"Nákvæmustu" caliberin

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
"Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af Árni » 24 Feb 2015 17:30

Eða kannski frekar þau vinsælustu á meðal "the pro's" í Ameríkunni.

Fannst þetta gríðarlega áhugaverð lesning.
http://precisionrifleblog.com/2014/10/1 ... -pros-use/

Er sjálfur með riffil í smíðunum núna sem átti að vera 6,5x47 eins og sá síðasti, en maður spáir kannski í að breyta yfir í 6mm Creedmoor í staðinn. Virðist vera það heitasta í dag erlendis amk.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af karlguðna » 24 Feb 2015 17:47

takk fyrir þetta ,,, mjög fræðandi , :)
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 24 Feb 2015 17:58

Ekki rugla þessum lista við nákvæmustu caliberin Árni. Þetta er (eins og þú sjálfsagt veist) listi yfir caliber sem keppnendur í Precision Rifle Series eru að nota - Tactical keppni sem kaninn stundar. Þetta eru allt flott caliber en í nákvæmni komast þau ekki þangað sem helstu BR caliberin eru.

Þetta eru allt caliber sem þægilegt er að skjóta - þægilegt að hlaða og hafa fínann BC stuðul þannig að þeir geta skotið þessu langt.

Síðan er líka svolítið um sponsorship þarna - sem sést t.d. á því hversu margir eru að nota Bushnell sjónauka - sem ég held annars að séu fínir - en ekki þeir bestu.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af karlguðna » 24 Feb 2015 20:52

Og þá er bara ein spurning eftir ,, Hvað er nákvæmasta caliberið :?: :?: :roll:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Feb 2015 21:01

22 á 50 metrunum :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 24 Feb 2015 21:39

6mm ppc er nákvæmast og best á 100 og 200 metra færi... 300 og lengra umdeilanlegt hvað er nákvæmast en 6mm Dasher er að verða býsna mikið notað... í vindi á það þó líklega ekki séns í 7mm caliberinn þegar færin lengjast!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af gylfisig » 24 Feb 2015 22:55

Af centerfire caliberum, þá held ég að enginn efist um hver trónar i fyrsta sæti; 6 PPC er án efa á toppnum á 100-200 m. Síðan koma nokkur önnur á hæla þess. Skal ekkert fullyrða um röðina á þeim, en í þessum flokki má nefna 6 BR. og 30 BR. Fleiri 6 mm caliber eins og Dasher, og 6 XC. Eflaust gleymi ég einhverju. En þetta kemur fyrst upp í hugann.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af 257wby » 26 Feb 2015 12:19

Svo má ekki gleyma klassíkinni :)
Það er ekkert svo langt síðan 222rem var að vinna BR mót út um allt
308 fjölskyldan hefur alltaf verið nákvæm í eðli sínu( 308-7mm08-260rem)
En samkvæmt þumalputtareglunni eru BR og PPC náttúrulega toppurinn :)
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Feb 2015 14:58

Þetta er skemmtileg umræða en ég tek ekki þátt í henni vegna þess að ég hef ekki hundsvit á nákvæmni skotvopna og hef aldrei sett mig inn í þann pakka.
Svona til að fyrirbyggja allan miisskilning, þá hef ég aldrei haldið fram að hröðu og flötu kalíberin séu nákvæmust, þó mér finnist þau henta best til hreindýraveiða hér á Íslandi.
Það er bara einfaldlega allt önnnuur ella.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af karlguðna » 26 Feb 2015 17:10

Siggi ef þú gæfir þér smá tíma til að læra á fallið á þínu ágæta kaliberi þá er það frægt fyrir nákvæmni
samanber þetta video, og mikið notað af "borðskyttum" :D
https://video.search.yahoo.com/video/pl ... 901-s&tt=b
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af karlguðna » 26 Feb 2015 17:27

og svei mér ef þetta er ekki .308 :mrgreen:
https://video.search.yahoo.com/video/pl ... 901-s&tt=b
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 Feb 2015 18:38

Þetta seinna er magnum hylki. Mjög sennilega 300 Wm
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af karlguðna » 26 Feb 2015 19:57

já vissi nú reyndar að þetta var ekki .308 :twisted: elgurinn hefði fallið mikið hraðar með því cal. ;)
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Feb 2015 20:09

karlguðna skrifaði:Siggi ef þú gæfir þér smá tíma til að læra á fallið á þínu ágæta kaliberi þá er það frægt fyrir nákvæmni
samanber þetta video, og mikið notað af "borðskyttum" :D
https://video.search.yahoo.com/video/pl ... 901-s&tt=b
Karl, ekki rugla saman 6,5-284 og 6,5-284... á þessu getur verið hellings munur hvað nákvæmni varðar! Riffillinn hjá Sigga verður t.d. aldrei últra nákvæmur, nema hann skipti út öllu í honum nema mögulega skeptinu! :lol:

Þetta irði þá eins og með hamarinn sem var búið að skipta þrisvar um haus og fjórum sinnum um skaft.

En eins og Siggi bendir á, þá er hann ekkert að sækjast eftir því að hitta kók tappa á 300 metrum. Fyrir hann er þetta að gera góða hluti og það er það sem skiptir máli.

Öll caliber eru í eðli sínu nákvæm þó sum hafi kosti fram yfir önnur. 300 WinMag er alveg örugglega nákvæmt caliber, það er bara mikið erfiðara að skjóta því en caliberum sem hafa lítið bakslag. Þetta kallar þá oft á þyngri byssu til að draga úr bakslagi o.fl.

Þó ég sé skjótandi á 25-06 og 270 út og suður þá tel ég það alls ekki vera ónákvæm caliber, því ef þú ert með rétta íhluti, góðar hleðslugræjur og veist eitthvað hvað þú ert að gera þá getur látið öll þessi caliber hitta 10 kall á 300 metrum, sem myndi nú líklega duga flestum.

Sum myndu vissulega hitta hann oftar en önnur... þessi calibera pissukeppni er bara alltaf svo skemmtileg að ég get ekki á mér setið að hræra aðeins í umræðuni.

.308 er t.d. alveg frábært caliber, veistu afhverju? Það er svo fjölhæft!

Umræðan um caliber er alltaf í ruglinu, vegna þess að hún fer alltaf í eitthverja pissukeppni, sem gerir hana svo óendanlega skemmtilega. Það er endalaust hægt að þarsa um þetta, þó það skipti engu máli.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af karlguðna » 26 Feb 2015 20:56

Nei satt er það Stebbi, það er ekki sama hvaða græjur menn eru með ,, þessir gæjar voru nú ekki með neitt drasl í höndunum , :mrgreen:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af konnari » 27 Feb 2015 10:16

Mikið er ég sammála Stefáni núna ! Þetta snýst aðallega um gæðin á rifflunum, góðar hleðslugræjur ofl. hversu nákvæmir þeir eru...ekki endilega um kaliberið og síðast en ekki síst skyttan auðvítað !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Feb 2015 10:49

Hmm... jæja. Þá kannski lætur maður smiða fyrir sig bench rest riffil i cal 30-30 win næst.
Verð bara með Wilson hleðsludót :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af konnari » 27 Feb 2015 11:43

Góður Gylfi :D ...en eins og Stefán sagði; öll kaliber eru í eðli sínu nákvæm þó sum hafi kosti umfram önnur.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 27 Feb 2015 13:59

gylfisig skrifaði:Þá kannski lætur maður smiða fyrir sig bench rest riffil i cal 30-30 win næst.
Hvaða hylki ertu að spá í fyrir þessa kúlu fyrir nýja bench rest riffilinn þinn?
Jens Jónsson
Akureyri

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: "Nákvæmustu" caliberin

Ólesinn póstur af konnari » 27 Feb 2015 14:41

Döh! Jenni 30-30 win ER hylki :lol:
Kv. Ingvar Kristjánsson

Svara