6-BR 30-BR

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03
6-BR 30-BR

Ólesinn póstur af gylfisig » 18 Jun 2014 23:28

Í dag var verið að gera klárt fyrir riffilgreinina sem keppt verður í, á Landsmóti 50+.
Allt orðið klárt hjá okkur á Húsavík.
Ég tók smá prufur með 6 BR og 30 BR á 200 metrum þegar vinnu var lokið á svæðinu.
Svolítið smeykur um hvort 30 BR virkaði eður ei, á 200 metra færi, líka vegna þess að ég hef aldrei prófað nema á 100 m. Lika með hjartað i buxunum út af 6 BR þar sem kúlan sem ég hef notað i hann, 87 grs Berger VLD á 200 m hefur ekki verið fáanleg. ´Eg á slatta af 88 flat base Berger, en hef lítið notað hana við hlaupið sem ég er með nuna, í 1-10 twist. Samt var þetta mín uppáhaldskúla í hitt hlaupið sem var 1-8 twist. Það hlaup skaut mildum hleðslum vel, en nuverandi hlaup með 1-10 er á þveröfugu róli. Skýtur ekki nema undir pressu.
Þannig að líklega eru riffilhlaup eins og konur. Ólíkindatól !
Árangurinn i dag var ásættanlegur, eftir að ég var buinn að sjá að það þurfti að "kynda".
Svolitið varasamar aðstæður veðurfarslega, þar sem annað slagið var dauðalogn, en svo kom allt í einu sterkur hitagustur þvert á.
Báðir rifflarnir skutu vel á 200 metrunum. Hefði samt verið gott að nota vindrellurnar i svona tilfellum, en ég gerði ekki.
30 BR skaut enn betur en ég þorði að vona. 5 skota grúppur úr báðum rifflum. Sjá mynd. 30 BR neðst
Viðhengi
18062014949.jpg
18062014949.jpg (107.59KiB)Skoðað 824 sinnum
18062014949.jpg
18062014949.jpg (107.59KiB)Skoðað 824 sinnum
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara