500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
Finnurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 14
Skráður: 24 Ágú 2012 12:21
Staðsetning: Akureyri

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Finnurinn » 12 Ágú 2015 00:53

Nokkrar hugleiðingar frá mér en ég er mikill áhugamaður um svona mót. Alveg sammála Stefáni að banna target cam. Þær eru ekki orðnar það algengar að þeir fáu sem eiga þær hefðu mikið forskot í slæmu skyggni. Eins og Stefán sagði þá þarf góð skilyrði til að sjá 6 mm kúlugat á 500 metrum. Veit ekki alveg hvað skal segja um 338 cal. Fyrra 500m mótið hjá Skaust í fyrra, vannst með 338, þá var talsverður vindur og hefur kúluþyngdin þá hjálpað talsvert. Ekki vannst það á sérstakri lögun á afturskepti, þar sem allir máttu nota sandpoka og gerðu það. Og þá er komið að afturstuðningnum og rökunum fyrir því að banna hann í þessu móti. Mér finnst það skrítin rök að óhefðbundin skepti veiti mönnum forskot ef sandpúði er leyfður. Afturpúðarnir virka best með hefðbundnu skepti þar sem hægt er að stilla hæðina af með því að renna rifflinum fram eða aftur. Með aðferðinni sem vitnað er í að hafi verið notuð í Zeiss mótinu verður að passa vel uppá að eisn sé stillt fyrir alla. Veit um einn keppanda á síðasta Zeiss móti sem þurfti að lyfta skeptinu meira en hnefaþykktina til að miða á neðstu skífuna. Þá er verið að refsa mönnum fyrir að vera handsmáir. Sem sagt mín skoðun, frjáls afturstuðningur, geri ekki mikinn greinarmun á sandpoka eða monopod. Svo má alltaf rífast um tvífætur, tactical, sem hægt er að teygja langt fram og út til hliðanna eða bara Harris og Caldvell??? Nóg í bili, vona að allir skemmti sér vel á þessu móti. Flott framtak að halda þetta mót. Bíð spenntur eftir úrslitum. :shock:
Finnur Steingrímsson
finnasig@simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 12 Ágú 2015 15:16

Sammála Finni.

Í raun finnst mér að það eigi allt að vera leyfilegt sem þú getur haft með þér á borðinu - og ert líklega vanur að nota við æfingar. Target Cam er þar ekki með því að hluti af henni er augljóslega úti á skotsvæði.

Skil ekki rökin gegn afturstuðningi. Mér finnst að menn ættu að venja sig á að nota stuðning - jafnvel þó svo að það sé ekki nema gamall sokkur fullur af grjónum.

Og síðan eru það tvífæturnir - þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Á nokkrar gerðir og mun persónulega mæta með þann besta sem ég á - og hann er í allt öðrum flokki en Harris. Það út af fyrir sig ætti að gefa mér forskot frekar en áfastur monopod á skeftinu.

En við megum ekki gleyma því að þetta er til gamans gert. Þeir sem standa fyrir þessu eiga mikið hrós skilið og þeir RÁÐA - sama hvað okkur finnst. Það er ekki eins og þetta sé úrtökumót fyrir ÓL!
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Árni
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 145
Skráður: 23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn: Árni Ragnar

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Árni » 12 Ágú 2015 15:51

Persónulega finnst mér reglurnar flottar eins og þær eru. Verst að maður kemst ekki í mótið bara.

En er þetta ekki nokkuð standard annars? Mót annaðhvort haldin þar sem fram og afturrest eru leyft(ásamt öllum mögulegum græjum) og svo mót þar sem hvorugt er leyft? sem flokkast þá líklega undir hunting mót eða eitthvað í þá áttina.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 56
Skráður: 24 May 2012 13:41
Staðsetning: Reykjavík

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 12 Ágú 2015 20:32

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir gott framtak að halda þetta mót Stefán og vonandi verða þau fleiri.
Ég er algjörlega sammála því að target camera sé sleppt og í raun ætti eingöngu að mega nota þann sjónauka sem er á rifflinum.
Það verður bara erfiðara að ná topp skori þegar afturstuðningi er sleppt og gerir þetta bara meira spennandi. :D :D
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 12 Ágú 2015 22:23

Byrja á þér Finnur, til að útskýra þetta með aftur skeptið og það sem ég að tala um með lögunina á því.

Það er misskylningur hjá þér að ég sé að tala um að lögun Longe Range skeptisins hjálpi þér ef þú ert með sandpoka. Ef sandpoki væri leyfður sem aftur stuðningur þá væri monopodinn að sjálfsögðu ekki bannaður.

Það sem ég er að tala um varðandi lögun t.d. þessa skeptis er að það fellur mjög vel inn í stuðningshendina þegar skotið er án sandpoka og ef ekki væri lágmarks hæð undir afturskeptið þá myndu menn geta notfært sér þessa lögun með því að láta það bara rétt fljóta t.d. 0,5 til 1 cm yfir borðinu og þannig væru menn komnir með nánst sama stöðugleika og ef þeir væru með sandpoka undir að aftan.

Sjá þessa mynd
Mynd

Þá er best að ég útskýri rökin fyrir því að banna afturstuðninginn, sem hefur í raun ekkert með lögun skeptisins að gera, heldur gengur meira út á að jafna leikinn á milli t.d. .338 eða 30-378 eða hvaða sleggju sem menn koma með og litlu caliberana sem vindurinn refsar meira.

Það er mitt mat að það sé erfiðara að skjóta úr þessum stóru rifflum ef þú þarft að setja hann upp á hnefan heldur en rifflum sem hafa minna bakslag. Þetta þarf ekki að vera rétt en þetta er mín tilfinning.

Í þessu móti er ekki um skífur í mismunandi hæð að ræða, heldur þarf tvífóturinn að framan að vera þannig uppsettur að hann miði í mitt skotmarkið eða hærra, þegar 6 cm kubbur er settur undir lægsta punkt að aftan. Þannig að þetta vandamál er sem þú vísar til Finnur á vonandi ekki við hér.

Sá sem er með hnefa sem er minni en 6 cm í þvermál er líklega heldur ekki með byssuleyfi, jafnvel vel innan við fermingu og ætti því sennilega ekkert að vera að skjóta í þessu móti. :oops: :roll:

Þar með er ég búinn að svara Gísla líka að ég held...

Ég held að þú sért nokkuð að hitta naglan á höfuðið Árni með leyfðan eða bannaðan búnað... það eru til fullt af mótum með full mótuðum reglum sem fáir nenna að kynna sér og enn færi nenna að halda... Eigum við ekki að segja að þetta 500 metra mót sé svona "custom made fyrir kadlinn..."

Einu mótin sem verða haldinn þar sem allir keppendur eru fullkomlega sáttir við reglurnar eru líklega mót þar sem aðeins einn keppandi keppir... :lol:

Ég myndi personulega kjósa að láta menn skjóta liggjandi... en þetta var niðurstaðan.

Svo ég víki aðeins að Target camerum, þá eru þær líklega það sem koma skal og menn munu örugglega nota þær í framtíðinni. Þær eru náttúrulega ekkert annað en úrvals spotting scope og menn eru náttúrulega fyrir löngu farnir að nota electronísk skotmörk víða um heim og við getum sagt að Target Cam sé svona ódýra útgáfan af þeim.

Svo skulum við halda því til haga að Pálmi Skúla á 80 % af heiðrinum á því að koma þessu móti á hérna hjá okkur og hefur drifið það áfram, ég er bara svona meðhjálpari!

Held að ég sé búinn að útskýra mína hlið á þessu í nokkuð löngu máli, ef eitthver hefur nennt að lesa svona langt, þá er sjálfsagt að sá hinn sami klappi sjálfum sér á bakið, vel gert... ;)

Góða skemmtun á laugardaginn... mér sýnist að spáin sé fín ennþá! 12°C hiti og nánast logn!

Hér má nágast mynd af skífuni sem sýnir stærðina á henni og hringjunum.
Mynd
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 12 Ágú 2015 22:59

Þannig að meðan ég hækka tvífótinn nógu mikið, þá þarf ég ekkert að eiga við monopodinn?

Annars er ég bara mjög ánægður með þetta framtak og beygi mig glaðlega undir allar reglur sem mótshaldarar setja.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 16
Skráður: 28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn: Ívar Karl Hafliðason

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af ivarkh » 12 Ágú 2015 23:38

Glæsilegt hjá ykkur. Væri gaman að koma og vera með i þessu og lýst vel á fyrirkomulagið. Hreindýraveiðar halda manni fyrir austan á þessum tíma en 338LM safnar bara ryki a meðan...

Gangi ykkur vel
Kv Ívar Karl

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 486
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 12 Ágú 2015 23:47

HeHeHe.
Þetta er nú farið að minna mann grunsamlega mikið á aðra umræðu :? þetta fyrirkomulag ætti allavega að hennta sumum :mrgreen:
http://www.hlad.is/index.php/spjallbord ... -10.06.15/
Alveg merkilegt hvað menn geta tuðað ef dótið þeirra passar ekki fyri reglurnar eða þær hennti þeim, þá á að breyta reglunum ekki dótinu eða aðlaga sig að þeim. Alveg merkilega sér Íslenskt fyrirbæri :cry: EN annars skemmtið ykkur vel og vonandi verður maður með græjur og getu til að taka átt að ári.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 13 Ágú 2015 00:11

Það er rétt hjá þér Gísli...

Tuðið á fullan rétt á sér Jón... það er ekki þar með sagt að við sem höldum mótið munum hlusta á það. En sjálfsagt fyrir menn að henda inn sýnum hugleiðingum... sumt verður ef til vill tekið til greina næst, annað ekki!

Takk fyrir það Ívar... markmið númer eitt hjá okkur er, eins og fyrir austan... að skemmta sér og rífa tíu helvítið úr blaðinu!

Ef vindurinn hagar sér... þá er maður vonandi að fara minnka risagrúppuna úr síðasta 500 metra móti eitthvað!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Freysgodi
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 58
Skráður: 20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn: Jón Valgeirsson

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Freysgodi » 13 Ágú 2015 03:48

kæru félagar,

Ég vil hrósa mönnum fyrir hófstillta og vandaða umræðu um mjög viðkvæmt málefni og það er mjög ánægjulegt að hægt sé að ræða svona yfirvegað á spjallborði. Eins og menn vita þá er það frekar undantekningin en reglan í gegnum tíðina.

Þrátt fyrir algert reynsluleysi á sviðinu þá ætla ég samt að segja að reglusetning varðandi skotmót er klárlega mjög vandasamt viðfangsefni - og e.t.v. má segja að vandræði við slíkt standi íþróttinni beinlínis fyrir þrifum.

kveðja,

J ó n V a l g e i r s s o n

User avatar
kakkalakki
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 21
Skráður: 31 Mar 2013 20:14
Fullt nafn: Andreas Jacobsen

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af kakkalakki » 15 Ágú 2015 16:44

Ótrúlega skemmtilegt mót sem ég tók þátt í hjá þeim í Skotdeild Kef í dag.
Hafði aldrei skotið 500 m áður (og árangurinn eftir því svo sem) en virkilega gaman að sjá og fylgjast með þessum snillingum skjóta. Ekki spillti fyrir að vel var tekið á móti nýliðanum. Einnig er komin góð afsökun fyrir að hækka dótastuðulinn talsvert, því mitt dót dugar rétt svo til í 500+ skotfimi.
Andreas Jacobsen

Kvartanir til kokksins...geta haft hættulegar afleiðingar ! 

Svara