GRÚPPUR Á 500 M

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík
GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 18 Jan 2015 20:06

Alltaf gaman í Höfnum að taka löngu færin. :D
500m teknir á borði með tvífæti og púða en þá var 3 skota grúppa niður í 13mm. Þegar skotið var liggjandi með tvífæti og án afturpúða fór 3 skota grúppan upp í 24mm og 5 skotin í 75mm.
Ætli maður verði ekki að vera þokkalega sáttur með þetta. Sjálfsagt hafa einhverjir hérna skotið mun betri grúppur á þessu færi og væri gaman að fá inn einhvern samanburð hvort sem það er í mm eða MOA.
Viðhengi
500m-75020001.jpg
500m 7500002.jpg
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Spíri » 18 Jan 2015 20:38

Flottar grúbbur, hvernig riffill og cal og hvaða sjónauki?
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 18 Jan 2015 21:11

Þetta er skotið með óbreyttum Savage með 260rem. Sjónaukann keypti ég frá USA á góðu verði en þetta er Vortex Viper PST 6,5*24mm.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 5
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 19 Jan 2015 00:56

Þú ert vel samkeppnishæfur við flesta á klakanum með þetta.
Haltu áfram að æfa þig og helst við mismunandi aðstæður.. Alveg magnað hvað er hægt að læra á vindinn á þessum löngu færum.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 5
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 19 Jan 2015 01:10

DSC_0156 - Copy.jpg
DSC_0156 - Copy.jpg (16.84KiB)Skoðað 2751 sinnum
DSC_0156 - Copy.jpg
DSC_0156 - Copy.jpg (16.84KiB)Skoðað 2751 sinnum
hér er ein 4 skota grúbba með minni óbreittu Howu .243 win á tvífæti með púða.
Hitt gatið er þarna líka :D
Við góðar aðstæður eru 5 skotin að fara ca 8cm hjá mér.
En auðvitað gera þeir betur með 2 mils+ græjunum :lol:
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 19 Jan 2015 10:58

Sæll Sveinbjörn
Hvaða kúlu ert þú með í 243 fyrir 500m eða var þessi grúppa ekki á 500m ?
Vindurinn var ekki vandamál þegar þetta var skotið hjá mér en það er verst hvað hann er oft óstöðugur.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 19 Jan 2015 11:17

Hjörtur S skrifaði:Ætli maður verði ekki að vera þokkalega sáttur með þetta
Þú mátt vera vel sáttur við þetta :)
það væri gaman að geta skotið svona vel á 500

Hvaða kúlu ertu að skjóta, á hvaða hraða og hver er mesti hraðamunur á skotum sem þú hefur hraðamælt.
Þar sem ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið besta grúppan sem þú skaust þennan dag, hvað var versta grúppan stór með sömu skotum þegar þú varst að skjóta þetta.
Jens Jónsson
Akureyri

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 19 Jan 2015 18:30

Sæll Jenni

Ég hef verið að nota Hornady A max kúlur frá Ellingsen en þær eru því miður ekki til hjá þeim eins og er. Ég á ekki hraðamæli en góður maður lánaði mér einn slíkan síðasta sumar og hraðamældi ég einar 5 grúppur 5 skota. Frávik frá meðaltali 5 skota var nokkuð breytilegt eða niður aðeins 14 f/s og upp í 40 f/s. Hvað sem unnt er að lesa útúr því.
Vissulega voru grúppurnar mis góðar en ég tók 2 á 5oom og var ég ánægðastur með þær. Ég tók 2 á 400m og var sú sem ég tók liggjandi án púða á 400m verst eða 132mm 5stk. Skyttan ekki nógu stöðug. Svo fóru þær niður 29mm 5 skota eftir því sem færin voru styttri. Þetta er jú alltaf breytilegt vindur og árangur skyttu.

Hvernig hefur þér gengið á 500m ?
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 19 Jan 2015 18:50

Hjörtur S skrifaði:Frávik frá meðaltali 5 skota var nokkuð breytilegt eða niður aðeins 14 f/s og upp í 40 f/s. Hvað sem unnt er að lesa útúr því.
Þú getur prófað að setja þessa kúlu inní feril forrit á miðgildis hraða og séð fallið í cm á 500 miða við að riffilinn sé núllaður á 100 svo ferðu 20 fps upp fyrir og niður fyrir þann hraða og þá eru kominn með áætlað lóðréttan mun á kúlunum á 500 metrum.
Hjörtur S skrifaði:Hvernig hefur þér gengið á 500m ?
Þar sem ég bý á Akureryi þá er ég ekki með aðgang að 500 metra velli og hef ekki skotið á pappa á 500.
En ég hef svolítið skotið á skotbjöllu á mismunandi færum frá 350 til 1000 m með ágætum árangri.
þannig að ég á ekki neina grúppu á 500 metrum ennþá :)
Jens Jónsson
Akureyri

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 5
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 19 Jan 2015 20:10

Ég er að nota 87grain V-max á 3143fps og neck sizuð hylki með lítinn kúluþrýsting.
Verst hvað er erfitt að fá þessa kúlu, ég á orðið bara nokkrar kúlur til að nota í stórmótin hjá SKAUST.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 5
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 21 Jan 2015 08:29

Sæll Sveinbjörn
Sveinbjörn V skrifaði:neck sizuð hylki með lítinn kúluþrýsting
Hvernig hefur þú verið að stýra kúluþrýstingi og hvað kallar þú lítinn þrýsting?
Ég hef sjálfur verið að nota Readding S-Bushing sem ég tók 0,002 undir.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 5
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 23 Jan 2015 01:25

Ég ætlaði að skrifa neck turnuð hylki Hjörtur, ekki neck sizuð. Þau eru auðvitað neck sizuð líka í wilson..
Ég turna hylkin niður undir 0,001 í þrýsting. (En ég mæli ekki sérstaklega með því svona almennt samt, fyrir hylki sem eru notuð á veiðum.)
Það er þunn lína þangað til kúlurnar verða lausar í !
Ég græddi smá hraða með 0,001 og fékk mun jafnari hæð á ákomu. Aðal atriðið í þessu er samt að ég finn strax ef kúlan er stífari en hinar í arbor pressunni.
0,002 er fínt ef þú finnur örugglega að allar kúlurnar fara jafnt í hylkin.
Ég er með þrjár fóðringar en nota yfirleitt þá sömu og áður en ég lærði að turna sem gaf 0,003 þá.

Hérna er árangurinn á móti 2013 og sést greinilega hvað gerist þegar kúluþrýstingurinn var ekki nógu jafn hjá mér. Ég tók alltaf eftir því að stífari kúla lenti neðar en hinar.
500metra mót.jpg
500metra mót.jpg (59.47KiB)Skoðað 2390 sinnum
500metra mót.jpg
500metra mót.jpg (59.47KiB)Skoðað 2390 sinnum
Læt svo fylgja með eina mynd af megninu af græjunum sem þarf í þetta.
Ég byrjaði á Wilson strax og sé ekki eftir því. Góðir menn sem sögðu að það væri Rollsinn í þessu.
Svo bætti ég við Redding boddy dæja þegar hylkin fóru að verða of stíf í.
Og var bara að fá minn eigin neck turnara og expander dæja í vikunni.
DSC_0160.jpg
DSC_0160.jpg (82.14KiB)Skoðað 2389 sinnum
DSC_0160.jpg
DSC_0160.jpg (82.14KiB)Skoðað 2389 sinnum
Sveinbjörn V. Jóhannsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 4
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af karlguðna » 23 Jan 2015 17:44

segið mér spekulantar sem eruð í þessum dýpri pælingum,,, eruð þið að afglóða hylkin ? hef rosalega gaman af þessum pælingum en kemst ekki á neinn völl sem býður upp á þessar vegalengdir ,og er bara með 100 til 200 metra mælingar,, en ætli maður verði ekki bara að skrá sig í hafnarklúbbinn og fara að æfa lengri færin , :D :mrgreen: og annað ,, verður maður að fá sér betri hleðslugræjur til að ná betri árangri,,,???
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 23 Jan 2015 18:00

Ég hef ekki verið að afglóða hylkin hjá mér skoða það kannski þegar ég tel að ég sé farinn að skjóta það vel að spennan í hylkunum sé farin að há mér.
karlguðna skrifaði:verður maður að fá sér betri hleðslugræjur til að ná betri árangri
ég held að fyrsta ætti að fara og skjóta svolítið með þeim græjum sem þú hefur og ef lóðrétta fallið er að stækka grúppurnar meira hjá þér en lárétta dreifin þá er rétt að skoða hvað er hægt að gera betur í hleðslunum.
Jens Jónsson
Akureyri

karlguðna
Póstar í umræðu: 4
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af karlguðna » 23 Jan 2015 18:11

Jenni gétur þú útskýrt þetta með lóðrétta fallið ,,,,
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 23 Jan 2015 18:44

Lóðrétta fallið kemur fyrst og fremst vegna mismunandi hraða á kúlunum.
ef við tökum 30 cal Nosler BT 125 gr kúlu sem er með G7 0,167 sem er ákaflega lélegur flugstuðull en hefur ekki áhrif á þennan þátt.
og þú mælir nokkur skot með meðalhraða uppá 3200 fps en hraðasta skotið er á 3220 fps og hægasta er á 3180 fps
miða við 0 á 100 metrum þá ertu með útreiknað fall á 500 metrum uppá
kúla á 3220 fps = 156,3 cm
kúla á 3170 fps =162,1 cm

það gerir mun uppá 5,8 cm sem kemur þá út sem lóðrétt dreifing á grúppunni ef ekkert annað hefur áhrif á skotin (sem að sjálfsögðu er ekki tilfellið) þetta er samt mest afgerandi þáttur í lóðréttri stækkun á grúppum á lengri færum.
Síðast breytt af Jenni Jóns þann 23 Jan 2015 19:10, breytt 2 sinnum samtals.
Jens Jónsson
Akureyri

karlguðna
Póstar í umræðu: 4
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af karlguðna » 23 Jan 2015 19:07

takk fyrir þetta Jenni,,, hvaða aðrir þættir eru að gera íktar grúbbur , lóðrétt, hef nefnilega lent í því að vera að nálgast góða grúbbu og hún verður öll lóðrétt og ég sit bara og klóra mér í hausnum,,, 100 metrar og grúbban sem átti að vera hin "fullkomna" varð bara fimmsentimetra strik niður !!!! er eiginlega búin að klóra mér til blóðs í mínum spekúlasjónum,,, :oops:
grúbba lóðrétt.jpg
grúbba lóðrétt.jpg (7.16KiB)Skoðað 2299 sinnum
grúbba lóðrétt.jpg
grúbba lóðrétt.jpg (7.16KiB)Skoðað 2299 sinnum
Síðast breytt af karlguðna þann 23 Jan 2015 19:22, breytt 2 sinnum samtals.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 23 Jan 2015 19:19

Ég hef aðeins orðið var við þetta þegar ég sit við að skjóta á borði og vill þá helst kenna um að ég sé ekki að taka eins við bakslaginu ef það er tilfellið prófaðu þá að leggjast með riffilinn og skjóta þannig og vera með góðan stuðning undir skeptið að aftan.
Jens Jónsson
Akureyri

karlguðna
Póstar í umræðu: 4
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af karlguðna » 23 Jan 2015 19:26

bætti við mynd ,,, er það málið jenni,,, er þetta ég en ekki hleðslan ??? trúi því vel því ég er ekki nógu agaður er ég munda riffilinn ,, hef oft gripið mig að því ,,, en var að vona að ég gæti kennt einhverju öðru um :D

eþ. skotið lengst til vinstri er ekki í grúbbunni,,, smá feill, :P
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: GRÚPPUR Á 500 M

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 23 Jan 2015 21:10

karlguðna skrifaði:er þetta ég en ekki hleðslan ???
Ég get ekki svarið fyrir það en þegar þetta kemur fyrir hjá mér þá get ég oft lagað þetta með því að einbeita mér aðeins betur við að skjóta, svo finnst mér kannski líka betra að kenna því um en svo miklu fúski við hleðsluna. ég hef séð grúppu með 2,5 grein mun á léttustu og þyngstu hleðslu sem var rétt um hálft MOA á 5 kúlum á 100 metrum.
Jens Jónsson
Akureyri

Svara