.22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
prizm
Póstar í umræðu: 2
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07
.22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af prizm » 09 Ágú 2014 22:59

Ég vona að ég sé ekki að brjóta neinar reglur, ef svo er skal ég með glöðu geði fjarlægja þessa færslu.


Haldið verður innan félags BR-mót í 22 cal á sunnudaginn 17. ágúst.
Skotið verður 50 skotum á 50 metrana eins og vanalega. Mótagjald er 1.000 kr. Endilega komið sem flest og takið þátt í skemmtilegu móti. Mæting er klukkan 09:30 og hefst svo mótið stundvíslega klukkan 10:00
Sama fyrirkomulag verður á mótinu og var á síðasta móti þar sem dregið verður um á hvaða braut menn skjóta af.
Hægt er að melda sig inn á fb eða mæta bara á staðinn.

Kveðja fyrir hönd kúlunefndar skotdeildar Keflavíkur.
-Raggi
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Ágú 2014 21:52

Nei, svona viljum við einmitt fá inn hérna.
Það væri gaman ef þú kæmir með úrslitin hérna þegar þau liggja fyrir :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

prizm
Póstar í umræðu: 2
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af prizm » 18 Ágú 2014 11:30

Keppt var í BR50 sunnudaginn 17. ágúst. Mættu 10 keppendur til leiks og gaman er að segja frá því að tveir kvenmenn skráðu sig til keppni.

Vegna fjölda keppenda var skipt upp í 2 riðla, skaut standard flokkur saman og svo sérflokkur saman.
voru 7 í standard og 3 í sérflokki.

Eftir yfirferð á skotmörkum, en var þetta í fyrsta skipti var notast við sér mælitæki til þess að úrskurða um vafa atriði, lágu úrslit ljós fyrir.

Sérflokkur
1. sæti Guðmundur Óskarsson
2. sæti Alfreð Björnsson
3. sæti Dúi G. Sigurðsson


Standard.
1. sæti Magnús Sigmundsson
2. sæti Árni More Arason
3. sæti Halldóra F. Sigurgeirsdóttir

Mynd

Vill kúlunefnd þakka kærlega fyrir skemmtilegt mót og góða mætingu og vonumst við eftir að sjá fleiri kvenmenn í framtíðinni á mótunum.

mbk
Kúlunefnd Skotdeildar Keflavíkur
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 18 Ágú 2014 21:57

Sælir.
Smá forvitni hvaða skífur eruð þið að nota? og eftir hvaða reglum farið þið?
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 21 Ágú 2014 10:05

skotið er 2x25 skotum á BR50 mörkin frá Kruger.
Mynd
-Dui Sigurdsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 23 Ágú 2014 22:23

Sælir.
Er verið að nota þessar reglur? http://www.ukbr22.org.uk/index.php/home/ukbr22-rules eða eh. heimasmíðað? á hvaða tima er verið að skjóta 20 mín.? er bara forvitinn til að geta borið samann skor þar sem við hér fyrir norðan erum að nota sömu skífur þið og ukbr reglurnar. Gaman að sjá hvar maður stendur gagnvart öðrum í sportinu.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 23 Ágú 2014 22:32

UKBR reglurnar eru í raun sama og við erum að nota fyrir utan flokkaskiptinguna.
Flokka skiptingin er frekar einföld, sérflokkur sem er keppnisrifflar/markrifflar og svo standard sem eru í raun "venjulegir" .22
Hver 25 skota lota er 20min, UKBR tala um 30min utandyra og 20min innandyra, en 20min hafa verið meira en nóg hjá okkur í gegnum tíðina
-Dui Sigurdsson

Bc3
Póstar í umræðu: 3
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Bc3 » 24 Ágú 2014 00:33

Setjið þið ekki skorininn a netið?
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 24 Ágú 2014 00:45

Alli, skorin eru hér ofar, eru inni á keflavik.is/skot og líka inni á https://www.facebook.com/pages/Skotdeil ... 3167486104 :)
-Dui Sigurdsson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 24 Ágú 2014 01:01

Eða varstu að meina eitthvað svona?
Mynd
-Dui Sigurdsson

Bc3
Póstar í umræðu: 3
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Bc3 » 24 Ágú 2014 16:50

Hehe nei var að tala um hina "aflabrestur" eða Ss i hanns félagi fyrst þeir eru að skjóta a sömu skifur
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 24 Ágú 2014 17:58

Sælir.
Takk fyrir þetta! Verð að taka mig samann í andlitinu og koma þesssu í exel skjal er bara með myndir af handskrifuðu skorborði hjá okkur en sýnist þetta vera svona á nokkuð á pari norðan og sunnan heiða, nema við skjótum bara eina skífu í hverju móti, annars eru einhver skor inná ósmann.is undir fréttir og eins á skotak.is úrslit móta. Akureyringarnir eru að skjóta þetta líka og við erum mikið að fara á milli og keppa, en öll mót hér fyrir norðan eru opinn lika meistaramót en þá keppa utafélasmmenn sem gestir, geta unnið mótið en verða ekki meistarar.
Það væri gamann ef þið hefðuð allavega eitt opið mót um helgi þá mundi maður reyna að koma í heimsók og við reyndum þá að gera það sama ef það er áhugi.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Bc3
Póstar í umræðu: 3
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Bc3 » 24 Ágú 2014 19:40

Sæll. Hvenar er næsta mót hjá ykkur ósmönnum
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 24 Ágú 2014 20:26

Það er á planinu að vera einmitt með eitt opið mót allavegana. Venjulega eru mótin á sunnudegi, og hafa þau verið nær alltaf 10:00 en myndum færa það til 12/13 upp á að þið hefðuð færi að mæta.
-Dui Sigurdsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af petrolhead » 24 Ágú 2014 21:44

Dui Sigurdsson skrifaði:UKBR reglurnar eru í raun sama og við erum að nota fyrir utan flokkaskiptinguna.
Flokka skiptingin er frekar einföld, sérflokkur sem er keppnisrifflar/markrifflar og svo standard sem eru í raun "venjulegir" .22
Einföld og góð flokkaskipting mundi ég segja og mætti vel nota sem fyrirmynd.
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 26 Ágú 2014 19:48

Sælir.
Mótahaldi er lokið hjá Ósmönnum þettað árið samkvæmt dagskrá, en ef tíðin er góð þá er aldrei að vita hvað við gerum, skal láta vita með fyrirvara ef það verða haldin fleiri mót.
Það er þetta með flokkana, er ekki alveg sammála þessu Gæi!! finnst þetta pínu loðið færu þá Brno model2 með 9x sjónauka í sama flokk og CZ455 varmit með 32x gleri þar sem hvorugur er spes markriffill, en ef CZan er í thumbhole skefti það er sami lás og hlaup. Savage mkII er td. til í allavega 3 ef ekki fjórum mismunandi skeftisútfærslum frá target til sporter allt sami lás og hlaup.
Er ekki að setja út á neitt, en er bara svona að velta hlutunum fyrir mér. Ég væri persónulega hrifnari af UKBR flokkunum þar sem þyngd og stækkun sjónauka skifta í flokka. Sé fyrir mér í byrjun 2 flokka, létta riffla td. undir 3,8 kg, max 12x stækkun, magasín og forskefti max 55mm breitt. Rest færi í annan flokk. Mér hefur nú fundist stækkun á sjónauka og skyttan skifta frekar máli heldur en hvort græjan er spes markriffill eða ekki.
Tel að svona skipting gæti fjölgað keppendum þar sem fleiri með "minni/ódýrari græjur" ættu séns á að komast á blað og eihverjir gætu þess vegna komið með riffla í báða flokka, alla vega væri ég til í það!
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af petrolhead » 26 Ágú 2014 21:36

:-) Kæri félagi Jón það kemur mér reyndar ekki á óvart að við séum ekki alveg sammála í þessu, en með því að skoða stigatöfluna úr mótaröðinni þá sést að meðal skor í sérflokknum 444,3 stig og 16 tilfelli alls, en á hinn bóginn gefa bara 16 hæðstu skorin í standard flokknum 395,8 stig að meðaltali....hafi ég reiknað rétt... :ugeek: svo ég fæ ekki betur séð en þetta hafi verið rökrétt skipting hjá strákunum Keflavíkinni, enda hlýtur að vera talsvert vandaðri smíði á því sem er framleitt undir yfirskriftinni markriffill en því sem er svona "verksmiðju" riffill. En ég get líka tekið undir það gamall Brno á móti CZ455 sé ekki jöfn keppni.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 27 Ágú 2014 01:43

Sælir.
Jammm!!!!!
En ef við skoðum hvernig rifflar hafa náð flestum verðlaunum og oft mjög góðum skorum hér norðan heiða er það ekki td. Savage mkII???? sem félli trúlegast í "almenna" flokkinn samkvæmt þessari flokkum, þótt þetta séu að upplagi "milliþungir varmit" rifflar með sjónauka með 20x plús í stækkun???
Og eru það bara oftar en ekki "vönu" og betur æfðu skyttyrnar sem eru búnar að fjárfesta í spes markgræjum? og nenna svo að legga vinnu og aur í að prufa skot, vigta og græja.
Höfum nú séð hvoru tveggja hér í sumar, aðili sem var ekki að gera neitt í fyrra með slakar græjur brilleraði með vel græjaðan riffil og skot í sumar, og svo mjög frambærilega skyttu með þokkalegar græjur ekki gera nokkurn skapaðan hlut vegna skorts á heimavinnu.
Gamall model2 með góðan sjónauka getur nefninlega alveg staðið fyrir sínu í höndunum á góðri skyttu sem hefur unnið heimavinnuna sína!
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: .22BR 50m innanfélagsmót hjá Skotdeild Keflavíkur 17.08

Ólesinn póstur af petrolhead » 29 Ágú 2014 21:59

Ágæti fóstri.
Nokkuð er til í þeim orðum þínum að mönnum hefur gengið vel með savage mkII á okkar heimaslóðum en tveir þeirra líka í höndum manna sem eru búnir að keppa um all nokkurt skeið.
En við getum líka horft á annað dæmi úr okkar hópi því piltur einn, sem ég mundi flokka sem ótvíræðan hástökkvara sumarsins, er ný byrjaður að keppa í þessu sporti og búinn vera efstur í fleiri en einni keppni á seasoninu, hann er jú með riffil sem er smíðaður sem markriffill af frændum okkar í danaveldi, sem mér finnst enn frekar renna stoðum undir þá skoðun að þessir markrifflar séu svona skörinni eða tveim ofar en þeir venjulegu. Ég stend því á þeirri skoðun minni fastar en fótunum (sem ég get að vísu ekki staðið mjög fast í sökum skorts á kílóum) að þetta hafi verið rökrétt flokkaskipting hjá þeim í Skotdeild Keflavíkur.
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara