Riffilbraut hafnað í annað sinn

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Jan 2015 20:25

Nú hefur braut og möguleikum markviss á flottri uppbyggingu og öðrum tækifærum aftur verið hafnað.Ég er verulega fúll þeirra vegna
http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=11541
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 15 Jan 2015 20:37

Gisminn skrifaði:aftur verið hafnað
Computer say no

Nú er bara sækja um 1000 metra braut og setja á aðþjóðlegt F-Class mót eftir 3 ár.
Það hlítur að vera nóg landsvæði þarna. :)
Því ekki að skjóta á miðnætti eins og gólfararnir gera.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 15 Jan 2015 21:17

Sælir/ar.
Ekki gott þegar skammsýnin ræður för. Skipulag er fyrir íbúana og á sífellt að vera til endurskoðunar.
Ef breytinga er þörf, þá eru breytingar gerðar á skipulaginu. En þá þarf að vera áhugi fyrir hendi, hjá þeim sem ákvarðirnar taka. ;) ;)

Og svo er Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar í einhverri fílu þessa dagana.
Er reyndar ekki hissa á því eins og komið hefur verið fram við rjúpnaveiðimenn varðandi þessa afrétt.
Virðist ekki vera aðlaðandi bær/sveitarfélag fyrir skotáhugafólk.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 4
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af 257wby » 16 Jan 2015 22:33

Sælir.

Ekki eru allar nætur úti enn, eins og karlinn sagði :)

En vissulega vildi maður fara að fá önnur svör frá ráðamönnum bæjarins!

Málið snýst ekki eingöngu um leyfi fyrir riffilbraut heldur einnig um framtíðarstaðsetningu félagsins.
Haglavöllur félagsins er (leyfi ég mér að fullyrða) einn sá besti á landinu og hafa mót sem við höfum haldið undanfarin ár verið mjög vel sótt og eru að verða hálfgerð fjölskylduhátíð. Frá árinu 2009 hefur öll uppbygging verið sett á "hold" þar sem ekki hefur verið vissa um hvort við fengum að vera áfram á núverandi svæði.


kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jan 2015 23:43

Félagi og vinur, Þorsteinn.
Það er sorglegt hvað mörg sveitarfélög í landinu reyna að þvælast fyrr þegar skotfélög sækja um leyfi fyrir skotsvæðum.
Þetta er nú einu sinni vinsæl íþrótt, en það vill gleymast!
Sérsvið og þjónustulund sveitarfélaganna virðist miklu frekar ganga út á að rukka ;)
Allar athugasemdir hvað þessi skotsvæði varðar eru oft teknar til greina, hvort sem eitthvert vit er í þeim eða ekki, það virðist því miður allstaðar vaða uppi í þjóðfélaginu vanþekking á skotvopnum og eiginleikum þeirra.
Þetta virðist ekkert vera skárra hjá kjörnum fulltrúum okkar.
Í krafti vanþekkingar og hræðslu við hana hjá þessum kjörnu fulltrúum og vanþekkinguna hjá almenningi, sem notar hana til að gera athugasemdir við allt smátt og stórt sem viðkemur skotsvæðum, eru hinir kjörnu fulltrúar oft það huglausir að þeir þora ekki að taka afstöðu til málanna og grípa fegins hendi öll tækifæri til að fresta málunum, af tæknilegum ástæðum.
Þetta verður því miður oft til þess að þessi mál eru að þvælast í kerfinu hjá sveitarfélögum árum saman algerlega að óþörfu.
Við þekkjum þetta vel hérna hjá SKAUST, eftir að leigusamningurinn um land undir skotsvæði á Þrándarstöðum rann út og ákveðið var að flytja sig þaðan, var þetta mál að þvælast fram og aftur í kerfinu hérna í fjölda ára og búið að minnsta kosti að fá vilyrði fyrir fleiri en einum stað hjá landeigendum, gekk það til baka vegna einhverra nágranna til dæmis sem gerðu athugasemdir og fleira.
Síðan þegar búið var að úthluta svæðinu á Þuríðarstöðum á Eyvindardal, var það ekki á beinu brautinni til að byrja með, en þá sýndi sveitarstjórnin að vísu hugrekki og tók af skarið, þó síðan hafi verið erfitt að sækja ýmsar sjálfsagðar úrbætur tengdar svæðinu, svo sem þokkalega færan veg að aðstöðunni og brú yfir ána, þar eru yfirvöld í einhverjum tæknilegum þrautakóng, sem tefur fyrir málunum.
En það virðist bara fara einhver histería í gang þegar rætt er um skotvopn, alveg sama hvað er í þeim efnum.
Er þá skemmst að minnast umræðu um byssur þær sem Landhelgisgæslan fékk frá Noregi og lögreglan átti að fá afnot af en umræðan varð til þess að nú á að skila þeim og skilja lögregluna eftir á flæðiskeri í þeim efnum, með ónothæf vopn, þegar reynslan úti í heimi segir okkur að nú sé nauðsin sem aldrei fyrr að lögreglan verði girt í brók í þesssum efnuum :( :o :cry:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

kra
Póstar í umræðu: 3
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af kra » 17 Jan 2015 08:48

Og landsmótið i uppnámi..
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 4
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af 257wby » 17 Jan 2015 13:14

kra skrifaði:Og landsmótið i uppnámi..
Nei nei, Kristján.

Mótahald er ekki í neinu uppnámi :)

Keppni í skeet á landsmóti 50+ verður þann 26 júní
Landsmót STÍ í skeet verður 18-19 júlí
Norðurlandsmeistaramót NLM-Open verður haldið 15 ágúst (á Sauðárkróki)
og að lokum kvennamótið "Skyttan" verður þann 12 september

Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur á komandi tímabili ;)

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Þórður
Póstar í umræðu: 2
Póstar:5
Skráður:18 Jan 2015 20:41
Fullt nafn:Þórður Pálsson

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Þórður » 19 Jan 2015 10:36

Jón Pálmason skrifaði:Sælir/ar.
Ekki gott þegar skammsýnin ræður för. Skipulag er fyrir íbúana og á sífellt að vera til endurskoðunar.
Ef breytinga er þörf, þá eru breytingar gerðar á skipulaginu. En þá þarf að vera áhugi fyrir hendi, hjá þeim sem ákvarðirnar taka. ;) ;)

Og svo er Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar í einhverri fílu þessa dagana.
Er reyndar ekki hissa á því eins og komið hefur verið fram við rjúpnaveiðimenn varðandi þessa afrétt.
Virðist ekki vera aðlaðandi bær/sveitarfélag fyrir skotáhugafólk.
Sæll Jón Þórður Pálsson heiti ég og er einn nefndarmanna landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar og mig langar að vita hvað það er sem nefndin hefur gert sem misbýður rjúpnveiðimönnum á Skrapatunguafrétt. Veit ekki til þess að við höfum amast við rjúpnaveiði á þessu svæði það er þá eitthvað gamalt. En endilega komdu með dæmi.
Kveðja Þórður Pálsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 19 Jan 2015 11:43

Það væri gaman að vita hvort einhverstaðar í aðalskipulagi Blöndósbæjar er gert ráð fyrir svæði undir skotíþrótta aðstöðu fyrir riffilskotfimi.

"Ástæðan er sú að staðsetningin er ekki í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2013. Ef gefa ætti leyfi fyrir brautinni þyrfti að breyta aðalskipulaginu og gera deiliskipulag fyrir svæðið."

Einnig væri gaman að vita hvað stendur í vegi fyrir því að deiliskipuleggja það svæði sem ætlað er undir skotæfingasvæði í aðalskipulagi.

"Ástæðan er sú að staðsetningin er ekki í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2013. Ef gefa ætti leyfi fyrir brautinni þyrfti að breyta aðalskipulaginu og gera deiliskipulag fyrir svæðið."
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 19 Jan 2015 12:53

Sæll Þórður.

Átti við að lanbúnaðarnefndin væri í fílu, vegna úrskurðar óbyggðarnefndar og vildi áfrýja honum til dómstóla,sem er bara eðlilegt þegar tveir deila.
Átti ekki við Skrapatunguafrétt. Hefði getað orðað þetta betur til að valda ekki óþarfa misskylningi og biðst afsökunar á því hér með.
Átti við umdeildar sölur á rjúpnaveiðileyfum á Húnverskum afréttum eins og þig hefur ef til vill rennt í grun um.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Þórður
Póstar í umræðu: 2
Póstar:5
Skráður:18 Jan 2015 20:41
Fullt nafn:Þórður Pálsson

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Þórður » 20 Jan 2015 11:08

Sæll Jón
Já þú ert að tala um Vestur Húnavatnssýslu þetta hefur ekki verið stundað í A-Hún fram að þessu spurnig hvað gerist þegar Grímtunguheiði er nú eignarland eins og hún hefur náttúrlega verið alla tíð. Okkur hefur nú fundist í lagi að menn fari til rjúpnaveiða á afréttum Blönduósbæjar sérstaklega ef menn láta vita af fé sem þar kann að leynast í leitóttu landslaginu. Þú talar um að við séum í fýlu en værir þú það ekki ef þú kaupir fasteign en síðan væri hún útskurðuð af þér á þeim forsendum að ekki hafi skjalavarsla verið í nógu góðu lagi hjá sýslumanni Skagfirðinga árið 1823. En við sjáum til hvað Blönduósbær gerir hvort þetta fer til dómsstóla eður ei.
Svo um það sem þessi umræða var nú í upphafi riffilbraut, Guðmann var ekki búið að lofa Skotfélginu nýju svæði í Draugagili þar sem hægt væri að koma upp riffilbraut án vandræða? Þar til það loforð er uppfyllt verðum við að vera duglegir að heimsækja góðviljaða nágranna okkar í Skagafirði.
Með kveðju úr Húnavatnssýslunni.
Þórður Pálsson
Kveðja Þórður Pálsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Jan 2015 12:09

Draugagil.....það er æðislegt nafn fyrir skotsvæði :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 20 Jan 2015 19:44

Sælir.
Jamm Siggi. Draugagil er flott nafn og ef svæðið væri nú jafn glæsilegt, þetta voru brotajárnshaugar og bílakirkugarður Blönduósinga um árabil og ekki eru nema örfá ár síðan gor var urðaður á svæðinu.
Þórður er það ekki rétt að svæðið er að ég best veit ófrágengið og vistlegt eftir því, þess utan verður að flytja allt efni til uppbyggingar á mönum og bakstoppum á svæðið með tugmiljóna kostnaði, þar sem ekki má hreifa þarna jarðveg næstu áratugina, meðan uppbygging á núverandi svæði kostar ekki nema brota brot af því. Að bjóða íþróttafélagi svona landsvæði til uppbyggingar á íþróttasvæði jaðrar hreinlega við móðgun að mínu mati, og er ég nokkuð viss um að ef svo ólíklega vildi til að tuðruspörkurum eða hnakkrónum væri boðið upp á eh. þessu líkt yrði allt snarvitlaust
Mig minnir að það hafi orðið fátt um svör hjá Blönduósbæ þegar það var rætt hvort þeir ætluðu að afhenda Draugagil í svipuðu ástandi og með sambærilega möguleika á uppbyggingu og á núverandi svæði Markviss.
Það væri kænski vert að rifja það upp fyrir stjórnendum Blönduóss að íþróttamaður/kona ársins á Blönduósi síðustu 2 árinn hefur komið úr Markviss þrátt fyrir að aðstaðan sé ekki upp á marga fiska.
Og já ég er félagi í Markviss og hef stundað töluvert æfingar þar á bæ þótt ég æfi meira í heimabyggð.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 20 Jan 2015 20:28

Sæll Þórður.

Blönduósingar hafa verið afar duglegir að heimsækja okkur á Krókinn og ávallt velkomnir.
Og veit að við erum velkomnir til ykkar, enda samvinna aðeins af hinu góða.
Gott að vita af því að ekki er amast við löglegum veiðimönnum á afréttum Blönduósbæjar.
Hér í Skagafirði er sömu sögu að segja í dag.
Var samt ekki alltaf þannig hér áður fyrr. En það er önnur saga sem óþarfi er að rifja upp hér. ;)
Og þetta með sýslumann Skagfirðinga hlýtur að vera komið í gott lag í dag :D
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 4
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af 257wby » 22 Jan 2015 22:49

Þórður skrifaði: Svo um það sem þessi umræða var nú í upphafi riffilbraut, Guðmann var ekki búið að lofa Skotfélginu nýju svæði í Draugagili þar sem hægt væri að koma upp riffilbraut án vandræða? Þar til það loforð er uppfyllt verðum við að vera duglegir að heimsækja góðviljaða nágranna okkar í Skagafirði.
Með kveðju úr Húnavatnssýslunni.
Þórður Pálsson
Vissulega var það svo að vorið 2009 (að mig minnir) lá mikið á að færa skotsvæðið vegna yfirvofandi framkvæmda við risa gagnaver Greenstone, sem rísa átti í nágrenninu. Svæðið í "Draugagili" var í raun eina landsvæðið sem bærinn átti til þar sem rest bæjarlandsins átti að fara undir gagnaver og annað tengt því. Í framhaldinu var samþykkt nýtt aðalskipulag sem var mótað að þörfum Greenstone. Nú hefur verið vitað í nokkur ár að umrætt fyrirtæki mun ekki reisa gagnaver á svæðinu,sem er miður þar sem ekki veitir af að auka fjölbreytni í atvinnumálum á nv-landi. Eftir stendur að Blönduósingar sitja uppi með allt sitt landsvæði eyrnamerkt sem "iðnaðarlóð" samkv. aðalskipulagi og enginn þorir eða getur gert neitt.

Svo að við snúum okkur aftur að því svæði sem skotf.Markviss var úthlutað á nýja aðalskipulaginu, þá er það svo eins og bent hefur verið á að ekkert hefur verið gert varðandi frágang þess að undanskyldu því að gryfjum var lokað.
Undirritaður er búinn að funda með þeim aðilum sem að þessu máli koma og var það sameiginleg niðurstaða að "Draugagil" hentaði ekki undir rekstur skotíþróttasvæðis.
Og nei Þórður á því svæði sem skotf.Markviss var úthlutað er ekki pláss fyrir riffilbraut.

kv

Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

kra
Póstar í umræðu: 3
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af kra » 23 Jan 2015 20:37

Stóð ekki til að keppa i 50BR a landsmótinu í júní ???
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 4
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af 257wby » 23 Jan 2015 21:44

Sæll Kristján.
Jú það er rétt, við sóttum um að BR50 yrði ein af skotgreinum á landsmóti 50+ í júní í þeirri von að grænt ljós yrði gefið á gerð aðstöðunnar. Nú er ljóst að niðurstaða þessa máls mun ekki nást innan þeirra tímamarka sem sett voru, því verður aðeins keppt í Skeet á landsmótinu í sumar.

Svona í framhjáhlaupi má geta þess að BR50 er að verða (eða jafnvel orðin) ein af löglegum greinum innan skotíþróttasambandsins :)

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

kra
Póstar í umræðu: 3
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Riffilbraut hafnað í annað sinn

Ólesinn póstur af kra » 24 Jan 2015 11:16

Sæll. Ja hef verið í sambandi við STI um að fara af stað með Bikarmótaröð i 50BR.
Erum að bíða eftir svari frá alþjoðasambandinu um samþykki þeirra. Og fá réttar skífur.
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

Svara