Varmint for score Húsavík

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Feb 2012 16:50

Sælir mig langar að fara norður næst þega svona mót verður haldið hjá snillingunum á Húsavík.
En eins og titillin ber með sér þá langar mig voðalega að vita hvað miðdepill X er mörg stig og svo næsti hringur og svo framvegis.
Og Gylfi minn þegar þú lest þetta þá langar mig líka til að vita hvernig hægt sé að gera skífur ógildar og hvernig fær maður mínus skot. Svo maður geti forðast svoleiðis.
Kveðja ÞH
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

gylfisig

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 Feb 2012 23:40

Sæll.
Hmm,,já... von að þú spyrjir.
Í þessu móti, sem var nú bara ansi skemmtilegt, þá mættu 15 skyttur á mótið, með alls konar riffla. Misjafna, svona eins og gengur. Nokkrir nýliðar, sem við, sem erum orðnir vanir, eigum að segja til, og hlúa að.
Varðandi spurningu þína, um það hvernig er hægt að klúðra, eins og ég gerði, þá var það nú bara þannig að ég skaut 3 skotum á eina skífuna á 15o m. í staðinn fyrir 2 skot, og á skífuna við hliðina fór þá bara eitt skot. Skífan með 3 skotunum skilaði mér þá núlli, og hin við hliðina bara einni tíu, í staðinn fyrir.. ja.. kannski annarri tíu. Og það varð mér ansi dýrt, því ég var me ð ansi gott skor. Miðdepillinn er 10 stig, með xi inni í miðjunni. Náir þú xi þá skera þau úr, ef td fleiri en einn eru með tíur.. xin skera semsagt úr, ef margir eru með tíur. Við vorum þrír ef ég man rétt með fullt hús, eða tíur á 100 m, en ég náði 8 xum sem hefðu dugað til sigurs, næsti á eftir var með þrjú x..en svona er þetta nú bara. Það er ekki nóg að skjóta vel, þú verður að gera allt rétt. Þ.e. mátt ekki ruglast á skífum.
Ætlaði að senda mynd af skífu með þessum pósti, en finn ekkert "attach" á þessari síðu.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Feb 2012 11:56

gylfisig skrifaði: Ætlaði að senda mynd af skífu með þessum pósti, en finn ekkert "attach" á þessari síðu.
Sæll Gylfi, þú verður að skrá þig inn sem notanda til að geta notað alla fídusa til fulls, núna ertu að skrifa sem gestur inni og þá þarf ég að samykkja alla póstana. Ferð í nýskráningu til að skrá þig inn eins og á Hlað spjallinu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Feb 2012 16:02

Takk fyrir svarið og endilega skráðu þig inn ég sá spjaldið þitt á 100 inni á hlaðvefnum virkilega flott :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af Benni » 22 Feb 2012 17:53

Var skemmtilegt mót og gaman að hitta kalla með sama áhugamál og heirðist menn vera farnir að spá í fleiri mót meðan sumir voru enn að skjóta :mrgreen:
Klúðraði málum sjálfur og var bara með 9 skot á 100m því ég var ekki viss hvort ég var með 2 skot í sama gati eða ekki og tók ekki sénsinn en það skiptir engu, lærði lexíu um að skipuleggja skotboxið og hafði gaman af svo það er bara flott mál.

Nú er bara spurningin hvort félagar okkar á Akureyri komi ekki með mót næst :D

Kv Benni

maggi

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af maggi » 22 Feb 2012 20:32

Sælir

Eru einhverstaðar myndir frá mótinu?

kv
Maggi

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 Feb 2012 21:27

Það voru teknar myndir af mótinu, sem ég er m.a. með en ég get ekki sett þær inn hér. Tekur of langan tíma, þar sem ér er staddur á hafi úti þessa dagana. SPURNING UM AÐ FÁ reyni H. til að skella þeim hér inn, eða á Hlað.
Viðhengi
DSC01494.JPG
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 Feb 2012 21:34

Er einhver takkmörkun á stærð mynda inn á þessa síðu?
Viðhengi
DSC01495.JPG
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 Feb 2012 21:36

,,,,,,,,,,,,
Viðhengi
DSC01500.JPG
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 Feb 2012 21:39

,,,,,,
Viðhengi
DSC01511.JPG
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 Feb 2012 21:42

,,,,
Viðhengi
DSC01514.JPG
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 Feb 2012 21:45

,,
Viðhengi
DSC01514.JPG
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Feb 2012 23:02

gylfisig skrifaði:Er einhver takkmörkun á stærð mynda inn á þessa síðu?
Flottar myndir af mótinu. Það eru ekki takmarkanir á myndastærð, og það er hægt að setja margar myndir í einu inn. Mæli þó með að menn nýti sér "Img" hnappin og linki á myndir ef menn geta vistað þær á öðrum síðum, eins og picasa webalbums eða flickr. Þetta á að vera mjög myndavænn vefur.

En endilega setja inn myndir. Það er mjög gaman að sjá hvernig var á mótinu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Stefán Jónsson

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af Stefán Jónsson » 23 Feb 2012 08:17

Sæll Gylfi

Það var að sjàlfsögðu ekki rétt að dæma skífuna ógilda sem þú skaust 3 skotum á. Í þannig tilfellum er rétt að láta tvö lægri skotin gilda á skífunni sem þú skaust 3 skotum á og gefa mínus 10 fyrir skífuna sem sem þú skaust 1 skoti á.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Feb 2012 16:54

Veistu Stefán ég er búin að lesa um þetta mót og það var margt að en menn taka því voða vel og ætla bara að læra að mistökunum og mér finnst þetta svakalega flott hugarfar og ánægður með alla þarna og langar að prófa að taka þátt til að kynnast fleiri skyttum.
Kveðja
ÞH
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Stefán Jónsson

Re: Varmint for score Húsavík

Ólesinn póstur af Stefán Jónsson » 23 Feb 2012 23:20

Auðvitað er að mörgu að huga þegar haldin eru mót... Og þetta er að sjálfsögðu rétta hugafariðið, þ.e. að læra af mistökunum og gera betur næst!

Gangi ykkur vel í komandi mótum...

Svara