Síða 1 af 1

F-class

Posted: 28 Dec 2013 20:46
af Fiskimann
Sælir félagar
Hefur e-ð verið keppt í F-Class á Íslandi, 600-1000y. Langar að prófa mig áfram á 600y. Tvistið á 6mmBR rifflinum hentar illa fyrir lengri færi en stefni á nýtt hlaup ef vel gengur á 600. Er e-r þarna úti að æfa sig á þessum færum.

Re: F-class

Posted: 28 Dec 2013 20:52
af maggragg
Sæll

Nei ekki svo ég viti, en hef lengi verið spenntur fyrir þessari grein hér heima. Þetta sameinar svolítið BR og svo veiðiskotfimi, þótt þetta sé líkara BR. Skotið liggjandi, en má nota rest og alles. Færin löng og því snýst þetta mikið um vind og tækni ásamt góðum græjum. Ekta varmint skotfimi :) Þetta væri skemmtileg viðbót en fáir vellir sem fara yfir 600 yarda og hægt er að liggja á jörðinni.

Re: F-class

Posted: 28 Dec 2013 21:19
af oskararn
Skemmtileg hugmynd, sá að Grundfirðingarnir eru að hugsa stórt.
http://skotgrund.123.is/fs/e9e52322-939 ... 0e0_MS.jpg
Bestu nýárskveðjur.
Óskar

Re: F-class

Posted: 29 Dec 2013 01:50
af Sveinbjörn V
500 metra mótið hjá SKAUST er að skapa sér hefð eftir 2 ár (2 mót)
1000 yardar eru ekki vandamál við góðar aðstæður ef menn eru í æfingu.

Re: F-class

Posted: 29 Dec 2013 20:33
af Siggi Kári
Heyrst hefur að það verði tvö 500m og jafnvel eitt 800-1000m mót á næsta ári hjá SKAUST.

Re: F-class

Posted: 03 Jan 2014 20:50
af Pálmi
Er F-class ekki bara long range bensrest sem er skotið liggjandi? Það er allavega ekki fyrir mig þar sem ég hef mikla fordóma fyrir framrestum í mótum sem flokkast ekki undir bensrest.
Væri ekki betra t.d að halda mót á þessum færum (500-1000m) þar sem er skotið lyggjandi og menn þyrftu að nota tvífót að framan og púða sem er ekki með eyrum eða monopod að aftan, það reynir meira á skotmanninn en minna á hver eigi nákvæmasta riffilinn.

Re: F-class

Posted: 03 Jan 2014 23:10
af maggragg
Þetta snýst líka um það hvort menn vilja keppa í greinum sem haldið er utan um af stærri samböndum og hægt væri þá að keppa erlendis á mótum, t.d. Bretlandi. Það er ekkert mál að halda hvaða mót sem er með hvaða reglum en það yrði alltaf bundið við skotfélagið, kannski nokkur og ekki hægt að bera sig saman við neitt nema þau mót. Hinsvegar ef farið er eftir reglum alþjóðlegra skotgreina er heimurinn stærri.

Þetta er einn vinkill á þessu. F-Class er um margt líkt benchrest en undir alþjóðlegu regluverki.
Hinsvegar er ég sammála að úrval af stöðluðum greinum fyrir hinn almenna veiðiriffill eru af skornum skammti og þar hafa skotfélög hér heima lyft grettistaki með því að koma á fót einmitt þannig greinum, hreindýra og refamót og hvaðeina og fleirri en eitt jafnvel með stöðluðu regluverki.

Re: F-class

Posted: 04 Jan 2014 11:30
af Hjölli
Sælir það er greinilegt að menn þurfa að kynna sér betur hvað F class er það er val hvort
menn nota tvifót eða rest og lika hvað notað er sem afturstuðningur ef það á að keppa á
lengri færum þá er eðlilegast að nota F class reglur F class verður vinsælla með hverju ári sem líður
ég keppti í 1000 yarda F class móti í Englandi í fyrra og það er ekkert líkt benchrest
ég var með tvifót og linan sandpoka að aftan sem ég kreisti eftir þörfum náði betri árangri
en menn sem voru með flott Seb rest sem framstuðning

Re: F-class

Posted: 04 Jan 2014 12:12
af karlguðna
Sælir allir/ar,, ég hef mikinn áhuga á að prófa þessi lengri færi en hvaða cal. eru menn að nota í þessu sporti ??? er 270 win. að virka ? á eina tikku varmint með góðum kíki , 4-20x50 er það að virka eða þarf maður meiri stækkun ??

Re: F-class

Posted: 04 Jan 2014 12:49
af Gísli Snæ
Hef aðeins kynnt mér þetta - væri spenntur fyrir að sjá þessa grein(ar) hér á landi.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að þetta skiptist í megindráttum í tvær greinar?
1. F/TR - 308 eða 223. Tvífótur og afturstuðningur - hámarksþyngd á riffli með sjónauka.
2. F-Open - öll caliber og tvífótur/rest og afturstuðningur.

Síðan er það spurningin með færin hér á landi - myndavélar. Menn nenna varla að vera rúnta fram og aftur út á 600 m+ og svo þurfa skytturnar að sjá hvað þeir eru að gera á milli skota.

En það væri alveg magnað ef við næðum að koma þessu á hér á landi - myndi græja mig einn tveir og þrír.

Re: F-class

Posted: 04 Jan 2014 15:26
af Stebbi Sniper
Sæll Gísli

Það er rétt hjá þér að þetta skiptist nokkurn veginn svona, þetta er skotið liggjandi en ekki við borð eins og BR.

F-Open, þýðir að riffillinn verður að vera undir 10 kg eða 22 pund og front rest og sandpoki eru leyfð.

F/TR, þar er skotið með tvífæti og þar er þyngdar takmörkun við 8,25 kg eða 18,18 pund og eins og þú bendir á er þessi keppni takmörkuð við .223 Rem eða .308 Win.

Önnur útgáfa af F/TR er Palma þar sem er skotið með Ól sem rest og með gatasigtum.

Kanarnir skipta þessu í mid-range og long-range. Mid range er 300, 500 og 600 yards og long-range er 800, 900 og 1000 yards.

Ef ég skil þetta rétt þá er X hringurinn 1/2 MOA á stærð, 10 er 1 MOA, 9 er MOA o.s.frv. á lengri færunum en hann er svo eitthvað minni á 300 yards.

Hér er hægt að sjá gott dæmi um F-Class Open á 800 yards.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=2AHeh3nZm5c[/youtube]

Ég held reyndar að það væri ansi erfitt að halda svona mót hér á landi, það er ekki til neinn völlur sem væri hægt að nota í þetta og svo þarf einn úti við markið til þess að merkja hvar skotin hitta... mér finnst það langsótt að þetta muni ná eitthverju flugi hér. Nema menn geri eins og Hjörleifur og fari út og keppi í þessu þar.

Re: F-class

Posted: 04 Jan 2014 16:52
af Gísli Snæ
Held að það væri ekki það mikið mál að koma þessu á í Keflavík. Aðstaða til að skjóta liggjandi er kominn - hressa upp á 500 eða 600 metra battana og síðan þyrfti myndavélar/skjái eins og eru í þessu myndbandi.

http://www.youtube.com/watch?v=ap6nCI00dKM

Re: F-class

Posted: 04 Jan 2014 19:00
af Stebbi Sniper
Sæll Gísli

Þessar myndavélar/skjáir sem þú sýnir þarna eru náttúrulega ekki myndavélar, heldur elektrónískar gildrur.

Þetta er dýrt system, kostar nokkrar millur! Það væri vissulega gaman ef þessu væri komið upp, en ég held að það sé ekki alveg að gerast í nánsustu framtíð.

Þessir framleiða meðal annars svona eða svipuð skotmörk.
SIUS
Megalink
Kongsberg

Re: F-class

Posted: 04 Jan 2014 19:30
af Gísli Snæ
Ok - takk fyrir þetta Stefán - þekki þetta ekki nógu vel.

En við látum ekki stoppa okkur :)

Tökum bara nokkur svona - http://www.targetcam.net/ - og störtum F-Class

Re: F-class

Posted: 04 Jan 2014 21:25
af Hjölli
Það er hægt að kaupa target myndavél fyrir 500 dollara http://www.bullseyecamera.com/
það sem væri sniðugast fyrir skotfélög er að smiða stál til að skjóta á það er búið að smiða eitt
sem er í höfnum aftast er hardox stál sem er meter sinnum meter 25 cm framar er 9 hringur
og 25cm framar er 10 hringur vinsælasta caliber í F open er 7mm short magnum og 180 gr kúla
18 til 20 stækkun er fint á 1000 yarda

Re: F-class

Posted: 05 Jan 2014 01:40
af Gisminn
Hei strákar þetta lofar góðu engin neikvæðni bara lausnir og þó ég sé á Blönduósi væri ég til í að leggja smá í púkkið ef hægt er að gera aðstöðu og ég er ekki Borðskytta en mig langar svakalega að reyna mig á þesum færum en ekki á lifandi bráð og örugg fjarlægð er vandfundin með skotskífuna hér í kring.

Re: F-class

Posted: 05 Jan 2014 18:54
af karlguðna
sammála Steina,, koma svo ,, þetta er eitthvað sem ég er heitur fyrir ,, eitthvað svona meiri veiði tengt, er búin að gúgla slatta svo ég sé að maður verður ekki neinn heimsmeistari en örugglega betri skytta en nú ef maður reynir :P en eins og einn nefnir er ekki hægt að notast við kamerur í staðin fyrir manninn bak við tjöldin ???


og smá eftirþankar: hvernig er það Gismi gétur þú ekki tekið að þér Tikkuna mína og fundið í hana hleðslu,,,, ég veit nefnilega að henni leiðist inní skáp á meðan ég er fastur í útlandinu,, :mrgreen: 8-)

Re: F-class

Posted: 09 Jan 2014 20:38
af Gísli Snæ
Svo við tökum þetta aðeins áfram.

Spánverjarnir virðast vera búnir að græja þetta frekar ódýrt - menn mæta bara með fartölvuna og síðan eru líklega myndavélar eins og Hjörleifur talar um.

http://www.youtube.com/watch?v=AqboAECmZVg

Ekki mikið mál að græja 500 eða 600 metrana í Höfnum og ca 4-5 myndavélar og síðan mæta menn bara með fartölvu.