Hvað er MOA?

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hvað er MOA?

Ólesinn póstur af maggragg » 23 May 2014 16:42

Margir velta fyrir sér hvað MOA er en það er mikið notaði í hugtak í riffilskotfimi. MOA stendur fyrir Minute Of Angle eða Mínúta úr gráð. Eins og við vitum er ein mínúta 1/60 út mælieiningu. Það þýðir að 1 MOA er 1/60 út gráðu ( úr 360°kerfinu ). Það vill svo heppilega til að á 100 yördum ( 91,4 metrar ) samsvarar það 1.047 tommu (2,66 cm) og því er oftast talað um 1" á 100 yördum sem MOA en það er mjög nálægt því.

Mynd

MOA er mjög þægileg mælieining til að nota í skotfimi þar sem stærðin er í réttu hlutfalli við fjarlægð. Þannig að á 200 yördum er 1 MOA um 2" og 3" á 300 yördum. Flestir sjónaukar eru með stillingum á þann veg að 1 klikk er annaðhvort 1/4" á 100 yördum eða 1/8" á 100 yördum. Þetta er kallað MOA stillingar eða 1/4 MOA sem dæmi. Hinsvegar getur verið munur á stillingum og þá er oft talað um sjónaukin sé með hreina MOA stillingu ( 1,047" á 100 yördum ) eða tommur á 100 yördum. Það er ekki mikill munur og oft er innbyggð skekkja í stillingabúnaði sjónauka meiri en sem þessu nemur. Því er oftast talað um MOA stillingar.

MOA er sú eining sem mest er notuð til að mæla nákvæmni riffla. Það er tala um að riffill skjóti undir 1 MOA, eða grúppan hafi verið 1/2 MOA. Þetta segir hversu litla grúppu riffillinn skýtur. Ef riffill eða hleðsla er sögð skjóta undir MOA þýðir það að riffillinn getur skotið kúlum í þyrpingu sem er minni en 1.047" á 100 yördum. Það þýðir jafnframt að á 200 yördum grúppan er undir 2" og 3" á 300 yördum. Þetta er einföld leið til að gefa í skyn hversu góður riffillinn eða skotin eru og því vera skyttur að þekkja þetta hugtak. Í raun er þetta aðeins flóknara en þetta þar sem stærð grúppu stækkar ekki í réttu hlutfalli við fjarlægð heldur í hlutfalli af tíma en um það verður fjallað í annari grein. Þetta er þó nægjanlegt flestum og gefur góða hugmynd um það sem er riffillinn er að skila.

Margir hafa einnig heyrt um MIL, MILIRADIAN eða MRAD en það er sambærileg eining úr metrakerfinu. Í raun fer sú eining eftir sömu reglum og MOA nema 1 MRAD er sama og 10 cm á 100 metrum. Flestir sjónaukar með MRAD turna eru með stillingum í 0,1 mrad sem er 1 cm á 100 metrum. MILDOT krossar eru algengir í sjónaukum en það eru krossar sem notast við MRAD kerfið og bilið milli punkta er í MRAD. Þetta er notað sem fjarlægðarmælir. Ekki verður farið frekar í MRAD kerfi í þessari grein en það er efni í aðra grein.

Til að útskýra MOA yfir í metrakerfið þá eru hérna nokkrir punktar sem gott er að vita:

1/4 MOA er 0,727 cm á 100 metrum
1 MOA er ~2,9 cm á 100 metrum

Hérna er ágætt skýringarmyndband um þetta málefni:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VA2PZBD5 ... r_embedded[/youtube]
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hvað er MOA?

Ólesinn póstur af karlguðna » 23 May 2014 21:41

takk aftur ,, hef einmitt verið hlustað á kanann ,,, bara nokkuð góður,,
gott að fá þetta á íslensku,, :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara