Riffilmót Skaust.

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03
Riffilmót Skaust.

Ólesinn póstur af gylfisig » 03 Ágú 2013 20:43

Auglýsing samkv. beiðni Hjalta Stef.

Laugardaginn þann 10. ágúst nk heldur SKAUST Varmint for score mót á svæði félagsins. Keppt verður á 100 og 200 metrum og sigrar sá sem hlýtur flest stig samanlagt á báðum færum. Einnig verða verðlaunapeningar fyrir hvort færi. Skotið verður 25 skotum á hvort færi, samtals 50 skotum.

Mótið er stílað inn á lengra komna, þ.e. Bench Rest skyttur, en allir geta þó tekið þátt. Undirritaður hefur útvegað sumarbústað sem keppendur geta deilt með sér og þannig gist ódýrt. Samtals 8 rúm í boði þar.

Boðið verðu upp á grill á mótinu og meiningin að hittast svo á veitingastað eftir mót í spjall og næringu.

Nú þegar eru 8 skráðir til leiks og þar á meðal SKAUST- meistarinn 2012, Sig Hall. Skráningu lýkur á föstudaginn 9 ágúst kl 23:59

Mæting á svæðið kl. 8.00 og stefnt á að byrja að skjóta kl. 9.00

A.T.H: MUNIÐ EFTIR AÐ KIPPA GÓÐA SKAPINU MEÐ !

Skráning á http://www.skaust.net og frekari upplýsingar í 861 7040.
Hjalti Stefánsson.



SKOÐIÐ:

http://youtu.be/XFAUCaoOv9w

Tags:
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara