Overbore hylki

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Overbore hylki

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Apr 2011 22:32

Rakst á áhugaverðan listi yfir caliberum, raðað eftir overbore en kenningin er sú að eftir því sem overbore talan er hærri, því eyðist hlaupið hraðar. Kenningin byggir á því hversu mikið magn af púðri hylkið tekur á móti hlaupvídd. Semsagt rúmmál deilt með fertommum.

Greinin er hér: Rakst á áhugaverðan listi yfir caliberum, raðað eftir overbore en kenningin er sú að eftir því sem overbore talan er hærri, því eyðist hlaupið hraðar. Kenningin byggir á því hversu mikið magn af púðri hylkið tekur á móti hlaupvídd. Semsagt rúmmál deilt með fertommum.

Greinin er hér: http://bulletin.accurateshooter.com/201 ... efinition/

Þessi tafla passa vel við það sem menn eru að tala um í hlaupendingu og þá á ég við þá sem eru að keppa erlendis og eru að skjóta þúsundum skota á ári og sætta sig ekki við annað en mestu nákvæmni.

Það er tekið fram að þetta er kenning og ekki er hægt að tengja þessar tölur beint við hlaupendingu. Margt kemur þar við sögu eins og kúluþynd og lengd, púðurgerð, magn púðurs, gerð málms í hlaupi og fleirri þættir.

Einnig er talað um að þessi tala eða index geti sagt um nákvæmni hylkis en hylki eins og .30 BR og .22 ppc eru með lágt index en það er líka bara kenning.

Þetta er einn af þeim þáttum sem fólk spáir í varðandi val á caliberum þótt það séu engar fastar sannanir eða rannsóknir heldur byggist þetta á einföldum formúlum og reynslu eða tilfinningu manna.

Hinsvegar má allveg sjá út frá þessari töflu að mörg þau caliber sem maður þekkir eru þarna og í nokkurnvegin þeirri röð sem maður gerir ráð fyrir að hlaupin endist.

Hvaða skoðun hafið þið á þessu og teljið þið þessa töflu passa við það sem þið höfðuð gert ráð fyrir.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara