Hitabreytingar

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 19 Oct 2014 23:36

Tók eftir því í gærkveld eftir því sem leið á nóttina og kuldi lækkaði niður undir frostmark þá lækkar ákoman um 2-3 sm óháð púðri og caliberi.

Á móti kemur að þegar líður á nóttina þá hafa nokkrir tugir skota farið í gegnum hláupið.

Hvaða reynslu hafið þið af því að skjóta í mark þegar hiti er að fara úr nokkrum gráðum og niður undir frostmark?

Vissulega eru þetta ekki nákvæmar mælingar þegar kemur að hita og raka en undanfarið hefur hitinn verið um eða undir 8-10c og fer svo niður undir frost þegar lægir um miðja nótt.

Reyndar hef ég heyrt þess getið að Íslendingar hafi lent í vandræðum á veiðum í heitari löndum þegar farið er með hleðslur sem gefa góða hraða hér á ÍSlandi. Svo bætir vel í þegar hiti er komin yfir 30c.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Oct 2014 00:02

Þetta er köld staðreynd eftir því sem hitastig lækkar verður ákoman lægri og getur orðið umtalsverð og hvað varðar heitari lönd get ég alveg trúað því hjá þeim sem hlaða mjög nálægt þrýstingsmörkum í sínum 8-12 gráðum.
Þegar ég var að birja að skjóta úr riffli af einhverju ráði lenti ég í að undirskjóta á ref þar sem ég ver ekki búinn að læra þetta og hýmdi í 2 gráðu frosti í húsinu og svo þegar rebbi kom 4 tímum síðar þá fór sem fór
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Oct 2014 00:24

Brunahraði púðurs ef breytilegur eftir hitastigi púðurs og er það mismikið eftir púðurgerðum. Á styttri færum er það hiti púðurs sem hefur þessi áhrif. Hitastig hefur líka áhrif á þéttleika lofts ásamt loftþrystingi og raka, þótt rakin hafi mjög lítil áhrif þar, en þau áhrif eru þó minni á stuttum færum. Þetta eru allt þættir sem þarf að gera ráð fyrir. T.d. þegar púður er valið, en N500 púðrin þola betur hitabreytingar en N100, og svo langar mig að prófa Hodgon Extrem series, en þau eiga að þola mjög vel hitabreytingar. Þetta er einn af þeim þáttum sem gera þarf ráð fyrir.

Menn verða þó að passa sig á því að það er hitastig púðursins sem ræður, ekki útihita. Ef menn geyma skotin inn á sér þangað til að það á að skjóta þá ætti púðrið að vera heitar en útihitastigið. Einnig sé ég mun þegar ég er að hraðamæla að ég má ekki hafa skotið lengi í heitum rifflinum áður en ég skýt svo að hraðin aukist ekki við það að púðrið hitni í heitum lásnum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 20 Oct 2014 19:54

Keypti brúsa af n135 í Hlað fyrir nokkrum árum. það púður hreinlega virkaði ekki í frosti. Kúlan bara hoppaði fram í landið og stóð þar föst. Púðrið sviðnaði aðeins. Prófaði mismunandi hvellhettur, mimunandi kaliber.
Alltaf sama niðurstaðan. Ef ég hafði skotin í vasanum og hélt þeim þannig heitum virkuðu þau fínnt.
3-4° frost var nóg. Þá bara brann ekki púðrið.

Það tók mig smá tíma að tengja þetta við kulda en þannig var það klárlega.
Síðast breytt af Birgir stranda þann 21 Oct 2014 17:39, breytt í 1 skipti samtals.
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af karlguðna » 20 Oct 2014 21:42

þá þíðir nú lítið að vera að fynna hina fullkomnu hleðslu á heitum sumardegi sem maður ætlar svo að nota að vetri til,, :roll: maður þarf kannski að fá sér Rambobelti sem maður ber innanklæða :P
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 20 Oct 2014 22:44

Það er líka ferkar varhugavert að snúa þessu við og prófa hleðslur í miklum kulda ef þú ert að skjóta hleðlsum nálægt hámarks þrýstingi. Því þrýstingurinn hækkar eftir því sem hitastigið úti hækkar!

Hinsvegar, ef menn nota ferilforrit þá er hægt að gera ráð fyrir hraðabreitingum vegna hitastigs á púðri í forritinu.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Oct 2014 13:37

QL er með fídus til að gera ráð fyrir hitabreytingum á púðri, hef reyndar lítið notað hann og þekki ekki hversu nákvæmt það er. Það virðast engar rannsóknir né töflur vera til um hitanæmni púðurs, en sennilega er þetta samblanda af brunahraða og svo hleðslunni þannig að erfitt er að gefa einhverja línu út. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að prufa Hodgon Extreme powders púðrið. En held mig eins og er við N560 sem á að vera minna hitanæmt en N100 púðrin
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

G.ASG
Póstar í umræðu: 1
Póstar:16
Skráður:06 Ágú 2011 22:09

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af G.ASG » 21 Oct 2014 19:38

Hef notað þennann fídus í Quickload og hann er ekki mjög nákvæmur. Hann gefur ca línulega breytingu á hraða sem er ekki rétt. En gefur manni kannski smá hugmynd. Eina leiðin er að hraðamæla við allar þessar aðstæður. Eina taflan sem ég hef séð er fyrir 50 bmg sem er nokkuð nákvæm og sumir nota hana til viðmiðunar.

Kv. Gunnar

Fiskimann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Fiskimann » 28 Oct 2014 13:36

Sælir félagar
Hérna er tafla sem ég fann fyrir löngu síðan. http://stevespages.com/tempvsvelocity.html
Kv. Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Oct 2014 14:58

Daginn, meistarar.
Ég hef tekið eftir því að sum púður eru viðkvæmari en önnur, við "mikið" breytt hitastig.
Ég notaði Norma 201 í 6 Br-inn minn, sem verður að teljast nokkuð nákvæmur riffill. Með hv Krieger hlaup, og micro gikk, og uppréttan lás. Verð strax var við það, ef eitthvað er að í ferlinu. Þegar ég var að nota umrætt Norma púður i talsverðu frosti, þá vildi riffillinn með engu móti skjóta.
Grúppurnar opnuðust mikið, upp í allt að 1,5 " . Riffillinn er að skila grúppum vel undir 0,5" á góðum degi. Ég prófaði önnur púður, og er mjög sáttur við N-135, hvort heldur i frosti, eða funa (: Hef ekki séð neinn mun á Re-15 púðrinu heldur, i mismunandi hita. Það virðist vera mjög stöðugt, og ég nota það eingöngu i 6,5x47. Það hentar einnig i t.d. 308 Win.
N-500 línuna í púðri er ég steinhættur að nota, ekki fyrir það að rifflar skytu ekki með þeirri púðurlínu, heldur vegna þess hversu riffilhlaupin urðu óhreinni með þeim.

.
En ég get mælt með R E - 15 púðrinu, sem ég tel , að menn hér vanmeti. Hugsanlega hefur verð á því eitthvað að segja um sölu þess, en ég kaupi það tvímælalaust, því mér finnst það alltaf stöðugt, með tilliti til hitastigs, þó það sé töluvert dýrara en V V .
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 28 Oct 2014 17:22

Ég var með Norma URP í 6,5x55 og IMR4198 í 222rem þetta kvöld og hef verið að skjóta því mest undanfarið.

Með minni hylkin læt ég verðið liggja á milli hluta og dugar mér baukur af púðri nokkuð lengi í 222rem.
2506 hylkið gleypir umtalsvert meira magn og því hefur N165 orðið fyrir valinu.

Nú er allur veturinn framundan og væntanlega kvöld og kvöld sem til fellur til æfinga. Ef það er einhver staður sem er með breytilega veðráttu þá er það Reykjanesskaginn hvort heldur með hita að rakastig.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 28 Oct 2014 21:50

Sæll Gylfi

Eftir því sem ég kemst næst þá er RE-15 sama púður og Norma 203B, hefur þú prófað það í 6,5x47 riffilinn hjá þér?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Oct 2014 23:21

Sæll Stefán.
Nei, ekki prófað það.
Þau púður sem ég prófaði voru: N -140, N-150, N-550 og Re-15.
Riffillinn skaut afar vel með N 150 og N 550. Fékk mjög litlar grúppur með 41,4 grs af N-550 og byrjaði alfarið að nota það. Lenti samt nokkuð fljótt í því að riffillinn hætti að skjóta vel. Ástæðan var sót, sem ekki náðist að hreinsa með hefðbundnum aðferðum. Sá þetta svo hjá fleirum sem voru með þetta 550 púður, og hætti alfarið að nota allt 500 púður, eins og ég nefni i fyrri þræði. Ólafur í Veiðihorninu fór að flytja inn amerísk púður, sem ég hafði mikinn áhuga á að prófa, og Re -15 kom svona glimrandi vel út. Ríkishleðslan hjá mér er 39.0 grs Re-15 og 123 grs A Max kúla. Virkar ljómandi vel, og ég breyti þessari hleðslu ekkert, meðan Reloader -15 er til.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 29 Oct 2014 08:46

Enda ekki ástæða til að breyta því sem gott er, en hér er áhugaverð grein fyrir þig ef þú lendir í því að eiga ekki RE-15.

Alliant Reloder 15 Vs. Norma 203B

Ég hugsa að ég prófi eitthverntíman Norma 203B af því að það fæst í Hlað... :D En N-140 hefur bara komið svo vel út hjá mér að ég sé ekki ástæðu til að skipta frekar en þú. Að vísu vantar yfirleitt 70 - 120 fps á miðað við RE-15 / 203B í hleðslu töflum. Mér sýnist líka lang lang flestir vera að nota Varget eða RE-15. Svo minnir mig að ég hafi séð talsvert af Hodgon 4350 eða IMR 4350 fyrir þyngri kúlurnar.

Mynd
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af gylfisig » 29 Oct 2014 10:43

:D
Viðhengi
6,5x47  Kelbly.jpg
6,5x47 Kelbly.jpg (58.08KiB)Skoðað 2369 sinnum
6,5x47  Kelbly.jpg
6,5x47 Kelbly.jpg (58.08KiB)Skoðað 2369 sinnum
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 29 Oct 2014 22:38

Snirtilegt Gylfi!

Veistu hraðan á A-Maxinum með þessari hleðslu? Hvaða hlaup ertu með og í hvaða twisti?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af gylfisig » 30 Oct 2014 10:24

Þessu er skotið úr riffli Kelbly riffli, Valda Birgis. Já... snyrtilegt hjá kallinum. Veit ekki hraða eða twist hjá honum.
Twist í Hart hlaupinu minu, er 1-9
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Hitabreytingar

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 01 Feb 2015 12:32

Hér er mynd af n135 púðrinu sem ég var að tala um ofar í þessum þræði. Svona lítur það út þegar maður reynir að skjóta því í frosti. Kúlan hoppar fram í landið og púðrið sviðnar. Hiti um frostmark er nóg til þess að það hætti að virka.


IMG_20150131_135151.jpg
IMG_20150131_135151.jpg (59.01KiB)Skoðað 2147 sinnum
IMG_20150131_135151.jpg
IMG_20150131_135151.jpg (59.01KiB)Skoðað 2147 sinnum
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Svara