BR50

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós
BR50

Ólesinn póstur af 257wby » 24 Jan 2015 17:41

Sælir/ar.

Þar sem BR50 er að detta inn sem keppnisgrein hjá skotíþróttasambandinu er maður farinn að skoða dót sem hægt væri að nota í þetta sport þegar maður tekur það á næsta level. ;)

Hafa menn eitthvað verið að kaupa custom lása og þess háttar fyrir 22 rimfire hérlendis,eða eru menn bara að kaupa þessi hefðbundnu merki og fikta svo í þeim?

Ég var að skoða lása hjá Baity´s Custom Gunworks og fylltist áhuga :)

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: BR50

Ólesinn póstur af petrolhead » 26 Jan 2015 09:09

Sæll Guðmann.

Uppistaðan af þeim rifflum sem ég hef séð á ferðinni í BR50 eru nú bara fjöldaframleiddir...Brno, Savage etc. kannski búið að létta gikkinn á þeim en að öðru leiti eins og þeir komu af kúnni eins og sagt er.
Það hafa svo sem verið einn og einn markriffill á ferðinni, svona einskota, það sem ég þekki til en ég hef ekki heyrt af neinum custom riffli í þessu sporti.
Það væri gaman að sjá koma upp hóp hérna með svona sérsmíðuðum/markrifflum þó ég hugsi nú að ég persónulega mundi halda mig í þessum verksmiðju framleiddu áfram.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 1
Póstar:51
Skráður:19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn:Kristján Krossdal
Staðsetning:Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: BR50

Ólesinn póstur af krossdal » 26 Jan 2015 12:21

Sælir

Getið þið nokkuð bent mér á hvar ég finn reglur í BR50.. þ.e. hvað riffillinn má vera þungur, hvaða sjónaukar/sigti o.s.frv?

Er búið að koma einhverju af þessu regluverki yfir á íslensku ?
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: BR50

Ólesinn póstur af petrolhead » 26 Jan 2015 17:28

Kristján:
Þetta hefur nú til allrar lukku verið frjálslegt það sem ég þekki til, hefur getað keppt ef þú finnur eitthvað í skápnum hjá þér sem er 22LR...mig minnir þó að paralell skepti hafi ekki verið leyfð.
Það ég best veit þá er ekki neitt samræmt regluverk til hér á landi.
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: BR50

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Jan 2015 17:39

Þetta er náttúrulega mjög skemmtilegt sport sem fleiri hefðu mátt vera virkir í. SR gerði tilraun með þetta fyrir tveimur árum, en þátttakan var dræm.

Mig minnir að ég hafi unnið alla flokkana sem ég keppti í þegar þetta var upp í Egilshöll á sínum tíma. Flokka skiptingin hjá þeim var mjög skynsamleg að mínu mati og líklega í samræmi við BR 50 reglur, eða kannski bara BR reglur alment, ég veit það ekki.

Ég set flokkana hérna inn fyrir ykkur, sem grundvöll til þess að taka þetta áfram ef það er áhugi á því.

1. Sporter flokkur, 0-3,855 kg og mesta stækkun á sjónauka má vera 6,5x. Leyfilegt er að nota stærri sjónauka en þá skal hann teipaður á 6,5x stækkunina.

2. Light Varmint flokkur, 3,856-4,762 kg.

3. Heavy Varmint flokkur, 4,763-6,800 kg.

4. Opinn flokkur, 6,801 kg eða þyngri.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: BR50

Ólesinn póstur af petrolhead » 26 Jan 2015 18:05

Ég tek heilshugar undir það mér þér Stebbi að þetta er skemmtilegt sport, maður er að skjóta mörgum skotum í keppni og mun hljóðlátara en þegar er verið með stærri cal. enda held ég að það sé óhætt að segja að ég sé í þessu 90% fyrir skemmtanagildið.
Þátttaka, eða skortur á henni, er kunnuglegt. Ég renndi lauslega yfir þessi mót sem hafa verið haldin hér á Akureyri í sumar og þetta hafa verið 8-12 á hverju móti og hafa þó nágrannar okkar í Skagafirði verið duglegir að koma á mót hér, en með ekki meiri fjölda þá hefur varla tekið því að vera að skipta þessu í einhverja flokka en ef það þyrfti að skipta þessu þá er þessi skipting sem þú settir inn ekki verri en hvað annað þó mér finnist sjónauka takmörkunin í sporter flokknum óþörf.

kv
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: BR50

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 26 Jan 2015 18:58

Sælir.
Held að flestir séu sammála um að þetta sé með skemtilegri keppnisgreinum og sumir taka hana jafnvel fram yfir centerfire, þar sem kostnaður við þetta er ekki upp á mörg humdruð þús í búnað, erum nokrir með gamla markriffla ætlaða fyrir "enskan riffil" aðrir með létt moddaða verksmiðju riffla kænski búið að laga gikk og skefti, bedda og dunda. Held að flestir séu með svona 50-70 þús kr. sjónauka 20x plús stækkun og targetkross er eiginlega must ef maður ætlar í toppsætin. Kostnaður um 150 þús og þú ert góður ef þú vinnur heimavinnuna. Mínir rifflar hafa báðir unnið mót, annar er Otterup með Leupold VXIII 6-20x40 kostaði mig sennilega undir 50 þús með öllu fyrir utan mína vinnu og sjónauka hefur líka virkað fínt með 20 þús aliexpress Bushnell, hinn er BSA mk. IV með Sightron sII 36X42 sem er öllu dýrari. En flest mótin hafa verið að vinnast með verksmiðjurifflum eins og Savage og Brno
Reglurnar sem við höfum verið að nota eru fengnar frá http://www.ukbr22.org.uk/attachments/ar ... imfire.pdf og eru aldeilis príðilegar einfaldar og góðar, þar er sjónauka takmörkunin í sporter 12x sem ég tel fínt þar sem hún hefur oftar en ekki meira að seigja en þyngd að mínu mati, væri til í að sjá tvo flokka td sporter og svo ótakmarkaðan til að byrja með hér heima til að ná fleiri inn, þú átt ekki mikla möguleika með léttan riffil með 9x stækkun á móti 7+ kg riffli með 36x gler, ég mundi örugglega keppa í báðum með sitt hvorn riffilinn.
Mikið vildi ég hafa efni á custom riffli í .22LR en þetta virðist vera álíka dýrt og centerfire þannig að ég ætla að láta mína 2 duga enn um sinn, reyna bara að finna í þá skot sem henta og eru ekki of dýr og æfa mig þess meira held að rifflarnir geti meir en skyttan enn sem komið er. Ætla að koma mér upp eh. nothæfu í shiluettuna og svo er keppnis centerfire farinn að kítla mann óþægilega.
Það væri gamann að heyra meira frá STÍ mönnum hvaða reglur þeir ætla að nota og hvaða alþjóða samband er verið að ræða við.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: BR50

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 27 Jan 2015 00:09

Sælir.
Skilst að þetta sé væntanlegt STÍ regluverk:
http://www.wrabf.com/rules/WRABF%20&%20 ... 202021.pdf
sýnist svona í fljótu bragði þetta vera nánast það sama og hefur verið notað hér norðan heiða.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Svara