Að finna hámarkshleðslu

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:
Að finna hámarkshleðslu

Ólesinn póstur af Haglari » 08 Feb 2015 17:43

Sælir snillingar

Mig vantar ráðleggingar og/eða gagnrýni :)

Ég er að reyna að finna lágmarks/hámarskhleðslu fyrir kúlu og púður sem ég finn ekki í hleðslutöflum neinstaðar (allavega ekki so far) Þetta er Lapua Scenar L 136 og Norma MRP. Það sem ég gerði var að skoða hleðslur fyrir þetta púður með samskonar þungum kúlum og hleðslur fyrir þessa kúlu með púður af áþekkum brunahraða. Það sem mér fannst skást að miða við var VV560 sem er með uppgefna min/max 44.8-49.7grs fyrir þessa kúlu. Út frá þessu ákvað ég að byrja í 44.7 grains og bjó til eina hleðslu í einu með 0,5grain intervali alveg upp í 50.7 grain. Tilgangurinn hérna var aðalega að prófa hvenær þrístingsmerki kæmu framm og hver væri þá hugsanlega MAX hleðsla fyrir þetta púður. Ég einhvernvegin bjóst við að ég myndi ekki klára öll skotin heldur myndi á einhverjum tímapunkti boltin verða stífur og þá myndi ég stoppa. Enn þótt að þrístingsmerki byrjuðu að koma framm í um 48.2 grainum (primer byrjar að fletjast út) þá kláraði ég öll skotin án þess að verða var við að boltin yrði nokkurntíman stífur. Í þremur seinustu hleðslunum var riffillinn farinn að hoppa doldið hressilega og mér finnst eins og það séu komin boltaför aftan á hylkin. Það væri ágætt að fá að vita hvað ykkur finnst um þessa aðferð hjá mér hvort að ég ætti að gera eitthvað öðruvísi eða hvort að niðurstaðan blasi við? Án þess að vita betur myndi ég helda að max hleðslan væri 48.2 grains??

Hérna eru tenglar á tvær myndir sem ættu vonandi að vera í nógu mikilli upplausn:
https://dl.dropboxusercontent.com/u/477 ... (1)%20.jpg
https://dl.dropboxusercontent.com/u/477 ... 5502_2.jpg

Kv.
Óskar Andri
Síðast breytt af Haglari þann 08 Feb 2015 17:58, breytt 2 sinnum samtals.

Fiskimann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Að finna hámarkshleðslu

Ólesinn póstur af Fiskimann » 08 Feb 2015 17:49

Sæll Óskar
Ég hefði í þinum sporum hætt þegar það fóru að sjást þrýstingsmerki á primer. Engin ástæða að storka forlögunum. Ef það byrjuðu að koma þrýstingsmerki við 48,2 þá lít ég svo á að þar sértu komin yfir max hleðslu.
Guðmundur Friðriksson

Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Að finna hámarkshleðslu

Ólesinn póstur af Haglari » 08 Feb 2015 17:50

Smá upplýsingar sem ég gleymdi

Caliberið er 6,5x55. Heildarlengd skv. VhitaVuori ætti að vera 80mm. Ég mældi max COL með þessari kúlu í rifflinum hjá mér 80.8mm. Þannig að ég stillti heildarlengdina í 80.1mm +/-0.1mm. Rifillin er Sako 75 hunter með orginal 580mm 8" twist hlaupi.

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Að finna hámarkshleðslu

Ólesinn póstur af sindrisig » 08 Feb 2015 18:34

QL gefur þetta:

Cartridge : 6.5 x 55 Swedish
Bullet : .264, 139, Lapua Scenar GB458 6018
Useable Case Capaci: 52.213 grain H2O = 3.390 cm³
Cartridge O.A.L. L6: 3.150 inch = 80.00 mm
Barrel Length : 22.8 inch = 580.0 mm
Powder : Norma MRP

Predicted data by increasing and decreasing the given charge,
incremented in steps of 2,0% of nominal charge.
CAUTION: Figures exceed maximum and minimum recommended loads !

Step Fill. Charge Vel. Energy Pmax Pmuz Prop.Burnt B_Time
% % Grains fps ft.lbs psi psi % ms

-20,0 77 38,56 2155 1434 25545 9419 87,2 1,690
-18,0 79 39,52 2212 1511 27221 9768 88,7 1,647
-16,0 81 40,48 2270 1590 29012 10108 90,1 1,605
-14,0 83 41,45 2328 1672 30926 10439 91,5 1,564
-12,0 84 42,41 2386 1757 32974 10759 92,8 1,524
-10,0 86 43,38 2444 1844 35166 11066 94,0 1,485
-08,0 88 44,34 2503 1933 37514 11358 95,1 1,445
-06,0 90 45,30 2561 2025 40029 11634 96,0 1,401
-04,0 92 46,27 2620 2119 42726 11893 96,9 1,358
-02,0 94 47,23 2679 2215 45622 12133 97,7 1,317
+00,0 96 48,20 2737 2313 48732 12353 98,4 1,277 ! Near Maximum !
+02,0 98 49,16 2796 2413 52076 12551 98,9 1,238 ! Near Maximum !
+04,0 100 50,12 2854 2514 55679 12726 99,4 1,201 !DANGEROUS LOAD-DO NOT USE!
Sindri Karl Sigurðsson

Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Að finna hámarkshleðslu

Ólesinn póstur af Haglari » 09 Feb 2015 10:32

Takk fyrir þetta. Ég náði í quickload í gærkvöldi og var að stúdera þetta aðeins. Þurfti að vísu að búa til Scenar L 136 grain þar sem ég fann hana ekki í gagnagrunninum hjá þeim. En allavega það kom mér doldið á óvart hvað QL sýndi eiginlega nákvæmlega sömu niðurstöðu og ég fékk þegar ég prófaði þetta á laugardaginn. Gaman af þessu, þá veit maður betur :D

Svara