Ný berger kúla í benchrest

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Ný berger kúla í benchrest

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Feb 2012 10:50

Kúluframleiðandinn Berger hefur þróað nýja tegund af kúlum, sérstaklega ætlaða í bencrest og byggir á allveg nýrri tækni. Talað er um Dispersion Mitigation eða minni dreifingu og heitir kúlan “6mm BR Column”

Engin þyngd er gefin upp en þetta byggist á því að einhverskonar jafnvægi er í kúlunni og blýsúlan inn í henni ræður því. Bryan Litz hefur þróað þessa kúlu með Berger og eru þeir víst búnir að prófa hana fram og aftur í um fjögur ár.

Mynd

Það er spurning hvort að þetta eigi eftir að breyta keppnum, t.d. varmint for score eða kannski hefur þetta meira að segja í grúppu keppnum...

Verður allavega spennandi fyrir þá sem eru með 6mm

Hérna er fjallað um kúluna:http://02b0516.netsolhost.com/blog1/?p=262
Og hér: http://bulletin.accurateshooter.com/201 ... benchrest/
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Ný berger kúla í benchrest

Ólesinn póstur af gylfisig » 29 Feb 2012 12:49

Það verður gaman að reyna þessa kúlu. Spurning hvort þeir Skyttumenn á Akureyri verði ekki snöggir að panta hana. Þessa stundina er ég að nota 68 Berger og 88 Berger í 6 BR Norma. Þessar kúlur eru mjög góðar í 10 " twist HV Krieger hlaupið. Spennandi að vita hvort þessi Column kúla virkar betur. Reyndar hefði ég viljað hafa hana aðeins þyngri, eða kringum 80 grs.
Ég er líka að nota 120 grs Berger í 6,5x47 Lapua, og er afskaplega ánægður með hana líka. Það er ekki spurning, að Berger kúlur eru með þeim nákvæmustu sem völ er á.
Það er gaman að sjá hvað forsvarsmenn þessarar síðu fylgjast vel með öllum nýjungum.
Plús fyrir það !
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara