)Skoðað 898 sinnum
Image-2.png
Önnur sería, 20 skot á henni
Image-2.png (415.81KiB)Skoðað 898 sinnum
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fyrsta æfingin í 50 metra riffli

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 22 Jul 2013 00:17

Sæll Maggi

Þetta er ágætt hjá þér, eitthverstaðar verða menn að byrja, þú veist að þú ert alltaf velkominn að kíkja í Digranesið þegar æfingar verða komnar á fullt þar í vetur. Þar er til nóg af mönnum sem geta leiðbeint þér með fyrstu skrefin.

Þessa grein er ekki hægt að skjíta með neinum árangri öðruvísi en að hafa ól og helst jakka líka.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrsta æfingin í 50 metra riffli

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Jul 2013 00:19

Takk fyrir það Stefán.

Stefni á að kíka á ǽfingar til ykkar í vetur. Munar um aðstöðuna þótt þetta dugi svona yfir hásumarið til æfinga.

Væri einmitt gott að fá leiðsögn í þessu. Stefni á að skjóta svolítið áfram en er að kanna með ól. Gaman að æfa sig svona, bæta svo ólinni við og sjá og finna muninn og svo koll af kolli. Fann að riffillinn seig í og alltaf leitaði hann til hægri og niður, eins og grúppan sýnir. Grunar að þar sé ólarleysinu um að kenna.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara