GRÚPPUR Á 500 M

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
G.ASG
Póstar í umræðu: 2
Póstar:16
Skráður:06 Ágú 2011 22:09
Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af G.ASG » 26 Jan 2015 23:30

Vertical stringing getur verið margt.

Myndi nú helst giska á að þú ert ekki að taka rétt á gikknum. Getur líka verið að þú haldir ekki rétt við stokkinn. Bipod pressure ekki eins skot eftir skot sem getur valdið því að hlaupið hoppi að framan. Þessir factorar verða alltaf að vera eins.

Myndi byrja á því að fara á youtube og taka nokkur myndbönd á Trigger control og loading the bipod.

Útiloka það annars er þetta eitthvað dýpra.

Hér er mikill þráður um Vertical stringing.

http://www.longrangehunting.com/forums/ ... ing-37853/

Kv. Gunnar

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 5
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 27 Jan 2015 01:44

Það er nú rétt að bæta við síðasta svar svo ekki verði misskilningur..
Það er ekkert að því að hólkurinn hoppi. Hann þarf bara alltaf að hoppa nákvæmlega eins..
Þetta verður bara hver og einn að finna út með sína byssu, hvað er mest.
Ég hef bara gikkhöndina á mínum .243win og virkar vel , en þarf td. yfirleitt að hafa báðar hendurnar á .270win.

Svona mikil dreifing upp og niður á 100m. getur líka verið vegna þess að boltarnir tveir sem halda lásnum í skeptinu eru byrjaðir að losna.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

G.ASG
Póstar í umræðu: 2
Póstar:16
Skráður:06 Ágú 2011 22:09

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af G.ASG » 27 Jan 2015 16:14

Ef þú vit skjóta svona grúppur einsog eru á myndinni þá er það ekkert vandamál. Muzzle jump telst ekki vera gott fyrir nákvæmni, segir sig sjálft. Það á allavega að reyna að hafa það sem minnst. Þess vegna er bipod loading tækni beitt til þess að þetta hopp verði sem minnst og eins alltaf. Þetta er basic skill sem menn verða að læra. Mjög algengt vandamál sérstaklega þegar að menn eru að skjóta á steyptri plötu.

En þetta getur líka verið boltarnir í lásnum. Held samt ef að boltarnir eru hertir ójafnt eða ekki rétt hertir myndi það ekki bara orsaka vertical stringing heldur bara stóra grúppu. Kemur svo margt til greina. Bedda kannski? Myndi prufa að láta einhvern annann skjóta úr honum til þess að útiloka að þú sért að gera eitthvað vitlaust.

Getur líka verið hleðslan.

Tvö myndbönd um það sem ég er að tala um. Talar mikið um að muzzle er ekki að hreyfast.

Recoil management.

https://www.youtube.com/watch?v=sqFH0A7Py1Q

Loading the bipod.

https://www.youtube.com/watch?v=VjG1JZxiui0

Hér er grein frá Speedy Gonzales um þeta vandamál.

http://www.6mmbr.com/verticaltips.html

Kv. Gunnar

Svara