SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:
SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af jon_m » 12 May 2014 20:43

Refurinn 2014 verður haldinn laugardaginn 24. maí. Skotið verður 10 skotum á refaeftirlíkingar á mismunandi færum frá 100-450 metrum.

Kynningarmyndband -> http://youtu.be/fxPj7LANcnE

VEIÐIFLUGAN gefur verðlaun til handa krýndum SKAUST REF 2014

Skráning á http://www.skaust.net eða á poldinn@gmail.com.
Upplýsingar gefur Hjalti í síma 861-7040.

Fh riffilnefndar SKAUST
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 12 May 2014 22:30

Er hægt að veðja á úrslitin... ? Ég væri til í að setja 500 kall á að Sveinbjörn skjóti Dabba Dúndru Ref fyrir rass... og set annan á að Ívar Karl hirði annað sætið ef hann mætir með .22 riffilinn!

Góða skemmtun piltar og stúlkur ef einhverjar mæta...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 1
Póstar:16
Skráður:28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn:Ívar Karl Hafliðason

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af ivarkh » 13 May 2014 10:17

Haha góður Stefán, ég á erfitt með að velja vopn... 22 búinn að standa sig vel, Remminn líklegur en Lapuan verður sár ef hún er skilinn utundan :)
Kv Ívar Karl

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 May 2014 20:01

Ætli ég mæti ekki með gamla minn Eyþór 6,5-284, nú er hann eins og nýhreinsaður hundur nýkominn frá Meistara Gylfa Sig. þar sem hann fékk raspotín meðferð, stólpípu og alles, svo nú er ég fær í flestan sjó að eigin áliti.
Ég stillti inn á hann nýja sjónaukann, Zeiss Conquest 6,5-20x50 eftir 22 lr. keppnina um daginn, það gekk vel eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Ég grófstillti hann á borðstofuborðinu heima áður en ég fór, horfði á ljós á ljósastaur á 109 metra færi gegn um hlaupið og klikkaði sjónaukann á götuljósið.
Síðan skaut ég hann inn með þremur kúlum 95 gr. A-Max á 100 metrum, sú sem er lengst til hægri er sú sem ég skaut fyrst, síðan klikkaði ég sjónaukann frá krossinum á blaðinu út í skotgatið, næsta kúla kom þarna efst við krossinn, síðan klikkaði ég sjónaukann upp í það skotgat og þá kom kúlan hægra megin niður við krosslínuna.
Síðan klikkaði ég hann einn smell til vinstri og sendi eina 100 gr. ballistik tip að gamni mínu og hún kom aðeins vinstra megin við A-Maxinn.
Síðan eru fjórar neðri kúlurnar 123 gr. A-Max sem Gylfi hlóð fyrir mig þegar hann hreinsaði riffilinn.
Þær koma aðeins neðar eins og gefur að skilja, aðeins þyngri og hægari, veit ekki alveg hvað Gylfi setti í hylkin en hann gæti nú kanski frætt okkur um það hér.
Þessar kúlur frá Gylfa komu vel út nema sú fyrsta sem var flyer, kom dulítið ofar.
Ekki gott að segja hvers vegna en yfirgnæfandi líkur á að það sé skyttunni að kenna.
Það var dálítill vindur, óstöðugur vindstyrkur um 45° frá vinstri svo ég vildi ekki stilla sjóaukann frekar að þessu sinni.
Viðhengi
IMG_1006.JPG
Hann fer að verða gamall og góður eins og hamarinn hans afa sem var búið að skipta um skaft á þrisvar og hausinn tvisvar.
IMG_1031.JPG
Þetta er allt skotið á 100 metrum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af gylfisig » 15 May 2014 16:53

Hleðslan mín er 53,7 grs af Norma MRP við 120-123 grs kúlur. Primer CCI (ekki magnum).
þetta er sú hleðsla sem ég hef sett í alla 6,5-284 riffla sem ég hef hlaðið í, nema einn. Sá vildi reyndar enn léttari hleðslu, og sýndi mikil þrýstimerki með hleðslu sem var talsvert undir max.
Það var riffill af gerðinni Tikka.
Mér finnst það sammerkt öllum rifflum í kaliberinu 6,5-284 Norma, að þeir skjóta frekar mildum hleðslum betur, heldur en heitum hleðslum. Þetta á einkum við kúluþyngdir 120-125 grs.
Við 125 grs Nosler Partition setti ég þó 54,4 grs og Jalonen rifflarnir skutu þeirri kúlu og hleðslu afar vel. Notaði þá hleðslu á hreindýr. Þurfti ekki að hafa áhyggjur af kjötskemmdum, Siggi minn, því það var bara háls, og hausskotið.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af jon_m » 19 May 2014 19:52

Eru menn nokkuð að gleyma að skrá sig ?
Ég sé að það vantar nokkra fastagesti.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af jon_m » 24 May 2014 17:11

25 manns tóku þátt í SKAUST REFNUM 2014. Jónas Hafþór Jónsson varð hlutskarpastur með fullt hús, hæfði alla tíu refina á færum frá 160-444 metra ! Vel gert ! Annar varð Sveinbjörn Valur Jóhannsson með 9 hitta refi og þriðji varð Haraldur Árnason með 9 hitta refi en feilaði á styttra færi og varð því þriðji. Það var strekkings vindur kl. 17 eða þar um bil. Riffilnefnd SKAUST þakkar öllum þátttakendum fyrir svo og öðrum er lögðu hönd á plóginn.

Úrslitin má skoða nánar hjér
http://skaust.net/refur-2014-urslit/

Og svo er það Hunter Class á morgun, hittumst þá !

kveðja
Jón M
Viðhengi
Screenshot-2014-05-24-16.08.33.jpg
Úrslit
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 May 2014 20:25

Já, ég er kominn heim, með ,,refaskottið" á milli fótanna og nú er bara að æfa sig og æfa sig og æfa sig..... byrjaði í gær, tók netta æfingu og grúppaði fínt með nýja púðrinu Norma MRP 60 gr. á bakvið 95 gr. V-Max 8-)
Þetta er allavega ekki rifflinum að kenna hann grúppar fínt, eftir jóla og páska baðið hjá Gylfa, (það er líka alltaf maðurinn fyrir aftan glerið sem er að klikka en ekki græjan) en það er ekki nóg að það grúppi vel þegar bara má skjóta einu skoti á hvern ref :lol:
Ég var að hitta fínt út í 325 metra, nema 243 m. ég klúðrað því ,,big time" og skuldlaust einhvernvegin, en var alltaf samt í neðsta lagi hefði þurft að lyfta meira, 353 m. og 375 m. voru svo um 2 tommum undir, ég sá kúluförin í fótunum og 410 m. og 444 m. langt undir (líklega) :o
Niðurstaðan er að ég hefði þurft að lyfta betur eftir sem lengra dró, það er nefninlega svo hrikalega einfalt að vera svona vitur eftir á, alltaf :mrgreen:
Góðu fréttirnar í fyrsta lagi, þetta fer allt í reynslubankann :)
Slæmu fréttirnar í öðru lagi, ég verð sennilega búinn að gleyma þessu öllu á Refnum 2015 :shock:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 May 2014 22:16

Já Siggi litli.. þetta var ekkert að marka :D :D
Svo mættirðu ekki á HUnter Class...þar er nefnilega hægt að stilla sig af, geri maður mistök.
En stundur klikkar það líka.. þó maður hafi stillt sig af, upp á nýtt :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 May 2014 23:45

Mér finnst nú að þeir hefðu átt að hafa einn ref á 308 metrum fyrir þig Siggi, bara svona Bónus... :lol:

Annars sé ég að Sveinbjörn hefur staðið fyllilega undir merkjum enda átti ég aldrei von á að sjá þennan Jónas Hafþór með vita vonlaust stubba caliber... ;)

Ívar -> Tekur þetta í Hreinn 2014... Vonandi kemst maður þá! Hræðileg dagsetning samt... er það ekki á fimmtudegi... ég ætlaði að reyna að smala í menningarferð úr borg óttans austur í fegurðina....

Svakalegt skor hjá Kristjáni í Hunter Class 17x-ur...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: SKAUST Refur 2014 - 24. maí 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 May 2014 07:45

Til hamingju með árangurinn á Hunter Class Gylfi!
Já, ég sé eftir því að koma ekki og keppa á Hunter Class með ykkur!
Það hefði verið gott tækifæri til að kynnast nýja sjónaukanum betur og stilla mig inn á hann!
Varð einmitt hugsað til þess þegar ég var að skjóta í mark á laugardagskvöldið.
Það er alltaf svona, eins og venjulega hrikalega vitur eftir á.
En ég var bara eitthvað svo morgunlatur á laugardagsmorguninn!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara