SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 6
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:
SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af jon_m » 04 Jul 2014 11:40

HREINN 2014 er næstur í mótaröðinn hjá SKAUST.

Mótið hefst fimmtudaginn 10 júlí kl 20:00. Mæting er kl 19:30 og keppnisgjald 1500- kr.
Nánari upplýsingar skráning og reglur á http://www.skaust.net eða ullartangi@simnet.is

kv
Dagbjartur
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 6
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af jon_m » 09 Jul 2014 22:14

Mótið er á morgun kl. 20:00
http://skaust.net/rsvpmaker/hreinn-2014-2014-7-10/

Boðið verður upp á hæglætisveður og góðan félagsskap
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 6
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af jon_m » 11 Jul 2014 00:41

Hreinn 2014 fór fram hjá Skaust í dag.

1. sæti Dagbjartur Jónsson 86 stig af 100 mögulegum
2. sæti Ívar Karl Hafliðason 82 stig af 100 mögulegum
3. sæti Finnur Steingrímsson 75 stig af 100 mögulegum

Á lengsta færinu (660 metrum) fengu 7 af 10 keppendum 3 sig, en Dagbjartur fékk verðlaun þar sem hann var með fleiri stig en næsti maður á 3 lengsa færinu.

Nokkrir voru jafnir með 1 hjarta hver og hlaut Jónas Hafþór verðlaun fyrir flest hjörtu þar sem hann skaut sitt hjarta á 200 metra færi, flestir hinna lentu í hjartað þegar skotið var fríhendis á 50 og 100 metrum.

Í aðalverðlaun var hleðslubók frá Norma í boði Hlað.
Viðhengi
DSC_1550-001.JPG
Verðlaunahafar
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Jul 2014 00:54

Nú er mótið búið og ég hef enga hugmynd um úrslitin... svo ég ákvað að tippa á eitthvað sem er manni nærtækara en HM í Brasilíu. Það er þó rétt að geta þess að ef Holland vinnur Brasilíu á laugardaginn og Þýskaland verður Heimsmeistari 2014 þá vinn ég HM pottinn í vinnuni...

Sjáum hvernig mér verður ágengt núna...

1. Finnur Steingrímsson - Duglegur að mæta í mót og á eiginlega skilið að vinna fyrir alla eljuna... :lol:
2. Sveinbjörn Valur Jóhannsson - Er sí ofan í æ búinn að gefa mönnum langt nef með Howuna og Bushnelinn.
3. Jónas Hafþór Jónsson - Veit ekki hver þessi er, vann Refinn... gæti hafa verið byrjenda heppni! Set hann í þriðja sætið.
4. Ivar Karl Hafliðason - Fær varla að taka þátt með .338 núna... :?
5. Dagbjartur Jónsson - Dúndran stendur alltaf fyrir sínu... en klikkar óvænt á stuttu færi og það verður dýrkeypt þegar upp er staðið.
6. Jón Magnús Eyþórsson - Ég er hreint ekkert hrifin af 30-06, enn minna hrifinn af 25-06... nýtt cal myndi fleyta Jóni inn í verðlaunasæti. (6,5 x 47 er málið) 8-)
7. Þorsteinn Ragnarsson - Þekki hann ekki, sem gæti orðið til þess að hann lendir allt of lágt á lista - Gæti hafa verið svona Kosta Ríka Hreinsins 2014
8. Sigurður Aðalsteinsson - Siggi loksins kominn í gæða gler, en það sem verður honum að falli er of hraðfleyg kúla... fellur nánast ekki neitt á lengri færunum og fer því hátt yfir... spurning um að ná betri tökum á 308 áður en haldið er í flóknari hluti. :oops:
9. Guðmundur Þorsteinn Bergsson - Þekki manninn ekki, en eitthver verður að vera síðastur var karl faðir minn vanur að segja.

Hef á tilfinninguni að skorið hafi verið mjög hátt í þessu móti, því gætu lítil mistök hafa verið dýrkeypt... En eins og venjulega þá var þetta örugglega hin besta skemmtun og það er fyrir öllu.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Jul 2014 00:55

Ha ha hahh... Var byrjaður að skrifa póstinn á meðan Jón Magnús henti inn úrslitunum... LOL...

In my face Dagbjartur og Ívar... vel gert!!! Til hamingju drengir!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 6
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af jon_m » 11 Jul 2014 01:35

Skil ekki í þér að mæta ekki Stebbi, sérstaklega þegar ég sá Econoline frá Símanum í stæðinu hjá mér þegar ég kom heim af mótinu.

Þú varst með 1 af 10 rétt og það var að ég og Sveinbjörn urðum jafnir í 6-7 sæti. Ég held samt að milliþugt hlaup og sjónauki með target turnum og 20x stækkun væri nóg til að hífa mig upp í toppbaráttuna. Held að caliberið sé ekki vandamálið. Það var t.d. ekki hægt að halda um hlaupið hjá mér eftir þessi 8 skot á 8 mínútum, hef heyrt einhverja halda því fram að það sé ekki gott uppá nákvæmni að gera, hvað þá á 660 metrum.

Ég prófaði í kvöld í fyrsta skipti að klikka sjónaukann upp. Skaut fyrstu 5 með milldot, klikkaði svo 31 klikk upp til að vera á 0 á 400 metrum. Skaut svo síðustu 3 með milldot. Siggi skaut öllum sínum skotum með milldot.

Það var líka rétt að klaufamistök urðu sumum dýrkeypt.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Jul 2014 09:04

Nei þetta var náttúrulega lélegt... málið er bara að ég var sendur í refsivist í gær til Vestmannaeyja vegna þess að þegar ég kom í 500 metra mótið um daginn þá kom ég með brotinn framöxul á Econoline í bæinn... :?

Ertu með 25-06 AI? Það er að sjálfsögðu aldrei gott að vera með bullandi heitt halup, það getur líka farið ílla með endinguna, en 8 - 10 skot ætti nú að vera í lagi.

Í þínum sporum myndi ég prófa færsluna á sjónaukanum, ef þú ert með MOA færslu þá myndi ég taka 3 skota grúppu á 100 færa 20 MOA upp og skjóta aðra og athuga hvort hún sé 58 cm ofar, ef hún er það ekki þá þarftu að gera ráð fyrir skekkjuni í fall útreikningunum.

Svo skaltu líka clicka inn öll færin.

Voru margir með 8 stig eða meira á lengsta færinu? Ég grísaði í 8 stig í fyrra á 655 M.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 2
Póstar:16
Skráður:28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn:Ívar Karl Hafliðason

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af ivarkh » 11 Jul 2014 09:50

Sælir
Þakka þeim Skaust mönnum fyrir frábært mót.
Það var enginn með meira en 3 stig á 660m, ég setti mitt skot rúma tommu yfir en skotin voru frekar há hjá mér þegar færinn tóku að lengjast. Greinilegt að maður er að vanmeta hraðan á 6.5-284 :D
Nokkuð sáttur með þetta samt en ég var að skjóta nýrri kúlu Nosler CC 123gr og hún virðist vera koma mjög vel út. Ákvað að leggja Hornady kúlunum.
Þetta var samt mót mistaka hjá mönnum, menn gleymdu að stilla stækkunina aftur eftir að hafa skotið fríhendis og Mil-dotið var allt í rugli. Sveinbjörn skaut sama dýrið tveim skotum í 10, þekkt sem "double tap". Veðrið var frábært og smá meðvindur og hliðarvindur enginn.
Annaðs voru menn þar að gera góða hluti og ótrúlegt hvað menn eru farnir að geta skotið með miklu öryggi af lengri færum með aðstoð ferilreikna og væri gaman að heyra frá Sigga á Vaðbrekku um hans fyrstu kynni af þessu ferilreikna fyrirbæri.
Kv Ívar Karl

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 2
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 11 Jul 2014 17:43

Þetta var hrillingur Stebbi ;) Ég hélt líka að þú vissir að ég hitti ekki fríhendis með þeim stóra.. Þau steinlágu nú samt eins og Siggi hefði sagt :D
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jul 2014 18:29

Ég er sáttur, var að fá það út úr mótinu nákvæmlega það sem ég vildi helst, með diggri aðstoð Ívars Karls frænda míns.
Hann fór með mig í gegn um ferilreikning til að kenna mér á mil dot sístemið, það er tiltölulega einfalt þegar buið er að sýna mér og græja það með mér, það voru öll skot nema 400 metrarnir dauðaskot hjá mér og ég er ánægður með það, veit ekki hvaða mistök ég gerði á 400 metrunum, en, ég gerði einhver mistök þar sem ég átta mig ekki á og var alger óþarfi eftir uppleggið hjá Ívari Kari með mér.
Skotin voru öll aðeins yfir á lengri færunum sem er betra en hafa þá of neðarlega, þau drepa allavega betur ef þau koma ofar og skemma minna.
Þetta var bara eins og leiðsögumaður og veiðimaður (Ívar Karl leiðsögumaðurinn) hann stóð hjá mér og sagði mér til jafn óðum.
En það var einmitt ætlunin með að kaupa þetta gler að nota mil dot-ið, sjónaukinn er með hunting turret turnum, svo það er ekki um það að ræða að klikka hann upp og niður eftir færunum.
Kirfilega skrúfaðir tappar á turnunum, enda mundi það enda með ósköpum hjá mér ef ég notaði klikkdæmið á veiðum mundi fljótt ruglast á því hvar ég væri staddur í klikkunum og þá er verra af stað farið en heima setið.
Sem sagt ég er ánægður og ætla að leggja glaður að vanda í hreindýravertíðina þetta áið sem endranær, meira að segja örlitið glaðari!
Set hérna inn úrslit mótsins í exel, það er hægt að þekkja hjartaskotin úr á því að þau gefa 7 stig.
Jón, þú værir kannski vís til að setja inn mynd af skífunni sem hékk uppi og sýnir stigagjöfina.
Viðhengi

[The extension xlsx has been deactivated and can no longer be displayed.]

Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 6
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af jon_m » 11 Jul 2014 20:14

Hér er hún
Viðhengi
DSC_1535.JPG
Dagbjartur að semja reglurnar ;o)
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 11 Jul 2014 20:21

Sælir.
Ég verð nú að öðrum ólöstuðum að taka ofan hattin fyrir FinnI Steingrímss 3 mót á 3 dögum frá Sauðárkróki til Eigilsstaða þvílíkur áhugi og elja, og svo ekki bara keppandi heldur mótsstjóri líka á Ak.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jul 2014 21:31

Sammála síðasta ræðumanni :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D
Áfram Finnur :D :) ;) 8-) :P :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af karlguðna » 11 Jul 2014 22:08

mikið væri nú gaman að vita hvaða cal, kúlur , hleðslur og riffla þessar skyttur væru að nota tala nú ekki um kíkana :P :P :P
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 2
Póstar:16
Skráður:28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn:Ívar Karl Hafliðason

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af ivarkh » 11 Jul 2014 22:21

Þetta sest allt í excelskjalinu hjá Sigga og líka inná Skaust.is. Annas var þetta klárlega sigur Nosler :)
Kv Ívar Karl

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af karlguðna » 11 Jul 2014 22:28

NOSLER ? ha var enginn með SIERRA ????? :( :(
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jul 2014 22:42

Kúlan sem ég keppti með er rangt skráð í Exelskjalinu, ég var ekki með Nosler ballistic tip :shock:
Aðrar upplýsingar í skjalinu tengdar mér og mínum riffli eru hinsvegar réttar :)
Kúlan sem ég notaði er Hornady A-Max 100 gr. og hleðslan á bakvið hana er 60 gr. af Norma MRP púðri.
Ég er búinn að skipta úr Vihtavuori N-560 mér fannst það sóta og karbóna riffilinn um of og skipti þessvegna yfir í Norma MRP en held sama hleðslumagni, hef ekki enn mælt hraðann á þessari hleðslu, en 60 gr. af Vihtavuori N-560 á bakvið 100 gr. Nosler ballistic tip gaf 3500 feta hraða og 3400 fet á 95 gr. Hornady V-Max.
Það er vafalaust svipaður hraði á þessari hleðslu kannski kring um 3400-3500 fet 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 2
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 11 Jul 2014 23:39

Jú jú Karl, Sierra 1560 kúlan var að gera fína hluti hjá mér. Skaut bara óvart aftur á steindautt dýrið á 276m. í stað 377m. Ósanngjarnt að fá ekki 20 stig fyrir það :) Gæfulegra að hafa penna við hönd til að merkja við hvað er búið !
Svo hefði verið fínt að hafa Stebba Sniper á staðnum til að skjóta fríhendisskotin fyrir mig ;)

Sierra 100grs. í .243win klikkar sko ekki. Það er bara skyttan !
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 6
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af jon_m » 12 Jul 2014 10:50

Ég nota líka 100 grain Sierra SBT, en cal .257, hún klikkar ekki og ekki að ástæðulausu að maður er að leita að þessum um allt land. Hún er ekki fáanleg hjá eins og er. Þessi kúla er líka að koma vel út í hreindýrin og það er ástæðan fyrir að ég nota hana frekar en Noser BT.

Hleðslan er 52.0 grain af N-160 og hraðinn mældur 2980 fet/sek, en er líklega örlítið meiri amk. var ég að setja of hátt á flestum færum.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: SkAUST - Hreinn 2014 - 10. júlí

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 13 Jul 2014 00:56

Sveinbjörn V skrifaði:Þetta var hrillingur Stebbi ;) Ég hélt líka að þú vissir að ég hitti ekki fríhendis með þeim stóra.. Þau steinlágu nú samt eins og Siggi hefði sagt :D
Ég er nú ferkar slappur að skjóta standandi líka... gæti trúað að það gæti reynst vel að láta riffilin síga í rólegheitunum niður á við þangað til þú ert kominn með lungna svæðið í sigti og Dúndra þá bara á kvikindið!!! Svo er bara að skella þessu í reynslu bankann og rasskella Dabba næst...

Það er líka hægt að gera þetta svona...

Lexía 1: Að skjóta standandi... :shock:
jon_m skrifaði:Ég nota líka 100 grain Sierra SBT, en cal .257, hún klikkar ekki og ekki að ástæðulausu að maður er að leita að þessum um allt land. Hún er ekki fáanleg hjá eins og er. Þessi kúla er líka að koma vel út í hreindýrin og það er ástæðan fyrir að ég nota hana frekar en Noser BT.

Hleðslan er 52.0 grain af N-160 og hraðinn mældur 2980 fet/sek, en er líklega örlítið meiri amk. var ég að setja of hátt á flestum færum.
Þetta hlítur að vera eitthvað skrítið... ég er að nota N-140 á bakvið 100 grs kúlu hjá í 6,5 x 47, set í hylkið 38 grs hraðamældi í gær með reyndar frekar slöppum árangri en var að sjá hraða upp í 3160 fps með rétt um 73% af púðurmagninu sem þú ert að nota... ég kæmi þessari kúlu sjálfsagt vel yfir 3200 fps með RL-15 og Norma 203B.

Sem þýðir að ég er að skjóta jafn þungri kúlu og þú væntanlega með heldur betri flugstuðli á um 200 fps meiri hraða... Reyndar á ég eftir að prófa þennan Steinert hraðamælir aðeins betur, en það ætti ekki að vera mikil skekkja...

Ég mundi skoða þetta eitthvað í þínum sporum Jón, mér finnst þetta allt of lítill hraði fyrir svona stórt hylki... í 284 Win gætir þú verið að skjóta 168 grs kúlu á þessum hraða við hlaup sem myndi steindrepa hreindýr á 700 metra færi...

Það er alveg ástæða fyrir því að það voru 5 eða 6 af 14 í Zeiss mótinu í dag með 6,5 x 47... 8-) Ótrúlega duglegt og fjölhæft hylki...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara