Þrif á 22 LR

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Siggi Kári
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31
Þrif á 22 LR

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 08 Feb 2015 18:12

Sælir, langar til að forvitnast hjá þeim sem eru að keppa með 22 lr, eru menn almennt að þrifa hlaupin á þessum riflum ?

Kv Siggi Kári
Sigurður Kári Jónsson

Gunson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:36
Skráður:03 Jul 2012 09:05

Re: Þrif á 22 LR

Ólesinn póstur af Gunson » 08 Feb 2015 22:23

Sæll nafni minn. Ég geri það nú og á bæði stöng og efni ef þú vilt þrífa þinn riffil Kv. Gunson
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Þrif á 22 LR

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 09 Feb 2015 00:25

Sæll Siggi

Ég þríf riffilinn minn mjög óreglulega. Eiginlega bara þegar ég nenni því og hef tíma til. 500 til 1500 skota fresti er ágætis viðmið. En það hefur örugglega farið upp í meira en 5000 skot stundum hjá mér.

Ég er búinn að skjóta 50 Metra liggjandi í c.a. 5 til 7 ár. Man ekki alveg hvenær ég byrjaði og á þessum tíma hef ég verið að skjóta fra 3500 til 7000 skot á ári úr .22 riflinum mínum með misjöfnum árangri... sem þó verða varla tengt því hversu oft ég þríf riffilinn.

Ég nota bore tech rimfire blend til þess að þrífa og læt það liggja í hlaupinu í svona 30 til 60 mín og þurka svo út.

Mig minnir að Arnfinnur hafi sagt um daginn að Anchutz mælti með því að menn þrifu hlaupið í fyrsta sinn eftir 500 skot svo á 5000 skota fresti eftir það... en ég sel það svosem ekki dýrara.

Í þessu hefur hver sína aðferð eins og þú getur ímyndað þér.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara