Íþrótt fyrir alla?

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Íþrótt fyrir alla?

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 11 Ágú 2013 22:39

Íþrótt fyrir alla er oftar í orði frekar en á borði. Nú er það svo að flestar keppnisgreinar hafa þann annmarka að líftími keppanda er mis langur. Þá á ég að sjálfssögðu ekki við um þá stund sem keppendur hverfa og láta hvílast á sex fetum.
Fótboltamenn renna sitt skeið upp úr þrítugu mis illa leiknir eftir spörk og tæklingar. Kraftajötnar enda gjarnan sem auglýsingafígúrur fyrir skyr og aðrar heilsusamlegar vörur. Stelpurnar okkar verða ekki langlífar í sínu sparki og sennilega kemur ýmislegt til þar.

En svo skemmtilega vill til að þeir sem stunda svokallaðar kúlugreinar eru að frameftir öllum aldri og við fyrstu sýn má ætla að fimmtugir og þaðan af eldri séu bara að bæta sig. Þegar rennt er augum yfir keppendur í BR-skotfimi má sjá kunnugleg nöfn í efstu sætum. Sama á við um keppendur sem tóku þátt í 300 metra keppni hjá Skotdeild Keflavíkur.
http://www.keflavik.is/skot/frettir/urs ... ffil/9164/

Nú er það svo að oftar en ekki telur almenningur það ekki til íþróttar að fara á skotæfingarsvæði og iðka skotfimi. Það er gjarna litið á okkur sem stráka sem hafa gaman að því að skjóta út í loftið. Þetta er smátt og smátt að breytast og tel ég þá góðu ákvörðun að skikka menn í áberandi liti á skotsvæðum farsæla. Það eitt að menn séu í sama áberandi lit á riffilsvæðum skapar annað viðhorf.

Oft hef ég dáðst að hestaíþróttafólki sem leggur mikið upp úr fallegum keppnisklæðnaði nú síðast með okkar ágætu Forsetafrú.
Ekki ætla ég að gerast svo djarfur að leggja til ríkisfatnað á skotmenn og vonandi hafa flestir vit á því að klæða sig eftir aðstæðum hverju sinni. En legg það til að stjórnarmenn í skotfélögum gefi sér tíma til að íhuga þann möguleika að vera með leiðbeinandi reglur um fataval í riffilgreinum. Það mun gefa íþróttinni betra yfirbragð og efla félagsvitund iðkenda.

Skotíþróttamaður sem heldur á skotsvæði með langa plasttösku í hendi ásamt skjóðu um öxl í venjulegum útivistarfatnaði er að fara áæfingu.
70 ára Skotmaður sem heldur á skotsvæði með camo-byssutösku, camo-tösku í camo-galla er strákur að fara að skjóta út í loftið.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Íþrótt fyrir alla?

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Ágú 2013 22:52

Þetta eru ágætis pælinga.

Núna er það að gerast að skotíþróttafélög eru að samræmi keppnisfatnað í skeet og öðrum haglabyssugreinum en það er rétt að það hefur ekki mikið gerst í því í kúlugreinunum. Sammála því að sé verið að taka þátt í greinum, t.d. kúlugreinum ISSF þá sé góð regla að klæðast einhverju íþróttalegu. Stí hefur gefið út reglum um klæðaval. T.d. er það ekki góð ímynd sem felugalli gefur útávið þegar verið er að auglýsa þetta sem íþróttir. En þetta er allt í rétta átt held ég í dag.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Íþrótt fyrir alla?

Ólesinn póstur af Bowtech » 13 Ágú 2013 22:04

Mér finnst það að skylda fólk að vera í þessum fatnaði eða hinum ekki vera af hinu góða. Það giilda aðeins þægindin hjá mér. mikið af svona sem menn kalla íþróttafatnað passa ég oft ekki í eða að manni finnst bara hundljót. Ég tel að þægindi eigi að vera aðalmálið burt séð frá hvaða litur, annað munstur eða efni sé í fötunum. Ef að menn eru farnir að skoða þessa hluti og setja reglur að þá er það ekki íþróttin sem er aðalmálið heldur eitthvað allt annað. Því miður en þetta er nú bara mín skoðun... En svo er það líka hvað telst vera íþróttafatnaður. Svo eins og þú segir maggi um camo galla að þá er ég ekki að leggja til að menn mæti alveg fullbúnir í veiðigallanum. Í dag er hægt að fá margann útivista fatnað í camo litum og gæti jafnvel verið framleitt sem softshell jakki eða léttur jakki og selt sem íþrótta fatnaður en í mismundi útgáfum, sama efnið en mismunandi litur eða munstur. Jafnvel er hægt að panta á netinu frá nokkurm framleiðendum íþróttafatnaða og þú bara velur þitt útlit.. Fólk er farið að nota fötin mikið almennara en áður var og því er í raun öll þessi stéttaskipting varðandi fötin eiginlega farin. Þar sem þú notaðir jogging buxum einungis á íþróttaæfingum, sér vinnubuxur við vinnu o.s.frv. Hafa þetta bara eins og í sveitinni það sem þú kemst í, þægilegt og er snyrtilegt og hreint... Sveinbjörn það að almenningur telji það ekki til íþrótta að skjóta af byssu þá tel ég það ekki fatnaði koma neitt við.... Þar þarf að koma að upplýsa íþróttafréttamennina og auka þeirra skilning, fyrr kemst það ekki til almennings. Og skotíþróttin er fyrir alla..
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Íþrótt fyrir alla?

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 13 Ágú 2013 22:17

Sælir, Sveinbjörn og Indriði.
Gerum við ekki eins og einn ágætur vinur okkar sagði.
Við mætum í sundskýlunni. ;)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Íþrótt fyrir alla?

Ólesinn póstur af Bowtech » 13 Ágú 2013 22:25

Hún er klár. :) hehe
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Íþrótt fyrir alla?

Ólesinn póstur af sindrisig » 13 Ágú 2013 22:48

Það er nú lítið að því að fara í e-h vesti þegar komið er á skotsvæðið, svona eins og þegar menn vinna úti í umferðinni. Kostar lítið og gæti þess vegna verið inni í árgjaldinu.

Auðvitað er hægt að búa til einhvern einkennisklæðnað, líkt og skólabúninga. Sé ekki alveg að það sé vit í því.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Íþrótt fyrir alla?

Ólesinn póstur af Bowtech » 13 Ágú 2013 22:50

En svo er verið að tala um keppnisfatnað, til æfinga eða gestur sem fær kannski að taka í kikkinn
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Íþrótt fyrir alla?

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Ágú 2013 23:37

Sælir, þetta málefni er kannski runnið undan rifjum þess sem er að gera erlendis, en þar er t.d. óheimilt að mæta í cammó, þar sem það tengist hernaði úti, og er reynt eftir mesta megni að setja það fram með skýrum hætti að greinin sé friðsöm, eins og t.d. með IPSC. Ef verið er að skjóta leirdúfur til æfinga fyrir veiði, þá er eðlilegt að mætt sé í veiðigallanum, því jú sennilega fær maður það mesta út úr æfingunni ef maður æfir eins og maður veiðir ef svo má að orði komast.

Hinsvegar er alltaf verið að berjast við ímyndunarvanda í okkar grein þar sem fordómar eru miklir gagnvart öllu sem viðkemur byssum og teldi ég það vera mjög óviðeigandi að menn mættu í einhverskonar herklæðnaði á skotæfingar, þar sem það gæti sent út röng skilaboð til þeirra sem fáfróðir eru um þetta.
Síðan má skilgreina þetta á nokkra vegu. Það eru hreinar skotíþróttir þar sem keppt er á viðurkenndum mótum og þá finnst mér bara eðlilegt að menn séu í einhverju íþróttalegu, hvernig sem það er skilgreint og svo þar sem æft er fyrir veiði eða gestir fá að prófa en þar skiptir fatnaður litlu máli öðruvísi en uppá þægindin og verja fyrir veðri. Skotfélögin eru jú íþróttafélög og ég sé ekkert að því að félög eigi sín merkt íþróttaföt fyrir þá sem það vilja og eru að keppa. T.d. eru skeet vestin dæmi um íþróttaföt sem eru í litum félaga og merkt þeim og telst það íþróttafatnaður. Þegar ég er að tala um íþóttaiðkunn í þessu sambandi á ég við þá sem stunda skeet og þessar viðurkenndu stí greinar á mótum. En ég sé ekki ástæðu til þess að skotfélögin ættu að setja einhverjar reglur um fatnað á sínum völlum. Það eru hinsvegar oftast reglur um viðkomandi greinar sem sem taka oft eitthvað fram um þetta, en í afar fáum greinum þó.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Íþrótt fyrir alla?

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 14 Ágú 2013 00:23

Þegar keppt er á STÍ mótum þá gilda vissar reglur varðandi fatnað.
Þetta er eins og mörgum örðum íþróttum.
Það eru reglur um hvernig sundbúningar mega vera í laginu og fleira í þeim dúr.

http://sti.is/Reglur/Dresscode%20ST%C3%8D%202011.pdf
Reglur um klæðnað:
Keppendum í skotfimi og starfsmönnum við skotmót er skylt að vera
hreinir og snyrtilegir til fara. Í klæðnaði sem hæfir opinberum viðburði og
íþróttamóti og gefur til kynna að um íþróttaviðburð sé að ræða.
Eindregið er mælst til þess að keppendur klæðist íþróttafatnaði
Hérna er mælt með því að keppendur séu í íþróttafatnaði, hvað er svo íþróttafatnaður er annað mál.
Er það skeet vesti, eða er það jogging galli eða annað, og svo mismunandi milli keppnisgreina. T.d. eru til sér skotjakkar og buxur fyrir kúlugreinar.
Eftirfarandi fatnaður er bannaður á mótum viðurkenndum af STÍ:
A: Rifinn, götóttur eða slitinn fatnaður
B: Fatnaður með áberandi bótum
C: Ermalausir bolir ( ekki átt við venjulega stuttermaboli )og hlýrabolir
D: Fatnaður í felulitum ( camouflage )
E: Fatnaður með óviðeigandi / óíþróttamannslegum áletrunum,
myndum eða merkjum.
F: Skálmalausar stuttbuxur eða stutt pils
G: Opnir skór svosem sandalar, klossar o.þ.h
Flest þetta finnst mér nú nokkuð basic þegar horft er til keppna en ekkert er tekið fram um klæðnað á æfingum, og er það væntanlega undir hverju félagi fyrir sig hvort þeir setji einhverjar reglur með sín svæði.

T.d. í Keflavík þá er komin ný regla er varðar klæðnað, er hún sú að allir sem eru að fara út á riffilbrautina þurfa að vera í sýnileikavestum, sem að mínu mati er bara mjög sniðugt. Því menn eru oft í jarðlituðum fatnaði og ef einhver er úti á 300m, 400m, 500m eða lengra þá er mjög erfitt að greina þá, en allt annað þegar menn eru í vestunum.

http://keflavik.is/skot/frettir/framkva ... egla/9086/
Við höfum keypt vesti sem allir eiga að fara í þannig að þeir séu sýnilegir úti á svæði. 10 vesti eru á svæðinu og 10 til viðbótar eru á leiðinni í stærri stærð. Samþykkt var á síðasta stjórnarfundi að menn eiga að fara út í þessum vestum, og er enginn undanskilinn. Kveðja Stjórnin.
Mynd
-Dui Sigurdsson

Svara