Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Dec 2013 22:14

Mynd

Í framhaldi af nokkrum góðum þráðum, sem meðal annars Sveinn Aðalsteins stofnaði hérna um daginn um hversu flatt er flatt, þar sem hann notaði útreikninga fyrir "Point Blank Range" o.fl., ætla ég að gera tilraun til þess að rýna aðeins betur í fræðin og sjá hvað þau segja um ferla á lengri færum.

Það getur verið erfitt að sjá í gegnum þann mikla fjölda kalibera og kúlna sem í boði er til þess að átta sig á því hvað maður vil í raun og veru. Það eru líka nokkuð miklar pælingar sem maður þarf að leggjast í til þess að verða góð riffilskytta þegar færin lengjast.

Mynd

Ég ætla að taka fyrir afmarkaðan þátt sem tengist því. Hér gefum við okkur að rifflarnir séu mjög svipaðir að getu hvað nákvæmni varðar og sleppum þeim þætti er tengist því hversu nákvæm caliber eru í eðli sínu, enda skiptir það mun minna máli á lengri færum, þar sem umhverfisþættir eru ráðandi.

Hvernig er hægt að bera saman getu kúlna og kalibera á löngum færum? Á bls. 44 í bókinni "Applied Ballistics for long-range shooting" fer Bryan Lits yfir þetta atriði. Þar er þetta kallað "Danger Space", ef við heimfærum það upp á íslenskuna þá gæti það t.d. útlagst sem "hættusvið".

Í megin atriðum virkar þetta þannig að við skilgreinum hvað skotmarkið er stórt og reiknum út hvað við höfum marga metra innan þessa hættusviðs, þ.e. hversu marga metra fyrir framan og aftan skotmarkið kúlan ferðast innan stærðarinnar á því.

Mynd

Ég er með riffil í 6,5 x 47 sem ég er búinn að hraðamæla með nokkrum kúlum og ætla að byrja á því að fara yfir þær á 400, 600 og 800 metrum og svo skoðum við líka .204 Ruger, 7 STW og 338. Það sem maður þarf að hafa er BC, hlauphraði og ferilforrit. Skotmarkið er í öllum tilfellum miðað við 8 tommur, sem Sveinn minntist á að væri c.a. lungna/hjartasvæðið í hreindýri.

Þegar rýnt er í tölurnar þá má sjá að þegar færin lengjast þá má ekki vera mikil villa í mælingum eða hlauphraða til þess að vera kominn út fyrir þetta skotmark þegar færið er orðið 800 metrar.

Það sem kom mér samt mest á óvart var hvað .204 Ruger er ennþá duglegt á 400 metrum hvað hættusvið varðar, en vindrekið er að vísu talsvert mikið. Einnig finnst mér það mjög athyglisvert hvað 100 grs Scenar kúlan er dugleg út á langt færi, en hún virðist standa á pari við 130 grs Berger og 139 grs Scenar í mínum riffli alveg út á 800 metra ef við horfum til hættusviðsins. Þó hinar kljúfi vindinn aðeins betur, þá munar ekki svo miklu.

Rétt er þó að hafa í huga við þessar pælingar að fallið er auðveldast að reikna, en vindrekið er það sem setur menn yfirleitt útaf laginu.

T.d. er vindrekið á .204 Ruger orðið 1,4 metrar á 400 metrum á meðan það er u.þ.b. helmingur á 6,5 x 47.

Kannski hafa fleiri en ég gaman af þessum pælingum, maður verður að hafa eitthvað að gera í skammdeginu... :ugeek:

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]

Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Dec 2013 22:21

Takk fyrir þetta Stefán

Þetta er eitthvað sem ég hef gaman af og var búin að skoða. Var bara ekki búin að gefa mér tíma í að koma þessu hér inn, svo takk fyrir það :)

Þetta sýnir á annan hátt hvernig mismunandi kúlur á mismunandi hraða virka. Því betur sem hún flýgur, því meiri skekkju má hafa í fjarlægðamælingum og þetta er gott að kunna skil á þegar verið er að skjóta á lengri færum og verið að velja caliber og kúlur fyrir það.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Dec 2013 22:44

Þetta er flott og kom mér ekkert á ávart með villiköttinn 204 minn en fannst vindrekið gruggugt þar til ég sá þyngdina og vindhraða :-) ég nota ekki minni kúlu en 39 Blitz og svo 45 hornady og takk fyrir töfluna en til gamans gætir þú hent inn hættusvæðinu fyrir 39 og hraða 3630 fet og miðað við 10 m/s er vindrekið 139 cm ekki satt ? :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Dec 2013 23:15

Sæll Þorsteinn

Ertu ekki að miða við 400 metra færi? hvaða BC ertu með á þessari kúlu? Ég henti þessu caliberi með svona til samanburðar vegna þess að þið voruð að ræða þetta cal hérna um daginn.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Dec 2013 23:18

Jú ég miðaði við 400 metrana og uppgefið BC
.287 at 3600 fps and above
.270 between 3600 and 3400 fps
.255 between 3400 and 2800 fps
.236 between 2800 and 2300 fps
.210 between 2300 and 1900 fps
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Dec 2013 23:26

Ég set inn miðgildið þar sem kúlan er komin niður í 2000 fps þarna og fæ þá út vindrek upp á 128 cm. Hlutir sem hafa líka áhrif á þetta eru hitastig loftþrýsingur og loftraki, sem er allt eins stillt í dæmunum að ofan, en getur orsakað þennan mun hjá okkur á vindrekinu.

Þá er hættusviðið 367 til 426 metrar, miðað við 8 tommu skotmark. Það er ekki mikill munur...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Dec 2013 23:39

Nei en svakalega gott að vita þetta haf sem er þá í mínu tilfelli 59 metrar sem er skrambi gott og takk fyrir þetta :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 1
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 12 Dec 2013 09:44

Sæll Stefán

Þegar þú reiknar út hættusvið er þá einnig tekið inn vindrekið eða tekur þetta eingöngu mið af falli ?
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af konnari » 12 Dec 2013 12:01

Gisminn skrifaði: villiköttinn 204
Ehemmm......Þorsteinn....204 Ruger er EKKI villiköttur !! Þetta er standard verksmiðju framleitt hylki sem er til í mörgum verksmiðju framleiddum rifflum :mrgreen:
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Dec 2013 12:18

Satt í réttri merkingu :-) en miðað við 6,5x55 sem er hitt djásnið er hann villikötturinn minn ;-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af konnari » 12 Dec 2013 12:27

:D
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 12 Dec 2013 13:04

Sæll Hjörtur

Hér erum við bara að skoða fallið, við gerum ráð fyrir því að menn miði það sem þarf upp í vindinn. Það sést líka mjög vel í töflunni sem fylgir með hvað vindrekið er misjafnt.

Þarna er líka mjög gott að sjá yfirburði stærri og þyngri kúla sem eru með betri flugstuðul þegar færin fara að lengjast.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 12 Jan 2015 02:01

Þar sem lítið er um að vera á spjallinu þá er best að reyna koma af stað umræðum.

Mér hefur fundist bera talsvert á því að menn telja að þyngd á kúlum hafi afgerandi áhrif á vindrek það er töluvert langt frá raunveruleikanum að svo sé.

t.d er ágætt að bera saman Sierra 100 MK og Sierra 117 pro hunter í cal 25 þar sem 100 gr MK kúlna hefur mikla yfirburði varðandi formstuðul, aðeins betri flugstuðul og svo er Pro hunter kúlan 17% þyngri þannig að hún hefur töluvert minni upphafshraða úr jafn löngu hlaupi.

Ef við gefum okkur að þessar tvær kúlur hafi sama slagkraft við hlaup þá má reikna út hraðamuninn á þeim við hlaup.

Ef Sierra 117 gr Pro hunter hefur upphafshraða 2900 fps þá myndi sami slagkraftur á sierra 100 gr MK gefa hraða uppá 3136 fps "√(117/100)*2900=3136"

Við 10 m/s hliðarvind þá er rekið á 400 metrum
100 gr MK = 94 cm og fall uppá 78,6 cm
117 gr Pro H = 108,9 cm og fall uppá 96,5 cm

Skoðum svo kúlu sem hefur yfirburða flugstuðul Berger 115 gr Match hunting og Barnes 115 TSX FB
sami slagkraftur gefur hraða uppá 2925 fps fyrir báðar kúlur
115 gr Berger er með vindrek uppá 76,5 cm á 400 metrum og fall uppá 84 cm
115 gr Barnes TSX FB er með vindrek uppá 121,5 cm og fall uppá 98,8 cm

þannig að þyngd kúlu hefur ekki afgerandi áhrif á vindrek eða fall

Það er líka hægt að skoða þetta á milli calibera t.d hafa Berger kúlurnar 130 gr úr 6,5x47 og 185 gr úr 308 nánast sama fall og vindrek á 400 m séu þær með sama upphafshraða 2700 fps
6,5 mm Berger 130 gr hefur G7=0,282 vindrek 71 cm og fall 97,6 cm með twist 1/8
cal 30 Berger 185 gr hefur G7= 0,281 vindrek 71,2 cm og fall 97,7 cm með twist 1/11
Jens Jónsson
Akureyri

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af karlguðna » 12 Jan 2015 17:55

ÞETTA ER ATHYGGLISVERT :D :D :D :D TAKK FYRIR ÞETTA STRÁKAR
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 3
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 13 Jan 2015 00:46

Eins og Steppi kom inn á þá ræður reynsla skyttunar líka miklu um kúluval í hvern riffil.
Vindrek á 90grs Scenar L kúlu í 6mm (BC 419) er td. mun meira á 500m en með V-max 87grs (BC 400) í mínum .243win .
Þar held ég (án þess að ég viti það) að 1/10 twistið ráði ekki við lengdina á Scenar L kúlunni..
Riffill sem væri með hraðara twist 1/8 td. gæti hugsanlega sýnt þveröfuga niðurstöðu.

Ps.. Báðar þessar kúlur voru flottar hjá mér í logni.

Það sem ég er að segja er að uppgefið BC gildi er ekki endinlega það besta fyrir þig, prófanir innan skynsamlegra marka skila mestum árangri..

Það er bara hellings vit í því sem þú ert að reyna að kenna strákunum Stebbi ;)
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 13 Jan 2015 08:03

Sæll Sveinbjörn.

Þarna kemur með áhugavert dæmi.
Sveinbjörn V skrifaði:Vindrek á 90grs Scenar L kúlu í 6mm (BC 419) er td. mun meira á 500m en með V-max 87grs (BC 400) í mínum .243win .
Því þetta passar ekki við þau fræði sem eru notuð við þessa útreikinga jafnvel þegar notað er 1/10 twist.

Bryan Litz hefur mælt og prófað báðar þessar kúlur og samkvæmt Twist Rate Stability Calculator inná Berger síðunni þá ætti Scenar kúlan að koma betur út gagnvart vindreki en V-max kúlan.
http://www.bergerbullets.com/twist-rate-calculator/

Nema það sé mikill munur á hlauphraða á kúlunum en hann ætti ekki að vera nema ca 50 fps ef kúluhraðinn við hlaup er í kringum 3100 fps
Eða Scenar kúlan nær ekki að stabilisera

Fyrir Scenar Your BC is being compromised by: 10% Minimum Twist Recommended: 1 in 8.75" G7=0,194 fyrir 1/10 twist
Fyrir V-max Your BC is being compromised by: 6%Minimum Twist Recommended: 1 in 9.25"
G7=0,184 fyrir 1/10 twist

En vissulega eru það prófanir sem hljóta alltaf að ráða kúluvali hjá hverjum og einum.
Jens Jónsson
Akureyri

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 3
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 13 Jan 2015 18:24

DSC_0156 - Copy.jpg
DSC_0156 - Copy.jpg (16.84KiB)Skoðað 2341 sinnum
DSC_0156 - Copy.jpg
DSC_0156 - Copy.jpg (16.84KiB)Skoðað 2341 sinnum
Þetta er einmitt dæmi sem átti ekki að vera svona samkvæmt fræðunum.
Uppgefið Bc g1 er reyndar 0,434 frá Lapua fyrir Scenar L. en ekki 0.419
90grs. Scenarinn var mældur á 3090fps. en 87 V-max á 3143fps.
Þetta berger forrit mælir bara með 68-80grs kúlum með hæst BC uppá 0.303 G1 fyrir mínar forsendur og það gengur lítið fyrir ofan 300 metrana í hliðarvind..
Þá er ekkert annað en að prófa sig áfram.
Þetta kom mér á óvart þar sem báðar þessar kúlur voru mjög góðar í logni.

Fann hjá mér skemmtilegt blað þegar ég var að skoða hraðamælingarnar frá því í sumar ,sem var skotið í logni á 500m. kvöldið fyrir eitt 500 metra mótið. Með 87 V-max.
Og ps. það voru vitni af þessu skori á myndinni, verst að vitnið vann svo helv.. mótið :x
Þetta sýnir vel hvað má gera ef menn sökkva sér vel í fræðin og prófa sig svo líka vel áfram.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af sindrisig » 14 Jan 2015 19:51

Hérna er mjög flott úttekt á 284 winchester með mörgum púðurgerðum, kúlum og hvellhettum. Þetta er eiginlega skyldulesning fyrir leikmenn og lengra komna.

http://home.earthlink.net/~rfrailey/sit ... addata.pdf

kv.
Sindri
Sindri Karl Sigurðsson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Kristmundur » 15 Jan 2015 14:24

Hér er smá tafla með 4 kúlugerðum.
Viðhengi

[The extension txt has been deactivated and can no longer be displayed.]

Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 3
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Samanburður á Caliberum og kúlum - umræðan endalausa

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 15 Jan 2015 17:21

Hvað er þetta mikill vindur í þessari töflu Kristmundur ?
Er það örugglega sami vindur fyrir allar fjórar :shock:
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Svara