Námskeið í fríhendisskotfimi / markskotfimi

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Námskeið í fríhendisskotfimi / markskotfimi

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Jan 2012 12:14

Miðvikudaginn 18. janúar 2012 verður haldið námskeið í markskotfimi hjá Skotfélagi Kópavogs og er það jafnframt á þeirra vegum.

Áherslan verður á fríhendis skotfimi, en allir skotmenn geta náð sér í fróðleik þarna hvort sem um keppnis skotfimi eða veiði er að ræða.

Leiðbeinandi verður Steinar Einarsson.

Þarna verður farið yfir skotstöðu, öndun og annað sem kemur að góðum notum fyrir riffilskyttur.

Þátttökugjald verður 500 krónur.

Námskeiðið er opið öllum, haldið skotsalnum okkar í Digranesi og hefst stundvíslega kl. 20:00

Húsið verður opnað 30 mín fyrir og eru menn kvattir til að mæta tímanlega, skráning er á skotkop@skotkop.is. Ágætt er ef menn geta verið búnir að skrá sig 17. janúar, þó verður engum meinaður aðgangur ef það gleymist að skrá sig, sem sagt allir velkomnir.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara